Fyrir hverja er fjárfest?

Hótel,gagnaver,fiskeldi á landi,efnissala,það gengur mikið á í Ölfusi og víðar.

Vindmillugarðar fyrirhugaðir við Búrfell og víðar t.d. á Laxárdalsheiði. 

Hætt er við að háu vextirnir hans Jóns míns dugi lítt á þessar framkvæmdir. 

 

Gróðinn af verkefnunum fer til erlendu fjárfestanna, nema kanski af Landsvirkjunar vindmillunum, en ekki mun Landsvirkjun skila arði til eigenda á meðan. Talandi um vindmillur  þá verða vitanlega allar kennitölurnar  horfnar (undanskil Landsvirkjun) þegar draslið úreldist og þarf að hreinsa það upp og vitanlega spáir enginn í örplastið sem þetta dreifir frá sér út í umhverfið þegar spaðarnir slitna. Eða hvernig er með allar illa byggðu blokkirnar eftir erlenda verktaka sem eru horfnir út í buskann frá innantómum kennitölum þegar fólk leitar réttar síns?

 

Hliðaráhrifin af öllum þessum framkvæmdum verða á hinn bóginn áframhaldandi þensla og hátt húsnæðisverð með tilheyrandi hörmungum fyrir almenna landsmenn, sérstaklega þá sem lægra standa í þjóðfélgaströppunni. 

Næg er atvinnan nú þegar þannig að flytja þarf inn strarfskraft við þessi verkefni og einhversstaðar þarf það fólk að búa á meðan.   Gott ef það fer svo ekki bara á atvinnuleysisbætur að verki loknu?  Í það minnsta þarf það samfélagslega þjónustu eins og aðrir þannig að sveitarfélögin kikna.  A.m.k. virðist ekki vera samræmi milli vaxtar sveitarfélaga og jákvæðrar afkomu t.d. ef litið er á Selfoss.

100 þúsund manna fjölgun á síðustu 20 árum veldur að mestu þeim vandræðum sem Íslenskt efnahagskerfi er i nú og bókstaflega ekkert gert til að leysa þann vanda heldur er bætt endalaust í.

 

Nákvæmlega enginn pólitíkus virðist gera sér grein fyrir þessu svo lítil von er úr þeirri áttinni. Þar er einungis fitlað við smáskamtalækningar sem jafnvel gera illt verra. 

Fyrir nú utan eyðsluæðið sem hið opinbera er haldið og knýr verðbólguna líka þó allt of margir bendi á það eitt en gleymi alveg einkaframkvæmdunum sem hafa nákvæmlega jafn slæm áhrif. 

Seðlabankastjóri bætir vart úr þegar hann/þeir stuðlar svo að stórkostlegri eignaupptöku frá almenningi með sinni fáránlegu vaxtaokursstefnu eða hvernig ætlast hann til að framboð á húsnæði aukist við að gera verktökum ókleyft að byggja hús? Bara svo eitt dæmi sé tekið. 

Útlit virðist ekki gott

allt er hér í voða

þá gríðarmikil gróðaplott

gangsterarnir boða

 


mbl.is Nokkur hótel á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband