Stærsta vandamál þjóðarinnar ekki rætt.

í aðdraganda kosninga.

Varla að einu sinni sé minnst á það, ekki nema í samhengislausum brotum. 

Það hefur þó helst verið Kristrún Frosta sem hefur benta á þetta svo til stjórnlausa aðstreymi vinnuafls til landsins. 

Sigurður Ingi örmynntist á það í umræðuþætti formannanna áðann, í formi minna álags á húsnæðiskerfið af því að það virtist vera að draga úr aðstreymi verkafólks frá útlöndum. 

Svona eins og sé verið að ræða um kvikusöfnun í nágrenni Grindavíkur. Eitthvað sem við höfum enga stjórn á.   Nú eða fjárfestingar útlendinga í íslenskum bújörðum, þar sem ráðaleysi stjórnvalda þar með tali Sigurðar, er algert. 

 

Sigmundur Davíð ræðir þetta loðið og talar um "útlendingamál" en sveigir umræðuna alltaf yfir á hælisleitendamál.Enda næsti maður á lista í N-A ferðamálabóndi og sá þriðji verktaki (ef ég man rétt) 

Þórhildur Sunna er eitthvað að átta sig að því marki að hún sér þann rana af fílnum er ferðamannaiðnaðurinn er. 

 

En af því að vandamálið er ekki rætt þá verður heldur aldrei fundin nein lausn. 

 

Það ættu að vera heitar umræður í gangi um gagn eða ógagn EES samningsins.

Hvort við höfum fengið það sem við ætluðum út úr honum. 

Hvort ásættanleg sé þessi útsala á landsins gæðum.

Óviðráðanlegar starfsmannaleigur og mannsal. 

Innflutningur á glæpagengjum í krafti frjálsa flæðisins er samningurinn býður upp á. 

Einhverra hluta vegna virðist henta betur að segja glæpagengin koma úr röðum hælisleitenda (sjálfsagt fljóta einhver ómenni þar með líka) en að viðurkenna að þau eru að nýta sér opnu landamærin sem EES samningurinn býður upp á. 

Hvað er að gerast á Spáni eða Tene og víðar þar sem fólk er að mótmæla húsnæðisskorti innfæddra vegna uppkaupa ferðamanna?  Eru einhverjar lausnir sem við getum nýtt okkur?

 

Nei þetta er ekki rætt, áfram byggð hús eins og enginn sé morgunndagurinn og að aukið framboð leysi allt,  en engin viðleitni að stjórna eftirspurninni.

 

Tja nema hjá grey seðlabankastjóranum sem setur aukaskatt á alla í formi hávaxta til að kæla efnahagskerfið svo dragi úr aðstreymi verkafólksins. 

 

Ekki er von á góðu!

 

 


Bloggfærslur 1. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband