Deja Wow

Ólíklegt að almennir hluthafar fái nokkuð fyrir bréf sín.

Skúli Mogensen tapar sem eigandi mikils hlutar í félaginu.

Skúli Mogensen segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði "Ég er hinsvegar þannig gerður að ég lít ekki á þetta sem endi" segir Skúli.

Hvað fór úrskeiðis? "....Við getum verið mjög ánægðir með margt......ef litið er um öxl má segja að helsti galli en jafnframt kostur ....... var hversu stórhuga við vorum" Segir Skúli Mogensen.

Hér er reyndar ekki verið að tala um WOW Air heldur OZ fyrir 16 árum.

 

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251346&pageId=3468302&lang=is&q=OZ+OZ&fbclid=IwAR2UilWR4dbiJRR9LL-ofFsqrmNam4iyHMazSugkiVJUNtaSFkVYVEW1zxE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Hvernig væri það, að stjórnmálamennirnir okkar segðu þjóðinni einu sinni sannleikann, svona til tilbreytingar.
Fólkið sér og skynjar að hér er ekki allt með felldu. 

Júlíus Valsson, 9.4.2019 kl. 09:59

2 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Takk fyrir innlitið þó seint sé.

Nú ætla ég ekki að fullyrða neitt um Skúla Mó en bendi bara á þessa einkennilegu endurtekningu. 

Ég er ekki frá því að þjóðfélagið hafi grætt meira á Skúla en tapað. 

Öðru máli gildir um fjárfesta, seint myndi ég trúa honum fyrir aurnum ef ég ætti.

Hvað varðar stjórnmálamenn og sannleikann þá virðast þetta vera fremur einhverskonar andheiti nú orðið. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 11.4.2019 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband