21.11.2024 | 23:35
Ingu Sælands ríma
Inga þú syngjandi sæla
setja ég mun við þig kross
við almúgann aldrei með stæla
elskar hin þrautpíndu hross
stundum þó virðistu væla
sá væll er til frelsunar oss
Þú villt ekki´að vanti neinn fæði
en víða menn tæmt hafa búr
og veturinn kallar á klæði
í kulda er fátæktin súr
ef menn-ekki hafa húsnæði
af heilindum bæta vill úr!
Alls ekki ertu neitt banginn
þá ætlarðu skoðun að tjá
Þó dóma ei dragir á langinn
dugar oft réttsýnin þá
og wokista vitleysisganginn
villt hvorki heyra né sjá
Ísland muntu áfram keyra
svo efnahagur landsins rís
en ef þú nærð mín orð að heyra
aðeins þessa bið þig, plís:
Vertu ekki að virkja meira
og vindmillurnar settu´á ís!
Enginn því áður fyrr spáði
þú yrðir slíkt pólitískt gull
alltaf með réttasta ráði
rífur þinn kjaftinn - ófull
En Sigmundur sem að ég dáði
ja sá má nú eiga sitt bull
Elsk muntu ekki að stagli
aldrei þú talar í hring
sem skjótirðu harðasta hagli
á heimskunnar vitleysing
þú ert þessi andskotans nagli
sem okkur mun vanta á þing.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning