Lilja Alfreðs úti að aka

Nú skal enn einu sinni ausa fé úr ríkissjóði til að styðja þá sem mest græða. 

100 milljónir vill Lilja Alfreðs setja í kynningu á Íslandi sem áfangastað vegna þess að hér sé farið að fækka ferðamönnum. 

Á sama tíma segja talsmenn hjálparstofnanna að neyðin hafi aldrei verið meiri. 

 

Hvert skyldi nú samhengið vera?

 

Jú ferðaþjónustan skapar vissulega mikin auð og skattalegt fótspor jafnvel talið allt að 145 milljarðar.  En um leið veldur hún alvarlegum hliðaráhrifum á kjör fólks sem kemur sérstaklega illa niður á þeim verr stæðu. 

Fólki í landinu hefur fjölgað um 100 þúsund á rúmum áratug, einkum vegna mikils innfluttnings fólks til starfa við ferðaþjónustu og tilheyrandi uppbyggingu. Þetta hefur valdið alvarlegri húsnæðiskreppu og verðbólgu í kjölfarið. 

Viðbrögð stjórnvalda hafa verið mest í þá átt að auka vandann sbr. aðgerðir seðlabanka (sem vinnur eða ætti að vinna í ábyrgð stjórnvalda) en honum hefur tekist að stöðva næstum framboð á húsnæði í viðleitni sinni að hemja eftirspurnina. Í leiðinni að fóðra hér verðbólgu sem vel að merkja stafar ekki af launahækkunum, hvað sem verður. 

 

Ef þessu liði sem hér þykist stýra málum tekst ekki að vinna að einhverju viti með neikvæðar hliðarverkanir ferðamannasprengjunnar heldur halda áfram að ausa fjármunum þangað sem þeir eru fyrir, þá er hitt mun skárri kostur að draga hér rösklega úr komu ferðamanna. 

Miklu betra væri að setja þessar 100 milljónir og þó margfalt meira væri í að létta kjör aldraðra og öryrkja.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband