Vilhjálmur, Ragnar, Sólveig og kaupmátturinn.

Svo lengi sem ýmsir muna hafa dunið á verkalýðsforkólfum kröfur um að valda nú ekki höfrungahlaupi og verðbólgu með launakröfum sem ekki sé innistæða fyrir. 

Betra sé að semja um minni kjarabætur sem standist. 

Atvinnurekendur og ríkisvald sem hafa haft mjög uppi þennan málflutning hafa þó þegar á reyndi ekki getað staðið sjálf við sinn hluta af "allir verða að taka þátt" þjóðarsáttinni. 

 

Gott og vel.  Reyndar var allan tímann það lík í lest núverandi samningalotu að verðbólgan sem hefur herjað á okkur síðustu tvö ár eða svo, er ekki vegna óhóflegra launahækanna. 

Það eru eiginlega allar ástæður aðrar að verki.  En verðbólgan sú hefur rýrt almenn laun að raungildi og því snýst málið nú um að bæta launþegum upp LAUNALÆKKUN verðbólgunnar. 

Enda ekki sú kreppa í landinu að nauðsyn sé á að lækka almennt laun, þvert á móti. 

 

Þess vegna væri líklega best fyrir þau Viljhálm, Ragnar, Sólveigu og alla hina að krefjast raunlaunahækkunnar, að kaupmátturinn verði bættur um það sem verðbólgan hefur skert hann. 

Þar er ágætt að muna að verðbólga skerðir laun í prósentvís og því þarf að hækka þau í prósentvís á móti. 

Einföld krafa og skýr!

 

Aðrir verða svo að taka til hjá sér í framhaldinu en hætta að blaðra um höfrungahlaup sem ekkert er. Sérstaklega má þar benda á húsnæðisvandann sem er bein afleiðing af uppgangi ferðaþjónustu og þess gullgrafaraæðis sem henni hefur fylgt, sem og brjálæðislegu vaxtastigi. 

 

 


Bloggfærslur 26. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband