Skítug orka hrein orka orkuskipti og ríkisstjórn

Ríkisstjórninni er mjög í mun að við Íslendingar göngum fremstir meðal þjóða í notkun endurnýjanlegrar orku.

Það hlýtur þá mest að stafa af gleymsku eða athugunarleysi að ekki skuli nú þegar búið að setja þau lög í landið að ekki skuli önnur orka fara inn á dreifikerfið en svo kölluð hrein orka.

Vatnsafl vindur og jarðvarmi (sjávarföll og sól?). 

Blátt bann verði lagt hér við notkun raforku (í stórum stíl) framleiddri með t.d. kolum, gasi,olíu eða kjarnorku. 

Undantekningar ef raflínur bresta og grípa þarf til varaaflstöðva.

Þetta er eiginlega svo sjálfsagt að það hlýtur að vera hreint formsatriði fyrir t.d. umhverfisráðherra að renna þessu í gegnum þingið. 

 

Þar sem upprunavottorð þurfa orðið að fylgja þeirri orku sem seld er þá liggur það í hlutarins eðli að íslensk orkufyrirtæki verða að bera ábyrgð á að hafa slík vottorð fyrir framleiðslu sinni. 

Það getur nú ekki verið mikið mál eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er reyndar stórmál því það er búið að selja alla hreinu orkuna úr landi, það á bara eftir að leggja sæstrenginn svo hægt sé að flytja hana.

Það vill nefnilega þannig til að orkupakkarnir 1 og 2 voru ekki alveg út í bláinn sá þriðji geirneglir gjörninginn.

þetta lið tekur náttúrulega öllum Nígeríu svindlurum fram, en svona var bókhaldið 2017 og hefur væntanlega ekki skánað síðan. 

https://www.bbl.is/frettir/frettir/79-raforku-a-islandi-sogd-framleidd-med-kjarnorku-og-jardefnaeldsneyti/16962/

Magnús Sigurðsson, 18.6.2019 kl. 14:32

2 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Þannig að það gæti þá aðeins staðið í orkufyrirtækjunum þegar ríkisstjórnin stígur þetta sem hefði átt að vera eitt fyrsta skrefið til "orkuskiptanna"?  ;-) 

Hvergi kemur hráskinnaleikurinn og hræsnin í samtvinnungi orkupakka og umhverfis verndar betur fram en þarna!

Nígeríusvindlararnir yrðu líklega svartir af öfund að frétta þetta ef....já eða þannig!

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 18.6.2019 kl. 17:26

3 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Ég legg nú samt til að slík lög verði sett svo almenningi verði fullkomnlega ljós fyrringin í þessum samtvinnungi öllum  við regluverk ESB. 

En auðvitað yrði þetta það síðasta sem t.d. núverandi ríkisstjórn myndi gera enda myndi slíkt valda bráðum orkuskorti í landinu og leiða í ljós ansi marga fatalausa keisara!

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 18.6.2019 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband