Hvað þarf til að verða sendiherra?

Sennilega vita fæstir hver núverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum er, ég mundi það a.m.k. ekki.
 
Ætli það sé ekki bara nokkuð gott að önnur sjónarmið ráði en flennugangur í fjölmiðlum?
 
Hvað sem því líður þá er hér samanburður á menntun og reynslu fráfarandi sendiherra Bergdísar Ellertsdóttur og þeirrar sem tekur við af henni, Svanhildar Hólm.
 
Bergdís Ellertsdóttir
 
Menntun.
 
Háskólinn í Freiburg í Þýskalandi
Þýska
Stjórnmálafræði
Enska, útskrifast svo í Háskóla Íslands
Sagnfræði, útskrifast svo í Háskóla Íslands
 
Háskólinn i Essex
Meistaragráða í Evrópufræðum
 
 
Reynsla
 
Starfaði frá 1991 við utanríkisráðuneytið og svo við sendiráð Íslands
í Bonn í Þýskalandi varð varaformaður sendinefndarinnar?
2000 til 2003 Varð aðstoðar framkvæmdarstjóri stjórnmáladeildar sem sá um öryggismál, málefni Atlandshafsbandalagsins og Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu og tvíhliða samskipti við Bandaríkin, Kanada og Rússland.
 
2003 varð hún aðstoðarframkvæmdastjóri verslunardeildar utanríkisráðuneytisins og síðan framkvæmdastjóri alþjóðaöryggis- og þróunarmála árið 2007
 
2007-2012 jafnframt útnefnd aðstoðaraðalritari EFTA í Brussel
 
2012 Helsti samningamaður Íslendinga í fríverslunarviðræðum við Kína í september 2012.
 
2014 Útnefnd formaður sendinefndar Íslands til Evrópusambandsins og sendiherra Íslands í Belgíu,Hollandi, Lúxemborg og San Marínó.
 
2018 Útnefnd fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.
 
2019 Sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.
 
 
Svanhildur Hólm
 
Menntun.
 
2019 Lögfræðingur frá Háskóla Íslands
Hefur lokið MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík
 
 
Reynsla
 
1995 blaðamaður á dagblaðinu Degi á Akureyri.
Svæðisútvarp RÚV á Akureyri og umsjónarmaður Morgunnútvarps Rásar 2 um tveggja ára skeið.
 
2003 Stigavörður í Gettu betur.
 
Einn umsjónarmanna Kastljóss um tíma og svo Ísland í dag á Stöð 2.
 
2009-2012 Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins
 
2012 Aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og aðstoðarmaður hanns sem ráðherra í fjármálaráðuneytinu og um tíma i forsætisráðuneytinu.
 
2020 Ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
 
Hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og kom fram einu sinni í spjallþætti Oprah Winfrey árið 2005 sem fulltrúi íslenskra kvenna.
 
Heimild Wikipedia.
 
 
Einhverra hluta vegna dettur manni í hug þegar Gunnar Bragi
þáverandi utanríkisráðherra réði sér aðstoðarmann.
 
Menntun: Í skóla
 
Reynsla: Hafði farið einu sinni til útlanda.
(Spurning hvort þar sé ekki rakið sendiherraefni á ferð?)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband