30.5.2024 | 00:08
Enginn stærri af því að gera aðra minni
Segir Guðni forseti um kosningabaráttuna nú.
Maður sem klifraði í embættið upp eftir bakinu á okkar tveim helstu bjargvættum eftirhrunsáranna þeim Ólafi Ragnari og Sigmundi Davíð.
Enda ekki rishár í embætti þótt mögulega skammlaus væri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2024 | 21:45
Af sjálfboðaliðatröllum
Í umræðum nokkurra forsetaefna á Stöð 2 nýverið kom Heimir Már Pétursson með þá einkennilegu spurningu hvort einhverjir frambjóðenda væru með nettröll á sínum vegum.
Allir neituðu því og Jón Gnarr bætti við að líklega myndi enginn viðurkenna ef svo væri.
Halla Tómasdóttir laumaði inn þeirri staðhæfingu að reynslan sýndi að einhverjir væru með nettröll á sínum vegum en Heimir þáttastjórnandi gerði gott úr og sagði að líklegast væru það þá sjálfboðaliðatröll.
Þórdís hinn hvatvísi og mjög svo sjálfstæði utanríkisráðherra stýrir ráðuneyti sínu af röggsemi í hinar ýmsu og óvæntustu áttir. Jafnvel svo óvæntar að fyrrverandi forsetisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi virðist koma af fjöllum varðandi sumt það er Kolbrún tók sér fyrir hendur í þeirra samstarfi.
Jón Bjarnason fyrrum alþingismaður og ráðherra bendir á einkennilegar aðfinnslur utanríkisráðuneytis á viljayfirlýsingu þáverandi orkumálastjóra og núverandi forsetaframbjóðanda Höllu Hrundar um samstarf í Argentínu og bendir á ýmis dæmi frá sjálfum sér þar sem slíkar yfirlýsingar hafi átt sér stað og orðið til góðs.
Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu sjálfboðaliðatröll þarna í utanríkisráðuneytinu, ekki vil ég a.m.k. trúa því að þarna sé komið dæmi um það er Halla Tómasar ýaði að að þau séu á vegum einhvers forsetaframbjóðandans.
En frú Reykfjörð hefur sýnt og sannað að hún getur tekið upp á öllum fjandanum!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)