Seðlabankastjóri settur í bóndabeygu verkalýðshreyfingar.

Sjálfur gaf hann þau skilaboð inn í kjarasamningana að ef þeir yrðu honum ekki að skapi þá kynni hann að hækka vexti. 

 

Fyrir nú utan það hve vaxtastefna Seðlabankans hefur verið út úr korti frá Hruni þá var þessi yfirlýsing Seðlabankastjóra vanhugsuð. 

 

Nú fær hann búmmerangið aftur í höfuðið þar sem samningsaðilar skilyrða hófsemi í kjarasamningum við hófsemi í vaxtaákvörðunum. 

 

Hitt er annað að vaxtarugl seðlabanka er enn eitt dæmið um hversu vafasamt getur verið að útvista valdi kjörinna fulltrúa til misviturra og þrásætinna embættismanna. 

 

Vera Má þó að ef á annað borð er verið að gera Seðlabanka ábyrgann fyrir efnahagslegum stöðugleika þá þurfi hann að hafa einhver fleiri tæki í sínu vopnabúri en það eitt að hækka vexti í tíma og ótíma. En slíkt er auðvitað gagnslaust ef þau eru ekki notuð.  

 

Það er vel hægt að hemja verðbólgu með öðrum aðferðum en að hækka vexti t.d. að draga úr framboði fjármagns með aukinni bindiskyldu (sú aðferð er í vopnabúri S.B.)  og ekki síður það sem þurfti að gera síðustu árin að prenta fleiri krónur til að gengið færi ekki upp vegna aukinnar eftirspurnar eftir útsýni hér á landi.  Ég veit ekki betur en slíkt sé líka í vopnabúri bankans. 

Dollarana eða evrurnar sem keyptar yrðu fyrir þær nýkrónur ættu svo að nýtast ríkissjóði t.d. til að kaupa almennilegt malbik og vélar til að leggja almennilega vegi, svona til að byrja með og hlúa að ferðamannastöðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband