17.5.2019 | 14:10
Af orkupakki
Gamlir höfðingjar að yfirgefa Sjálfstæðisflokkin vegna orkupakkamálsins og fylgið að minka.
Hugsanlega endar flokkurinn í einhverju þriggja prósenta fylgi örfárra sérvitringa og furðufugla innan um lobbíista og almannatengla þeirra stórríku.
Þó ekki sé þetta hraustleikamerki á Sjálfstæðisflokknum þá er þetta heilbrigðismerki á sjálfstæðisfólki og sýnir að það hefur siðlega hugsun og neitar að fylgja foringjanum út í foraðið.
Öllu alvarlegra er ástandið hjá VG hvar þó áttu að vera eftir einhverjir markátakandi einstaklingar.
Þar heyrist ekki múkk þrátt fyrir að stórmarkaðsvæðing orkunnar standi fyrir dyrum.
Um hin flokksbrotin sem mjamta með þessari vitleysu er vart ástæða til að ræða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.