2.12.2024 | 18:13
Samkeppniseftirlitið á ruglunni (ens og venjulega)
Eftir fréttum að dæma þá fannst héraðsdómara nokkrum að Alþingi hefði ekki rætt nóg þau lög sem það setti að undanskilja kjötafurðastöðvar búvörulögum.
Þriðji aðili, Samkeppniseftirlitið var kært fyrir að ætla að fara eftir þessum lögum og gera ekki neitt í málinu.
Það hefur nú áfrýjað beint til Hæstaréttar af því að málið sé svo mikilvægt og ber við þrem atriðum.
1. "Að mati Samkeppniseftirlitsins hefur niðurstaða málsins augljóst fordæmisgildi um heimild til þess til að beita samkeppnislögum vegna samruna kjötafurðastöðva og annarrar háttsemi slíkra félaga sem kann að fara gegn ákvæðum samkeppnislaga."
2. "Þá hefur niðurstaða málsins að mati eftirlitsins almenna þýðingu um stjórnskipulegt gildi laga nr. 30/2024 um breytingu á búvörulögum og þann áskilnað sem felst í 44. gr. stjórnarskrárinnar um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi."
3. "Jafnframt hefur niðurstaða málsins verulega samfélagslega þýðingu þegar litið er til þeirra áhrifa sem undanþáguheimildir búvörulaga hafa á starfsskilyrði bænda og samkeppni á kjötmarkaði."
Semsagt liður 2 sá eini sem lýtur að dómi hæstaréttar en 1 og 3 allt annað en dómurin sem á að áfrýja fjallaði um. (Skv. fréttum).
Alveg væri Hæstarétti trúandi til að gleypa við atriðum 1 og 3 sem eru þó ekki undir í þessu máli.
Rangur aðili er semsagt dæmdur fyrir lagatæknilegt atriði og áfýjar atriðum er sum koma dómnum ekki við.
Er hægt að hafa þetta vitlausara?
Hitt er svo allt annað mál hvort þessi lög hafi verið sérstaklega skynsamleg. Það má eflaust ræða betur.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-02-samkeppniseftirlitid-afryjar-domi-heradsdoms-429970
Athugasemdir
Það er nú oftast þannig, Bjarni, -þegar deilt er um keisarans skegg að þá sést mönnum yfir bleika fílinn í stofunni.
Þessi lög eru, eins og flest sem kemur nú úr lagasmiðju alþingis, til þess ætluð að sniðganga réttlætið.
En um réttlætið er ekkert að finna í liðum 1,2 og 3.
Magnús Sigurðsson, 2.12.2024 kl. 19:12
Vissulega hefurðu nokkuð til þíns máls eins og venjulega.
En Samkeppniseftirlitið hefur nú ekki sýnt sig að vera sá réttlætisvöndur sem margir skyldu ætla.
Ég minnist þess þegar K.S. reddaði Ólafi í Q út úr vandræðum, en sá Ólafur var á sínum tíma sendur út af örkini af Bónusveldinu að reyna að sprengja upp kvótakerfið í mjólkurframleiðslu. Þar var keypt mjólk af bændum sem höfðu ekki kvóta, voru jafnvel búnir að selja sinn kvóta öðrum bændum. Þeirri mjólk átti svo að reyna dömpa inn á markaðinn í gegnum Bónus.
Allt fór þetta heldur illa og þó sérstaklega mjölkursönfun Ólafs. K.S. reddaði honum en það fór svo öfugt ofan í Samkeppniseftirlitið að þetta endaði með því að meðalbóndinn hér fyrir sunnan varð að sjá eftir um 600þ. krónum á þávirði í töpuðum tekjum af því að K.S. og Auðhumla (Gamla Mjólkurbú Flóamanna) áttu saman Mjólkursamsöluna. Allt voru þetta samvinnufyrirtæki sem ekki voru rekin til gróða þannig að sektir Samkeppniseftirlitsins voru enduðu á bændunum.
Auðvitað að undangengnum venjulegum skrípadómum íslenska réttarkerfisins með tilheyrandi kosnaði og tilheyrandi kosnaði sem féll að sjálfsögðu á bændur líka.
Þetta gerðist jú fyrir Hrun en ætli þessi fyrirtæki bænda hafi ekki verið um það bil einu fyrirtækin á landinu sem höfðu ekki verið sprengt upp af peningaævintýramönnum og skilin eftir í rúst eftir Hrun. Já ásamt sparisjóðunum tveim, þeim á Ströndunum og svo öðrum í Þingeyjasýslu.
Auðvita var þá sjálfsagt hjá t.d. Samkeppniseftirlitinu að einbeita sér að þeim fyrirtækjum eftir Hrun svona á meðan mörg hinna voru endurreist og jafnvel sömu vitleysingarnir settir yfir þau aftur. Sum reyndar sett á hausinn og eignirnar færðar hinum svo þau yrðu nú hagkvæmari. Lítið heyrðist þá í Samkeppniseftirlitinu.
Samkeppniseftirlitið er nefnilega lögfest afurð þess misskilnings að "frjáls"samkeppni leysi allan vanda.
Nokkuð sem nú um stundir sérst best á húsnæðismarkaðinum Íslenska þar sem viðgengst lóðabrask, húsnæðisbrask og þar sem veðjað er á rísandi verðbólu húsnæðis öllu venjulegu fólki til bölvunar. Svo maður tali nú ekki um óheftan innflutning á fólki frá ESB sem er í samkeppni við íslendinga um húsnæði og félagsþjónustu. Þar koma enn í ljós hinir íslensku pilsfaldakapítalistar sem byggja ósjálfbæran gróða sinn á að venjulegir Íslendingar greiði hann niður í formi verri lífskjara.
Allt undir verndarvænd furðufyrirbærisins, "Samkeppniseftirlit"
Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.12.2024 kl. 03:21
Reyndar er húsnæðismarkaðurinn eins og er korgfullur af jakastíflum Seðlabankans því "túlípana"ævintýrið endaði með svo þrálátri verðbólgu að eina ráðið var að sigla skútunni í harðastrand. "Þetta var allt að koma" segir fráfarandi skipstjórnarmaður Sigurður Ingi og beitir norskum framburði þar sem tónninn er alltaf hækkaður í lok setningar. En á Íslandi þýðir slíkt: "fíflin ykkar"
En fíflskapurinn var því miður allur hjá Sigurði sem virðist aldrei hafa áttað sig hvað áhrif aðgerðir og aðgerðaleysi hans sjálfs í ríkisstjórn hafði á venjulegt fólk í landinu.
70 mlljarða fjárlagahalli og strandaður húsnæðismarkaður er ekki merki um að þetta sé allt að koma.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 3.12.2024 kl. 03:44
Takk fyrir svarið Bjarni.
Það er ekkert réttlæti hvorki í kvóta né samkeppnislögum, samkeppni og kvóti fara ekki saman, hvað þá á Íslandi.
Ef ég t.d. hefði kvóta vegna steypu þá væri ég líklega í nokkuð góðum efnum eftir að hafa selt hann og gæti keypt mér bújörð til koma mér upp kolefniskvóta og fengið fjárfesti til að koma upp orkuskiptaframleiðslu fyrir greiðslur til mín.
Það sem þarf að setja kvóta á er hvað má kaupa fyrir peninga, t.d. ættu bújarðir að vera áfram bújarðir þó svo að einhverjir fjárfestar sjái um stund tækifæri í vindrellum og hamfaraórækt á bújörðum landsins þar sem búið er að rífa upp rætur og tína grjót úr túnum frá því um landnám.
Varðandi samkeppniseftirlitið og tilgang þess er best að hafa sem fæst orð. Þar er á ferðinni skipuleg glæpastarfsemi ríkisins. Ef mál þar á bæ enda með sakfellingu þá verður að greiða sektargreiðslur í ríkissjóð, ekki þeirra sem fyrir tjóninu urðu, sem síðan leiðir til hækkunar verðs á góssinu svo þeir seku eigi fyrir sektinni.
Ég hef grun um að við séum miklu meira sammála en okkur kann að virðast.
Magnús Sigurðsson, 3.12.2024 kl. 06:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning