23.2.2023 | 14:10
90% fyrirtækja stjórnað af vitleysingum?
Það hefur svona almennt verið talið heppilegast að meiri hluti fyrirtækja séu í einkaeigu.
Nú hefur meiri hluti fyrirtækja á Íslandi a.m.k. í S.A. ákveðið að skikka fjölda starfsmanna sinna í verkfall. (Meiri hluti mældur í samanlagðri stærð eða eitthvað í þá veru)
Sumir telja að þar sé verið að kalla á ríkisafskipti.
Eru stjórnendur þessara fyrirtæka virkilega það skársta sem fékst?
Hvernig lenti þetta fólk hjá fyrirtækjunum eða fyrirtækin hjá þessu fólki?
Eftir alsherjar hrun viðskiptalífsins var fyrirtækjum a.m.k. þeim stærstu endurúthlutað eftir óljósum reglum en væntanlega undir því leiðarljósi að þau stæðu sig betur sem einkafyrirtæki en í ríkiseigu.
Hvað klikkaði!
Í covid gaf ríkið vel á garðan til margra fyrirtækja sem tóku jú flest fegins hendi á móti.
Það er jú hlýtt undir pilsfaldinum.
Einhverjum gæti dottið í hug að þá væri bara best að ríkið gengi alla leið og tæki við stjórn þessara fyrirtækja. Alla vega ef að svona fólk á að stjórna þeim.
Í dag frekar en að borga lægst launaða fólkinu laun sem hægt er að lifa af þá leggjast þessi fyrirtæki í óútskýranlegan hefndarleiðangur gegn láglaunafólki, almenningi í landinu og ekki síst sjálfum sér.
Í ónefndri sveit á Suðurlandi bjuggu tveir bræður saman með kýr. Þeim sinnaðist og þá setti annar þeirra fjósastígvélin í mjólkurtankinn til að eyðileggja mjólkina og hefna sín á hinum.
Þeir hafa greinilega verið eitthvað á undan sínum samtíma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.