Að hægt sé að taka veð í leiguvélum WOW

virðist fljótt á litið vera þúfan sem velti hlassinu að lokum. Eigendur vélanna þorðu ekki að senda þær til Íslands.

 

Einkennileg regla vissulega en líklega vegur á móti undanlátsemin vegna lendingargjaldanna sem hefðu nú líklega sett félagið í þrot fyrr ef gengið hefði verið eftir þeim, svona svipað og hjá öðrum flugfélögum. 

Það hefði líklega verið einfaldasta og skilvirkasta aðstoð ríkisins við WOW Air að gefa skýrt og skorinort út þá tilkynningu að leiguvélar þess yrðu ekki teknar upp í skuldir WOW Air við ríkið. Síðan hefði mátt semja um að greiða niður lendingargjöldin. Nú þarf að greiða 1000 manns 270þúsund á mánuði eða sem nemur lendingargjalda skuldinni á rúmu hálfu ári. 

Eftir stendur áhugaverð spurning, var þessi feikna innspýting ferðamanna sem lággjaldaflugfélagið kom með til landsins til þess að bæta hag Íslendinga umtalsvert?

Var tap Skúla hagur þjóðarinnar?

 

Hækkun gengisins og þar með snaraukin neysla þjóðarinnar er a.m.k. fyrst og fremst rakin til ferðamannastraumsins og þá miklu nær (ef svarið við spurningunni er já) að þakka Skúla slíkt en að kenna honum verðbólguskot þegar pendúllinn snýr svona til baka. 

 

(Hitt er svo annað mál að gengið átti aldrei að fara svona upp þrátt fyrir ferðamannastrauminn. Þá hefði arðurinn komið fram í fleiri krónum en ekki verðmætari krónum)


mbl.is Þúsundir farþega bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband