16.10.2023 | 10:54
Fordæma Gyðingar á Íslandi Ísraelsríki?
Það er alltaf fróðlegt að snúa rökunum við í umræðum um voðaverk Hamas í Ísrael.
Gyðingar á Íslandi segjast óttaslegnir vegna aukinnar andúðar gegn sér á Íslandi sem þeir merkja m.a. af því að ekki sé nóg gert af því að fordæma Hamas samtökin.
En hvað með voðaverk Ísraelsmanna, hers og landökumanna gagnvart Palestínuaröbum. Bæði nú á Gaza og fyrr þar og annarsstaðar?
Ef Gyðingar á Íslandi fordæma ekki Ísraelsríki fyrir þau ætti þá Palestínsku fólki á Íslandi ekki að fara að líða illa á sama hátt og óttast um sitt öryggi?
Hefðu mögulega eitthvað til síns máls þar sem nú þegar berast fréttir af hatursmorði á palestínskum dreng í Ameríku. En þar er hin opinbera afstaða sú að bera blak af glæpum Ísraels og jafnvel styðja það en fordæma sjálfsvarnartilburði Palestínumanna.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/10/16/gydingaandud_vandamal_a_islandi/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)