20.4.2024 | 20:09
Er ástandið á Kanarí endurspeglun á stöðunni á Íslandi?
Mögulega.
Þar er ferðamennskan að kaffæra allt annað og veldur svipuðum ruðningsáhrifum og eru í gangi hér.
Hér höfum við að auki miklar fjárfestingar einstaklinga, t.d. í fiskeldi og öðrum stórgróðafyrirtækjum.
Nálega allir pólitíkusar og nú síðast Kristrún Frosta líka (sbr. spurningu í síðasta pistli), tala fyrir auknum fjárfestingum t.d. í virkjunum.
Til hvers að fjárfesta ef við þurfum að flytja allt vinnuaflið að, höfum ekki pláss fyrir það og gróðinn virðist ekki rata til samfélagslegra verkefna svona rétt eins og á Kanarí?
Svo pönkast Seðlabankinn á almenningi með vaxtaokri sem eykur vandann en hefur lítil áhrif á Norska auðjöfra nú eða Íslenska sem ýmist moða úr erlendum lánum eða síbatnandi eiginfjárstöðu enda vextirnir að stuðla að stórfeldum eignabruna frá almenningi til auðfélaga.
Burt séð frá afstöðu manna til náttúruverndar þá er glapræði að virkja meir að sinni, þó einungs sé útfrá þensluáhrifum.
Stöku menn boða aðahald rikisins en vilja um leið sem mestar fjárfestingar einkaaðila.
Þetta er svona eins og ef okkar blandaða hagkerfi væri bátur sem berst að brimóttri strönd, þá eru einkaaðilar að róa á fullu áfram á annað borð en ríkið skal róa afturábak á hitt.
Er nema von að við snúumst í vonlausa hringi og reki brátt í strand?
https://www.visir.is/g/20242559769d/tugir-thusunda-motmaeltu-fjolda-ferdamanna-a-kanarieyjum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)