Ríka fólkið og fjármagnstekjuskatturinn

Smávegis af eldhúskrókshagfræði!

Þegar vextir eru hækkaðir þá er líklegra að þeir sem eigi peninga velji fremur að setja þá á vexti í banka (nú eða kaupa skuldabréf) fremur en að veita þeim út í atvinnulífið. T.d. að fjárfesta í steinsteypu. 

Þannig er því markmiði náð að nota vexti til að slá á þenslu. 

Ef á hinn bóginn að fjármagnstekjuskattur er hækkaður á vaxtatekjur þá dregur það úr hagkvæmni þess fyrir "ríka kallinn" að leggja peningunum sínum við bankabryggjuna. 

Þá verður að hækka vexti enn meir en annars hefði þurft til að þeir haldi áfram að slá á þensluna og draga úr verðbólgu. 

Niðurstaðan verður sú að hækkun fjármagnstekjuskatts veldur hækkun vaxta. 

 

Ef stjórnvöld sjá í hyllingum að hækka fjármagnstekjuskatt t.d. til að greiða niður vexti þá er þarmeð búið að útbúa kassíska aparólu þar sem allt bítur í skottið á sjálfu sér og allt verður áfram jafn andskoti dýrt og áður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband