8.5.2019 | 23:35
Bankarnir blóðmjólka almenning
Samt er arðsemin svo lág að þeir gætu bersýnilega ekki rekið sig á lánum með þeim kjörum er þeir bjóða.
Er ekki einhver að reikna eitthvað skakkt einhversstaðar?
https://www.ruv.is/frett/segir-ardsemi-bankanna-ekki-vidunandi
Athugasemdir
Bara að benda þér á að að aðalvelta bankana kemur inn vegna lána til fyrirtækja. Enda ef þú hugsar það þá eru lán til einstaklinga til 25 til 40 ára og tryggja bönkum í raun ekkert svaklalegar nema á löngum tíma. En fyrirtæki og fjárfestar taka lán til skemmri tíma óverðtrygt með hærri vöxtum og hagnaður af lánum skilar sér mun fyrr til baka. Og þessvegna eru svona má eins og WOW hrunið og fleira sem veldur því að bankar tapa milljörðum án þess að fyrirtækin séu neitt búin að borga af þessum lánum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 9.5.2019 kl. 00:40
Sæll Bjarni Gunnlaugur, þú ert reyndar að vitna í viðtal við viðundur, hann gaf út bókina "Why Iceland" strax eftir bankahrunið. Hann skilur hvorki upp né niður í neinu enn þann dag í dag.
Til að bæta við ábendinguna hjá nafna þá er allt löðrandi í svona WOW ævintýrum, Arion banki kom sér upp sínu Primera United Silicon, Íslandsbanki gældi við Fáfnir Offshore sem lét byggja tvö stærstu skip Íslandssögunnar hvert á eftir öðru til olíuleitar á Drekanaum. En eftir að sýslumaðurinn á Svalbarða hætti að leigja skipið sem náðist að klára hefur ekkert heyrst eða sést til Fáfnis.
Þessum þjóðþrifa fjárfestingum var fyrst og fremst komið á fyrir vildarvini og bónusa. Bankarnir notuðu reyndar í leiðinni aðgengi sitt að lífeyrissjóðum sem þeir hafa í vörslu fyrir launamenn þannig að það þurfti engum að koma á óvart þegar ein aðal kjarabótin fyrir þá lægst launuðu í næst síðustu samningum voru aukin framlög í lífeyrissjóði.
Nei ég held að blessaður hagfræði dósentinn ætti að einbeita sér að útgáfu "Why Iceland II" frekar en að velta vöngum yfir afkomu bankanna á 1. ársfjórðungi.
Magnús Sigurðsson, 9.5.2019 kl. 06:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.