31.1.2023 | 09:51
Efling lögsótt fyrir að fara ekki í verkfall
Ef marka má Halldór Benjamín og nokkra fleiri þá virðist það mestur glæpur Sólveigar og Eflingar nú um stundir að fara ekki í alsherjarverkfall fremur en takmara sig við einstakar starfsgreinar.
Gott ef félag atvinnurekenda ætlar ekki bara að fara í málsókn vegna þess.
Þar með er félag atvinnurekenda í þeirri einstöku stöðu að lögsækja verkalýðsfélag fyrir að fara ekki í verkfall!
Sjálfir pikkuðu þeir reyndar út einn og einn viðsemjanda í einu.
Hvað um það, í öðru orðinu "grætur" Halldór hve verkföll eru slæm í hinu kvartar hann yfir að ekki skuli fleiri fara í verkfall.
Má biðja um aðeins meira samræmi í málflutninginn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)