13.2.2024 | 12:00
Það er svo einkennilegt
að alltaf skulu það vera klóför Sjálfstæðisflokksins sem sjást helst á hinu Stalíniska fyrirbæri sem þjóðlendufurðuverkið er.
Heggur þar sá er hlífa skyldi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2024 | 18:03
Skilgreina íslenskir hægrimenn sig út frá meðvirkni með Ísrael?
Markaðsbúskapur hefur fyrir löngu sannað gildi sitt víða um heim en kemur ekki án fylgikvilla.
Marga þeirra er raunar hægt að laga eða jafnvel koma í veg fyrir, en til þess verður að vera áhugi.
Eitt versta markaðsástand á Íslandi er nú staða húsnæðismála.
Ein orsökin er gríðarlegur innflutningur á verkafólki til að fóðra ferðamannaiðnaðinn, önnur er mikil útleiga á íbúðum til ferðamanna í mörgum tilfellum á húsum sem var hreinlega stolið af eigindum sínum í Hruninu og síðar útbýtt eftir óljósum reglum aftur til hinna og þessa.Mál sem greinilega má ekki rannsaka.
Enn ein orsök húsnæðisvandans er gjörsamlega óregúlerað braskkerfi með íbúðarlóðir a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu og verður hægrimönnum ekki einum kennt þar um. Talað er um að 25 milljónir af íbúðarverði liggi orðið í lóðinni.
Ekki bætir svo úr skák næstum botnlaus innflutningur á flóttamönnum undanfarin ár, í boði Sjálfstæðisflokksins en ef marka má fésbókarfærslur formannsins þá virðist einhver undarlega þversagnarkendur geðklofi hrjá hægrimenn í þeim málum. En það er önnur saga og hefur ekkert með fylgikvilla markaðsbúskapar að gera.
Helstu meginvandamál húsnæðismarkaðarins sem aftur er meginvandamál hagkerfisins, stafa semsagt af klúðurslegri umgjörð um markaðinn. Sumir græða vissulega og fjármunir gossast inn í hagkerfið en fylgikvillarnir að verða óbærilegir og við það að allt stöðvist hér í verkföllum.
Hvað gera svo hægrimennirnir íslensku?
Ekki neitt, tja nema tryggja áframhaldandi vandræðaástand svona rétt eins og í flóttamannamálunum. Jarma allir sömu möntruna um að launþegum sé um að kenna, verðbólgan sem kom til af engu öðru en þeirra eigin klúðri.
Nú tala þeir meira að segja um "gullhúðun" á Evrópureglum á sama tíma og ljóst er yfir vofir að hér verði byggð hús eftir evrópureglum sem ekki standast íslenskar aðstæður. Í stað þess að fara í grunnvandann skal leggjast í að leyfa framtakssömum bisnismönnum að byggja hér og selja ónýt hús.
Ef markaðurinn væri vel ættaður graðhestur, þá eru íslenskir hægrimenn eins og auðmjúkir farþegar sem leyfa illa tömdum klárnum að fara þangað sem hann vill og taka þær merar sem honum sýnist.
Þá er nú gott að finna einhvern sameiginlegan óvin í þeim sem blöskrar framferði Ísraelsríkis gagnvart Palestínumönnum. "góða fólkið", "vinstrimenn", "stuðningsmenn Hamas" og hvað þetta er nú allt kallað.
Frekar skal þar samsama sig þjóðernissinnuðum morðvörgum en bera það við að líta í eigin barm.
Eins og það hafi eitthvað hið minnsta að gera með afstöðu til markaðsbúskapar hvort menn aðhyllast slíkan nazisma eða ekki.
Vandfundinn er a.m.k. sá Sjálfstæðismaður í dag sem ber það við að gagnrýna morðæði Ísraelsmanna.
Formaðurinn ætlar að verða jafn óheppinn í nýja starfinu og því gamla og fylgið fer lóðbeint niður.
Er ekki kominn tími til að breyta til?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)