Rökvilla bankasýslunnar!

Bankasýslumenn tveir, voru til svara hjá þingmönnum í dag.
 
Þar kom fram að áliti bankasýslunar hafi margumrætt útboð á hlut ríkisisns í Íslandsbanka verið best hepnaða útboð Íslandssögunnar.
 
Spurðir hvort þeir myndu nota sömu aðferð aftur þá virtust þeir á því, sögðu að í ljósi þess hve útboðið hefði verið vel heppnað þá hlytu þeir að mæla með aðferðinni.
 
A. Hversu vel útboðið var heppnað rökstuddu þeir með því að önnur útboð í öðrum löndum þar sem hlutar ríkisins í bönkum voru seldir, hefðu leitt til mun lakari niðurstöðu. (Bindi lagað)
 
B. Einnig kom fram hjá þeim að aðferðin sem notuð var hér væri sambærileg við þá sem menn notuðu í sölu á hlut ríkisins í bönkum erlendis. (Bindi lagað aftur)
 
 
Rökvillan er þá þessi: Aðferðin er sögð góð af því að hún skilar betri niðurstöðu en annarsstaðar, en annarsstaðar er notuð sama aðferð. (Er ekki slaufa bara betri?)

Bloggfærslur 28. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband