Góðmennska alþingismanna

Það er ekki á þá logið með góðmennskuna á alþingi, sérstaklega og reyndar alltaf, án undantekninga þegar aðrir eiga að borga brúsann.
 
Nú skal sótt að kjörum bænda með ódýrum innflutningi kjúklinga frá Úkraínu. Allt til að hjálpa Úkraínumönnum að sjálfsögðu.
 
Um það hvort téðir kjúklingar eru í lífi og dauða látnir fylgja þeim ströngu kröfum um aðbúnað og gæði, sem hér gilda er ekki látið fylgja sögunni. En auðvitað er ekki svo!
 
Jarma svo hver upp í annars eyra í vitleysunni:  heyr, heyr!
 
Meðallaun í Úkraínu eru um 66.000 krónur á mánuði. Við ættum skv. þessari hugmyndafræði, að sjálfsögðu að bjóða hingað Úkraínskum vinnuleigum með starfsfólk á þessum launum, gerum það trúlega nú þegar. Skítt með áhrifin á laun íslenskra launþega, nú eða áhrifin af enn meiri húsnæðisskorti.
 
Úkraínskir ráðherrar fá um 560.000 krónur í laun á mánuði á meðan starfsbræður þeirra hér á landi fá 2.231.000 á mánuði (júlí 2022).
Litlu minna en þýskir ráðherrar og talsvert meira en franskir sem fá 1.514.000.
 
(Meðal launahækkun var 41% á árunum 2016 til 2022 en hjá þingmönnunum okkar hækkuðu þau á sama tíma um 89%.
Ef þeir hefðu nú "einungis" hækkað til jafns við meðallaun þá væru þeir samt með talsvert hærri mánaðarlaun en franskir þingmenn og ráðherrar. En það er nú önnur saga.)
 
Þarna munar rúmlega 1.500.000 sem íslenskir ráðherrar fá meira en úkraínskir. Sjálfsagt að nota tækifærið þegar renna á í gegnum þingið sérstökum lögum um launahækkun þingmanna að ráðstafa þessum mismun til Úkraínu, við verðum jú að hjálpa, heyr, heyr!
 
Svo mætti spara hér í berklavörnum og almennri heilsugæslu til að falla niður í úkraínska standardinn á þeim málum og nota það sem sparast til að senda nokkrar rakettur til Úkraínu. Heyr, heyr!
 
Hér er að sjálfsögðu talað í háði, en svo ég segi það bara hreint út, það er ekki eingöngu Seðlabankastjóri sem hefur sýnt sig að vera kjáni sem er ekki starfi sínu vaxinn. Stór hluti þingmanna eru það líka.
 
Það læðist að manni sá grunur að þetta séu barasta:
 
VITLEYSINGAR!
 
Heyr, heyr!
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vitleysingarnir við Austurvöll hljóta að taka það til skoðunar þegar þeir koma saman í haust, að bæta íbúum Úkraínu launamuninn á milli landanna. En ég myndi ekki þora að veðja á það að þeir geri það úr eigin vasa.

Magnús Sigurðsson, 9.6.2023 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband