19.11.2024 | 11:29
Innflutningsfyrirtæki kærir Samkeppniseftirlitið
Alþingi er dæmt sekt en er þó ekki aðili máls og því ekki leitað upplýsinga hjá því.
Sökin felst svo ekki í aðalatriði málsins þ.e. að gera búvörulög óháð samkeppnislögum, heldur í lagatæknilegu atriði varðandi hvernig málið var meðhöndlað í umræðum á Alþingi!
Algjör sápuópera og íslenskt réttarkerfi í hnotskurn.
Fylgist með næsta þætti þegar Landsdómur snýr dómnum við út af ??????????
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-18-ovissa-med-sameiningar-kjotafurdastodva-eftir-dom-heradsdoms-427820
Athugasemdir
Fjöldi dóma hafa verið kveðnir upp þar sem er leyst úr því hvort lög frá Alþingi standist stjórnarskrá og í engu þeirra hefur Alþingi verið aðili máls. Allar upplýsingar sem þurfti frá Alþingi til að leggja dóm á þetta tiltekna mál lágu fyrir í þingskjölum á vef Alþingis. Réttarkerfið brást ekki í þessu máli heldur meðferð málsins á Alþingi. Það má vissulega kalla það lagatæknilegt atriði en það er einmitt hlutverk dómstóla að skera úr um það hvort að lög hafi verið sett með réttum hætti. Annað svipað dæmi er til þar sem gleymdist að fá undirskrift Forseta á lög og þá töldust þau ekki hafa öðlast gildi, jafnvel þó þau hefðu fengið löglega meðferð og samþykki Alþingis. Þetta er því alls ekki í fyrsta skipti sem tæknilegur ágalli verður til þess að lög eru dæmd ómerk.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2024 kl. 00:21
Niðurstaða dómsins er væntanlega sú að samkeppniseftirlitið telst í sök vera, að hundsa ekki lög frá Alþingi af því aö lögin voru ekki rétt sett!!!!!
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 21.11.2024 kl. 17:32
Þetta var ekki sakamál og því engin "sök" sem slík. Það er ekki á valdsviði Samkeppniseftirlitsins að skera úr um hvort lög standist stjórnarskrá. Stofnunin átti því engra kost völ nema fylgja lögunum jafnvel þó kominn væri upp vafi um hvort þau stæðust stjórnarskrá. Aðeins dómstólar geta skorið úr um hvort lög standist stjórnarskrá og þess vegna varð að láta reyna á það fyrir dómstólum eins og var gert í málinu. Niðurstaða dómsins var svohljóðandi:
Felld er úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 26. júlí 2024, með tilvísunarnúmer 2407007, þar sem synjað var kröfu stefnanda um íhlutun.
Sú niðurstaða var einmitt studd þeim rökum að lögin sem Samkeppniseftirlitið fór eftir stæðust ekki stjórnarskrá og væru því að vettugi virðandi.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2024 kl. 17:46
"Felld er úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 26. júlí 2024, með tilvísunarnúmer 2407007, þar sem synjað var kröfu stefnanda um íhlutun."
Á mannamáli þýðir þetta að dómari við Héraðsdóm segir Samkeppniseftirlitinu að það skuli víst hjóla í samruna fyrirtækja á kjötmarkaði, þrátt fyrir að lög heimili ekki slíkt, af því að lögin séu vitlaus.
Maður stóð í þeirri trú að það ætti að fara eftir lögum í þessu landi, ef lögin þykja slæm þá þarf fyrst að breyta þeim.
Svandís Svavars og þær stöllur í VG virtust halda að ekki þyrfti í hvalveiðimálum,
að fara eftir "vitlausum" lögum en það virðist þó mjög almennur skilningur ríkjandi að það sé rangt hjá þeim.
Þetta sýnist mér algjör skrípadómur og ekki að vettugi virðandi!
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 21.11.2024 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.