Innflutningsfyrirtæki kærir Samkeppniseftirlitið

Alþingi er dæmt sekt en er þó ekki aðili máls og því ekki leitað upplýsinga hjá því. 

Sökin felst svo ekki í aðalatriði málsins  þ.e. að gera búvörulög óháð samkeppnislögum, heldur í lagatæknilegu atriði varðandi hvernig málið var meðhöndlað í umræðum á Alþingi!

 

Algjör sápuópera og íslenskt réttarkerfi í hnotskurn.

 

Fylgist með næsta þætti þegar Landsdómur snýr dómnum við út af ??????????

 

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-18-ovissa-med-sameiningar-kjotafurdastodva-eftir-dom-heradsdoms-427820

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fjöldi dóma hafa verið kveðnir upp þar sem er leyst úr því hvort lög frá Alþingi standist stjórnarskrá og í engu þeirra hefur Alþingi verið aðili máls. Allar upplýsingar sem þurfti frá Alþingi til að leggja dóm á þetta tiltekna mál lágu fyrir í þingskjölum á vef Alþingis. Réttarkerfið brást ekki í þessu máli heldur meðferð málsins á Alþingi. Það má vissulega kalla það lagatæknilegt atriði en það er einmitt hlutverk dómstóla að skera úr um það hvort að lög hafi verið sett með réttum hætti. Annað svipað dæmi er til þar sem gleymdist að fá undirskrift Forseta á lög og þá töldust þau ekki hafa öðlast gildi, jafnvel þó þau hefðu fengið löglega meðferð og samþykki Alþingis. Þetta er því alls ekki í fyrsta skipti sem tæknilegur ágalli verður til þess að lög eru dæmd ómerk.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2024 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband