Óumbeðin ráð til Sjálfstæðis og Miðflokks varðandi stjórnarmyndun.

Leikurinn er nú líklegast tapaður nú þegar, Inga mun að öllum líkindum fara í stjórn með Viðreisn og Samfylkingu. 

 

En þið getið a.m.k. reynt og mögulega forðað þjóðinni frá einhverjum vitleysisleiðangri í ESB. 

1. Gangið að hugmyndinni um launaleiðréttingu lægstu launa og örorkutekna.Afnemið eða dragið mjög úr skerðingum í lífeyrisgreiðslum. Sbr. kröfur Gráa hersins. (Helgi P. og félagar)

2. Friðið Ragnar Þór með því að ganga að hugmyndinni um húsnæðiskerfi þar sem lánveitandi og lántaki geta báðir tapað á verðbólgu.  En ekki fara Framsóknarleiðina að láta ríkið borga mismuninn ef af verður.

3 Friðið Ásthildi Lóu með því að fara í uppgjör fortíðar og m.a. opna Lindarhvolsskýrslu. Þorsteinn Sæmundsson styður það ábyggilega. 

 

4. Komið ykkur saman um áætlun um mannfjöldaþróun Íslendinga næstu áratugina og setjið þannig hemil á eftirspurn eftir húsnæði, annars verður aldrei nóg byggt. Nýtið þar fullveldi landsins og hafið hemil á framkvæmdum. Ölfusárbrúin verður t.d. að bíða eða endurhannast niður í eirrhvert vit.

Annað er spurning um heilbrigða skynsemi. 

Aðeins með þessu móti eigið þið einhvern séns á borgaralega ríkisstjórn. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband