Hrunflokkarnir kvaddir

Nú gafst hún upp gamla merin og drapst endanlega undan klyfjunum.

Ríkisstjórnin loks fallin!

 

Þrír af fjórflokknum gamla, eru nú við það að geispa endanlega golunni. 

 

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur búnir að sanna endanlega að þeir lærðu ekkert af hruninu og búnir að koma á sama munstrinu gagnvart almenningi í húsnæðismálum og eftir Hrun. 

Olígarkaflokkar án tilgangs. 

 

V.G. búnir að sanna endanlega algjört tilgangsleysi sitt í Íslenskri pólitík og reyndar skaðsemi.   

Það verður verkefni framtíðarsagnfræðinga að finna út hvort Svandís Svavars er verri andstæðingum sínum eða samherjum í pólitík.  

 

Samfylking reis aftur úr öskustó, vonandi búin að læra af mistökum og í það minnsta búin að setja ESB umsóknarkredduna til hliðar, þó sú hin sama kreddi lifi enn allt of góðu lífi í þeim anga Sjálfstæðisflokksins er Viðreisn kallast. 

 

Auðvitað fer eitthvað af þessu gamla víni á nýja belgi en vonandi förum við að sjá nýja tíma þar sem fólk (og þá Íslendingar) verður sett í fyrirrúm og lítil og meðalstór fyrirtæki fá andrými en ólígarkar stórfyrirtækja og banka settir í tilheyrandi aðhald. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband