22.5.2019 | 19:35
Hvar eruð þið orkupakkaandstæðingar?
Hagsmunasamtök sem hafa lýst andstöðu við innleiðingu orkupakka 3 svo sem eins og ASÍ nú eða hagsmunaaðilar í grænmetisrækt, mættu alveg láta frá sér heyra og lýsa yfir mórölskum stuðningi við Miðflokkinn.
Látið ekki aðra þingmenn komast upp með að hleypa málinu í gegn í rolulegri þögn sinni!
Málþóf eru grábölvuð en að svo komnu er þá ekki bara réttast að fylgja dugnaði Miðflokksmanna eftir og rugga bátnum almennilega?
Þeir geta þetta ekki einir!
Hvar eruð þið, látið í ykkur heyra t.d. með auglýsingum í fjölmiðlum!
Áfram Miðflokkur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.