31.1.2023 | 09:51
Efling lögsótt fyrir að fara ekki í verkfall
Ef marka má Halldór Benjamín og nokkra fleiri þá virðist það mestur glæpur Sólveigar og Eflingar nú um stundir að fara ekki í alsherjarverkfall fremur en takmara sig við einstakar starfsgreinar.
Gott ef félag atvinnurekenda ætlar ekki bara að fara í málsókn vegna þess.
Þar með er félag atvinnurekenda í þeirri einstöku stöðu að lögsækja verkalýðsfélag fyrir að fara ekki í verkfall!
Sjálfir pikkuðu þeir reyndar út einn og einn viðsemjanda í einu.
Hvað um það, í öðru orðinu "grætur" Halldór hve verkföll eru slæm í hinu kvartar hann yfir að ekki skuli fleiri fara í verkfall.
Má biðja um aðeins meira samræmi í málflutninginn?
Athugasemdir
Halldór talar svo illilega tungum tveim að oft er erfitt að átta sig á hvað hann erað fara.
Í Bítinu á Bylgjunni fjargviðraðist hann út í að verkfall Eflingar beindist að einum aðila og sagði samtök atvinnurekenda ætla að lögsækja Eflingu fyrir verkfallsboðunina. Semsagt lögsókn fyrir að fara ekki í víðtækara verkfall
Daginn eftir heitir það að lögsóknin skuli snúast um að Efling ætli í verkfall áður en lausn er komin í vandræði ríkissáttasemjara.
Fyrirsagnir byggðar á orðum Halldórs Benjamíns halda semsagt ekki lengi vatni!
https://www.visir.is/k/2d2b65fd-4794-464b-b92e-58836f820f15-1675152711147
Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.2.2023 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.