Hvar er Miðflokkurinn?

Nú þegar ríður á að hér komi öflugur þjóðsinnaður miðjuflokkur þar sem tekið er til varna gegn óæskilegum áhrifum EES samningsins og snúið af braut íslensks Blairisma, þá er Miðflokkurinn horfinn.

Jú nafnið stendur enn, en ekki er lengur um að ræða skynsama og prinsippíska útgáfu af Framsókn, heldur kominn einhverskonar safnkassi fyrir ósátta ultrahægri Sjálfstæðismenn. 

 

Það verður þá bara að halla sér að Ingu Sæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni Gunnlaugur.

Án þess að ég sé að bera blak af Miðflokknum, get alveg spurt sömu spurningar, þá er Inga og flokkur hennar ekki beint svar við þessu ákalli þínu; "þar sem tekið er til varna gegn óæskilegum áhrifum EES samningsins og snúið af braut íslensks Blairisma".

Væri ekki nær að halda áfram að kalla út í tómið??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.11.2024 kl. 15:34

2 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Inga er þó það næsta sem er hægt að komast miðjunni án þess að játast ESB, gleyma sér í vokeisma eða ætla að bjarga heiminum með því að banna bensín og dísel.  Já og hleypa veröldinni inn á íslensku velferðina.  Semsagt enginn háskólasósíalismi þar.  

Þau rök Kristrúnar að betra sé að skattleggja suma (þensluvaldana) beint heldur en alla óbeint í formi vaxta, eru rétt.  En of margt annað fylgir þeirri ágætu konu til að vogandi sé að veðja á Samfylkinguna til nauðsynlegra miðjuverka. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 21.11.2024 kl. 17:11

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, já Inga hefur sína kosti og það má ekki gleyma að hún hélt haus í orkupakkaumræðunni, svona á heildina séð.

Svo má þakka Kristrúnu fyrir að Samfylkingin er ekki lengur vitleysingaflokkur, hún færir rök fyrir sínu máli, þú veist hvar þú ert sammála henni, og þú veist hvar þú ert það ekki.

Slíkt er seint vanþakkað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2024 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband