28.2.2019 | 13:11
Versalir og Svavar Gests
Aðal samningamaður okkar Íslendinga í Icesave 1 nennti nú bara ekki að möndla við viðsemjendur sína lengur, að eigin sögn. A.m.k. var "þessi lausn" þ.e. samningurinn alfarið hans megin frá. Kannaðist greinilega ekki við neina kúgun og þrýstingur í lágmarki.
Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að hafa þetta hangandi yfir mér, segir Svavar og hlær. Hann segir að ekki hafi verið neinn þrýstingur á að ljúka málinu á þessum tímapunkti. Eftir fundinn í Kaupmannahöfn [um miðjan apríl innsk.blm] vorum við eiginlega tilbúin með þessa lausn. Síðan tók langan tíma að útskýra þetta fyrir þeim [Bretum og Hollendingum].
Ætli við Íslendingar höfum nokkurntíman haft samningamann eins úti að aka og Svavar í þessu máli, að ógleymdu pólitíska baklandinu?
https://eyjan.dv.is/eyjan/2009/06/08/nennti-svavar-ekki-lengur/
Icesave var á máli Versala-samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Bjarni Gunnlaugur - sem og aðrir gestir, þínir !
Þér að segja: Skeiðamaður vísi.
Allt - frá utankomu Svavars Gestssonar, frá námi hans í Austur- Þýzkalandi (1967 - 1968), hefur hann verið einn liðléttinga Engeyinganna (eins skæðasta hluta íslenzku Mafíunnar), svo ekki skyldum við láta okkur koma á óvart, á nokkurn handa máta:: vinnubrögð þessa manns, Bjarni Gunnlaugur, en sem kunnugt er, eru þeir lagsmenn báðir: Steingrímur J. Sigfússon sem og Svavar mjög svo handgengnir Garðabæingunum, og liði þeirra.
Hún er víða: hin seigfljótandi rotnun, íslenzka samfélagsins, Bjarni minn.
Með - hinum beztu Eyrbekkinga kveðjum, úr utanverðu Ölfusinu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.3.2019 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.