22.12.2023 | 15:56
Ísralel/Gaza Hiroshima/Nagasaki
Ísrael er búið að sprengja 25 þúsund tonn á Gaza, hátt í jafngildi beggja kjarnorkusprengjanna sem varpað var á Japan! sbr. ræðu Pakistanska sendiherrans á þingi Sameinuðu Þjóðanna. (Þær voru jafngildar um 15þ. og 20þ. tonnum af TNT)
Skv. New York Times hafa Ísraelar ítrekað notað sínar stærstu sprengjur á Gaza, 2000 punda flykki í suðurhlutanum þangað sem þeir sögðu fólki að flýja.
Bandarísk stjórnvöld telja þetta nú ekki nógu gott og hafa fjölgað minni og "heppilegri" sprengjum sem þeir senda til Ísrael.
En að vísu hafa þeir líka sent Ísrael um 5000 sprengjur sem eru ígildi 2000 punda sprengja.
Þurfum við Íslendingar ekki að láta heyra aðeins betur í okkur varðandi þetta brjálæði?
Skref eitt gæti verið að veita Julian Assange hæli til að undirstrika að við tökum ekki lengur þátt í þöggunini og lygunum sem umleika bandarísk utanríkismál.
Vinur er sá er til vamms segir!
https://www.nytimes.com/2023/12/21/world/middleeast/israel-gaza-bomb-investigation.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)