Einleikur á ráðherrastól

Vér kjósendur höfum svo kallað gullfiskaminni og þar að auki valkvætt.
Munum fátt og enn síður sumt en annað.
 
Mér datt í hug að gúgla aðeins hverjir hefðu gagnrýnt vinnubrögð Jóns Gunnarssonar að leyfa notkun rafbyssa hjá lögreglunni.
 
Sú sem kom fyrst upp var að sjálfsögðu Svandís Svavarsdóttir sem var verulega ósátt við ákvörðun Jóns og að hún skyldi ekki vera rædd í ríkisstjórn áður en hún var kynnt opinberlega.
 
Eins gagnrýndi Svandís hvernig málið var unnið. Væntanlega þá að kynna það ekki betur fyrir ríkisstjórn áður en ákvörðun var tekin. A.m.k. tók Katrín Jakobs floksssystir hennar af allan vafa um þá skoðun en hún var ósátt við Jón að kynna ákvörðunina ekki fyrir ríkisstjórn áður en hann skrifaði undir reglugerð um að heimila notkun rafbyssa.
 
Þetta var í fréttum núna í febrúar, sem er auðvitað afar langur tími, sérstaklega í pólitík.
 
Núna einhverjum fjórum mánuðum seinna tekur Svandís einhliða ávörðun um að stöðva hvalveiðar. (Kallar það þó eitthvað annað)
 
Svandís kynnti svo veiðibannið á fundi hjá ríkisstjórn daginn eftir að þaö var sett: "En eins og ég segi, þá var þetta ekki til ákvörðunar í ríkisstjórn, heldur til upplýsinga, enda lá ákvörðunin fyrir,“ segir matvælaráðherra." Hljómar nú ekki beint eins og að "ræða ákvörðunina áður en hún er kynnt opinberlega"
 
Í millitíðninni þ.e. milli einhliða ákvörðunar Jóns ráðherra um rafbyssurnar og einhliða ákvörðunar Svandísar um hvalveiðarnar, tók Þ.K.R. Gylfadóttir einhliða ákvörðun um að Ísland eitt norðurlanda sliti í raun stjórnmálasambandi við Rússland. Þó hún kalli það eitthvað annað.
 
Fátt kemur  upp í gúgli um afstöðu Svandísar og Katrínar til þess einleiks.
 
Hvaða skoðun ég eða aðrir hafa á því að veiða sakamenn eða hvali með rafskutlum, nú eða hvaða mann Pútín hefur að geyma, kemur þessu máli ekki við. Hér er verið að velta upp missögnum ráðamanna sjálfra um afstöðu þeirra til lýðræðislegrar ákvarðanatöku og meðhöndlunar á valdi.
 
 
ps. Jón Gunnarsson, Þ.K.R.G. og Svandís Svavars nota öll "Ég get ég má ég ræð" rökin, en Bjarni Ben fer hina leiðina varðandi Íslandsbankasöluna, "ég gat ekki að gert, réði engu, er eignilega bara fórnarlamb aðstæðna!"
 
Hafði hann þó að allra samþykki, yfir umsjón með sölunni!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband