Færsluflokkur: Umhverfismál
18.6.2019 | 11:30
Skítug orka hrein orka orkuskipti og ríkisstjórn
Ríkisstjórninni er mjög í mun að við Íslendingar göngum fremstir meðal þjóða í notkun endurnýjanlegrar orku.
Það hlýtur þá mest að stafa af gleymsku eða athugunarleysi að ekki skuli nú þegar búið að setja þau lög í landið að ekki skuli önnur orka fara inn á dreifikerfið en svo kölluð hrein orka.
Vatnsafl vindur og jarðvarmi (sjávarföll og sól?).
Blátt bann verði lagt hér við notkun raforku (í stórum stíl) framleiddri með t.d. kolum, gasi,olíu eða kjarnorku.
Undantekningar ef raflínur bresta og grípa þarf til varaaflstöðva.
Þetta er eiginlega svo sjálfsagt að það hlýtur að vera hreint formsatriði fyrir t.d. umhverfisráðherra að renna þessu í gegnum þingið.
Þar sem upprunavottorð þurfa orðið að fylgja þeirri orku sem seld er þá liggur það í hlutarins eðli að íslensk orkufyrirtæki verða að bera ábyrgð á að hafa slík vottorð fyrir framleiðslu sinni.
Það getur nú ekki verið mikið mál eða hvað?
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)