14.11.2022 | 17:55
Verða að skila rakettunum (kannski)
Samkvæmt mjög vel ígrundaðri og yfirfarinni skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka þá tókst þar alveg frábærlega vel til nema þar sem ekki tókst nógu vel til. En það var engum að kenna.
Það að fjármálaráðherra skyldi lenda í því að faðir hans fengi einn örfárra að kaupa á afsláttarprís var áreiðanlega ekki syninum að kenna enda var armslengdin slík að eiginlega kom fjármálaráðherrann hvergi nærri sölunni sem hann þó sá um að yrði framkvæmd.
Ef eitthvað mistókst í þessu ferli öllu þá var það hugsanlega og þó bara kannski, bankasýslunni að kenna án þess að í skýrsluni sé nú verið að benda á einhverja blóraböggla.
Það er þó talið vissara að hún skili aftur rakettunum sem hún fékk í uppbót fyrir vel unnin störf.
Helst fyrir áramót.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.