Samkeppniseftirlitið á ruglunni (ens og venjulega)

Eftir fréttum að dæma þá fannst héraðsdómara nokkrum að Alþingi hefði ekki rætt nóg þau lög sem það setti að undanskilja kjötafurðastöðvar búvörulögum. 

 

Þriðji aðili, Samkeppniseftirlitið var kært fyrir að ætla að fara eftir þessum lögum og gera ekki neitt í málinu. 

Það hefur nú áfrýjað beint til Hæstaréttar af því að málið sé svo mikilvægt og ber við þrem atriðum. 

1.  "Að mati Samkeppniseftirlitsins hefur niðurstaða málsins augljóst fordæmisgildi um heimild til þess til að beita samkeppnislögum vegna samruna kjötafurðastöðva og annarrar háttsemi slíkra félaga sem kann að fara gegn ákvæðum samkeppnislaga."

2. "Þá hefur niðurstaða málsins að mati eftirlitsins almenna þýðingu um stjórnskipulegt gildi laga nr. 30/2024 um breytingu á búvörulögum og þann áskilnað sem felst í 44. gr. stjórnarskrárinnar um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi."

3. "Jafnframt hefur niðurstaða málsins verulega samfélagslega þýðingu þegar litið er til þeirra áhrifa sem undanþáguheimildir búvörulaga hafa á starfsskilyrði bænda og samkeppni á kjötmarkaði."

Semsagt liður 2 sá eini sem lýtur að dómi hæstaréttar en 1 og 3 allt annað en dómurin sem á að áfrýja fjallaði um.  (Skv. fréttum).

 

Alveg væri Hæstarétti trúandi til að gleypa við atriðum 1 og 3 sem eru þó ekki undir í þessu máli. 

 

Rangur aðili er semsagt dæmdur fyrir lagatæknilegt atriði og áfýjar atriðum er sum koma dómnum ekki við. 

Er hægt að hafa þetta vitlausara?

 

Hitt er svo allt annað mál hvort þessi lög hafi verið sérstaklega skynsamleg. Það má eflaust ræða betur. 

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-02-samkeppniseftirlitid-afryjar-domi-heradsdoms-429970


Óumbeðin ráð til Sjálfstæðis og Miðflokks varðandi stjórnarmyndun.

Leikurinn er nú líklegast tapaður nú þegar, Inga mun að öllum líkindum fara í stjórn með Viðreisn og Samfylkingu. 

 

En þið getið a.m.k. reynt og mögulega forðað þjóðinni frá einhverjum vitleysisleiðangri í ESB. 

1. Gangið að hugmyndinni um launaleiðréttingu lægstu launa og örorkutekna.Afnemið eða dragið mjög úr skerðingum í lífeyrisgreiðslum. Sbr. kröfur Gráa hersins. (Helgi P. og félagar)

2. Friðið Ragnar Þór með því að ganga að hugmyndinni um húsnæðiskerfi þar sem lánveitandi og lántaki geta báðir tapað á verðbólgu.  En ekki fara Framsóknarleiðina að láta ríkið borga mismuninn ef af verður.

3 Friðið Ásthildi Lóu með því að fara í uppgjör fortíðar og m.a. opna Lindarhvolsskýrslu. Þorsteinn Sæmundsson styður það ábyggilega. 

 

4. Komið ykkur saman um áætlun um mannfjöldaþróun Íslendinga næstu áratugina og setjið þannig hemil á eftirspurn eftir húsnæði, annars verður aldrei nóg byggt. Nýtið þar fullveldi landsins og hafið hemil á framkvæmdum. Ölfusárbrúin verður t.d. að bíða eða endurhannast niður í eirrhvert vit.

Annað er spurning um heilbrigða skynsemi. 

Aðeins með þessu móti eigið þið einhvern séns á borgaralega ríkisstjórn. 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband