13.4.2024 | 16:22
Þensla,ríkisfjármál og verðbólga.
Allir segjast þeir ætla að berjast við verðbólguna, stjórnmálamennirnir okkar.
Enginn veit þó hvernig, nema jú það eigi að draga úr ríkisútgjöldum.
Sem þó er ekki gert.
En orsök verðbólgunnar er þenslan.
Til að nýta öll dámsamlegu fjárfestingatækifærin þá er hér flutt inn fólk í tugþúsundatali sem veldur húsnæðiseklu sem veldur verðbólgu.
Samt ætla allir þessir frábæru pólitíkusar sem vilja draga úr verðbólgu, að auka í í fjárfestingum. T.d.að virkja eins og hægt er. Við þurfum jú svo mikið að bjarga heiminum með því að aka um á rafmagnsbílum.
Hver græðir svo á öllum þessum fjárfestingum sem eru í gangi eða eiga að fara í gang?
Varla ríkið sem virðist lepja dauðan úr skel og ekki geta rekið heilbrigðiskerfið almennilega eða sinnt öðrum verkefnun svo vel sé, hvað þá þegar verður farið að skera niður eins og þeir segja að þurfi að gera?
Ekki góður hluti þjóðarinnar, ungt fólk,margir eldriborgarar,flestir öryrkjar og svona almennt tekjuminni hluti þjóðarinnar. Þetta fólk hefur það með versta móti vegna húsnæðisverðsins og vaxtaokursins.
Ef gróðinn ratar ekki til almennings nema síður sé, er þá ekki verr af stað farið en heima setið með allar fjárfestingarnar?
Er ekki bara rétt að setja öll delluverkin á "hold" já og mest af þessum frábæru fjárfestingum sem þarf allt til frá útlöndum og ekki síst vinnuaflið, til að framkvæma?
Nú þarf pólitíkusa með raunverulega yfirsýn og skilning á hvar hvenær og hvernig þurfi og skuli hemja gróðaöflin þegar þau eru farin að skaða meir en skapa.
Ætli Kristrún átti sig á þessu?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.