Er auðlindagjald nokkuð annað en skattur?

Eins má snúa spurningunni við, er skattur nokkuð annað en auðlindagjald?

 

Þjóð hefur venjulega virkt ríkisvald sem byggir á skatttöku af þegnum sínum og þeirra brasi. 

Í raun er engin leið að skilja að tekjuskatt útgerðarfyrirtækis og auðlindagjald. 

Hvoru tveggja er skattur aðeins með ólík nöfn. 

 

Í ljósi ófarasögu kommúnisma síðustu 100 ára eða svo þá er svona heldur farsælla að hafa eignarhald einstaklinga að meginreglu fremur en ríkisins.  

Á móti kemur að ríkið eins og áður segir hefur skatttekjur af einstaklinganna og fyrirtækja þeirra. 

 

Hvað varðar  t.d. Landsvirkjun þá erum við í þeirri stöðu að þjóðin á hana gullgæsina að tarna.   Í ljósi einkavæðingarsögu síðustu 15 ára eða svo þá liggur ekki á að einkavæða hana ef þá að þörf sé á slíku. En yrði hún einkavædd þá skiftir öllu máli að skatttekjurnar renni til ríkisins. 

Sjávarauðlindin er í eigu Íslendinga en ekki íslenska ríkisins.  Það eykur aðeins flækjustigið að láta útgerðarfyrirtæki greiða auðlindagjald til ríkisins, einfaldast er að þau greiði almenna skatta. 

 

Lýðskrumarar og poppúlistar aðlalega frá vinstri reyna að telja fólki trú um að nauðsynlegt sé að greiddur sé sérstakur auðlindaskattur. 

 

Ef á hinn bóginn mörgu af þessu fólki yrði að ósk sinni og landið gengi í ESB þá færi arðurinn af auðlindinni til þeirrar þjóðar hvar sjávarútvegsfyrirtæki væri gert út.

Í slíku tilfelli þyrfti að setja sérstakan nýtingarskatt á sjávarútveginn til að hamla slíku. 

Þannig er auðlindagjaldstal hin hliðin á ESB aðildapeningnum. 

Hvort að það gengi síðan eftir ef við gengjum endanlega í ESB að hér mætti setja sérstakt gjald á útgerðina hvar útlendingar fengju ekkert fyrir (lesist mismunun). 

Miðað við þróun ESB til miðjunnar er slíkt ótrúlegt. 

 

En það væri eftir öðru að berjast fyrir auðlindagjaldi sem væri óþarft af því við værum ekki í ESB rétt eins og að taka hér upp löggjöf um sameiginlegan orkumarkað sem ekki skifti máli af því við séum ekki tengd ESB. Nú eða að heimila fósturdráp löngu eftir 12 viku meðgöngu af því að enginn muni nýta sér það. 

 

Jú það má vissulega taka undir það að umhverfið er orðið nokkuð poppúlískt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðlindagjaldið er LEIGA fyrir afnot af auðlindinni og alls ekki SKATTUR.  Sjárauðlindin er EIGN þjóðarinnar og það af leiðandi verður útgerðin að greiða LEIGU fyrir afnotin af henni en svo má alltaf deila um hvað sé SANNGJARNT gjald.  Það er einnig mitt álit að það eigi að greiða LEIGUGJALD fyrir afnot af ÖLLUM auðlindum í eigu þjóðarinnar eins og t.d rafmagn og fleira....

Jóhann Elíasson, 19.5.2019 kl. 13:22

2 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Ég er sammála að það eigi að greiða leigugjald fyrir afnot af öllu auðlindum þjóðarinnar og þess vegna sætti ég mig við skatta. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 19.5.2019 kl. 13:46

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það var til nokkuð glúrinn skattur sem komið var fyrir kattarnef í kringum 1990 sem hét aðstöðugjald og var tekið af veltu fyrirtækja og gekk til þeirra sveitarfélaga þar sem fyrirtækið starfaði.

Ef einhver ætti að greiða sérstakt "auðlindagjald" þá mætti segja að það ættu helst að vera þeir sem ganga sjálfala á ríkisjötunni. Því rétt eins og þú bendir á þá á þjóðin auðlindirnar en ekki ríkið.

Magnús Sigurðsson, 19.5.2019 kl. 20:42

4 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Auðlindirnar eru víða og nýtast mönnum mis vel, rétt er það Magnús!

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 19.5.2019 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband