Af siðlausum sjóræningjum,rökstuddum grun og einhverju fleiru.

Ég ætlaði nú eiginlega ekki að nenna að skrifa þennan pistil, enda gerði ég það ekki. 

Hugleiðingarnar enduðu sem athugasemd við pistil eldpennanns Ómars Geirssonar hvar hann leiddi að því nokkrum líkum að píratar væru mögulega að ganga erinda erlendra afla í fylgispekt sinni við orkupakka 3.  Þannig skildi ég hann a.m.k. En ég skil hann nú ekki alltaf. 

Leti mín að skrifa pistilinn stafaði af lágmarksáhuga á Pírötum svona yfirleitt enda held ég að þeir eins og púkinn frægi, fitni bara af formælingunum. 

Annars er fróðlegt að skoða vef Alþingis hvar laun þingmanna eru útlistuð sem og fastar kostnaðargreiðslur og aðrar greiðslur. Sérstaklega er þetta fróðlegt í ljósi þarfar þeirra Björns Leví og Þóhildar Ævarsdóttur að tala illa í pontu Alþingis um Ásmund ökugarp Friðriksson.

Við skattgreiðendur erum jú að greiða fyrir uppihald þingmanna sem búa í Reykjavík eins og ferðakostnað annarra sem búa eitthvað frá. 

Vekja má athygli á samanlögðum uppihalds og ferðakostnaði tveggja þingmanna úr Suðurkjördæmi árið 2018.

Þetta eru Ásmundur Friðriksson og píratinn Smári Mccarthy.

Ásmundur kostar okkur í uppihald og akstur (fastar kostnaðargreiðslur og aðrar greiðslur)  4.855.373 krónur en félagi Þórhildar og Björns Leví, Smári, kostar okkur kr. 4.563.130 í sama. 

Bitamunur en ekki fjár, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að Smári býr steinsnar frá vinnustaðnum ólíkt Ásmundi. 

Annar skal þó kallaður þjófur af þeim Þórhildi og Birni en hinn ekki nefndur. 

Sjálf eru þau skötuhjú vel drjúg á skattpyngunni líka, enda sjálfsagt að reyna að bjarga heiminum (á okkar kostnað).

En að fiskur lægi undir steini hafði mér ekki dottið í hug (fyrr en ég las pistil Ómars). Var enda búinn að hálf gleyma tengingunni við glæpamanninn Sigga hakkara og njósnatölvuna í Alþingishúsinu. 

Það skyldi þó aldrei vera að þau væru ekki bara siðviltir dónar heldur eitthvað meira líka, eins og skv. þínum (þe. Ómars Geirssonar eldpenna að austan) athugasemdum gæti verið rökstuddur grunur um?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband