19.11.2024 | 11:29
Innflutningsfyrirtæki kærir Samkeppniseftirlitið
Alþingi er dæmt sekt en er þó ekki aðili máls og því ekki leitað upplýsinga hjá því.
Sökin felst svo ekki í aðalatriði málsins þ.e. að gera búvörulög óháð samkeppnislögum, heldur í lagatæknilegu atriði varðandi hvernig málið var meðhöndlað í umræðum á Alþingi!
Algjör sápuópera og íslenskt réttarkerfi í hnotskurn.
Fylgist með næsta þætti þegar Landsdómur snýr dómnum við út af ??????????
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-18-ovissa-med-sameiningar-kjotafurdastodva-eftir-dom-heradsdoms-427820
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2024 | 03:28
Allir sem að sverði bregða
munu fyrir sverði falla, sagði vitur maður.
Á ekki síst við um þá er daðra við slaufunarmenninguna.
En hvað eru menn annars að draga upp hálfgerð unglingsskrif fyrir 20 árum?
Þar að auki mál sem var búið að afgreiða á sínum tíma að því er virðist!
Þórður má og á að skammast sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2024 | 18:56
Ögn af kaldhæðni!
Etið hef ég ögn af hakki
afar gott og vert að þakka.
Óvíst þó hvort iðrin þakki
sé ecolíið með í pakka!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2024 | 18:09
Trúir einhver því í alvöru
að íslenskur grunnskólakennari þurfi tvær klukkustundir í "annað" á móti hverri einni sem hann kennir börnum?
Hvernig ætli þetta sé í öðrum löndum, t.d. Finnlandi?
Er þetta kannski dæmi um hátt flækjustig í kjaraviðræðum þar sem í gegnum tíðina hefur alltaf verið reynt að forðast að kalla launahækkun sínu rétta nafni svo hinir fari ekki af stað líka?
Það hlýtur að vera hægt að auka skilvirkni kennslunar betur en þetta.
Ef kennsluskyldan eða öllu fremur kennslugetan færi úr þetta 35% yfir í 80% þá er það tvöföldun á þeim kennslutímum sem börnin fá, án fjölgunar kennara.
Það munar um minna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2024 | 22:28
Stærsta vandamál þjóðarinnar ekki rætt.
í aðdraganda kosninga.
Varla að einu sinni sé minnst á það, ekki nema í samhengislausum brotum.
Það hefur þó helst verið Kristrún Frosta sem hefur benta á þetta svo til stjórnlausa aðstreymi vinnuafls til landsins.
Sigurður Ingi örmynntist á það í umræðuþætti formannanna áðann, í formi minna álags á húsnæðiskerfið af því að það virtist vera að draga úr aðstreymi verkafólks frá útlöndum.
Svona eins og sé verið að ræða um kvikusöfnun í nágrenni Grindavíkur. Eitthvað sem við höfum enga stjórn á. Nú eða fjárfestingar útlendinga í íslenskum bújörðum, þar sem ráðaleysi stjórnvalda þar með tali Sigurðar, er algert.
Sigmundur Davíð ræðir þetta loðið og talar um "útlendingamál" en sveigir umræðuna alltaf yfir á hælisleitendamál.Enda næsti maður á lista í N-A ferðamálabóndi og sá þriðji verktaki (ef ég man rétt)
Þórhildur Sunna er eitthvað að átta sig að því marki að hún sér þann rana af fílnum er ferðamannaiðnaðurinn er.
En af því að vandamálið er ekki rætt þá verður heldur aldrei fundin nein lausn.
Það ættu að vera heitar umræður í gangi um gagn eða ógagn EES samningsins.
Hvort við höfum fengið það sem við ætluðum út úr honum.
Hvort ásættanleg sé þessi útsala á landsins gæðum.
Óviðráðanlegar starfsmannaleigur og mannsal.
Innflutningur á glæpagengjum í krafti frjálsa flæðisins er samningurinn býður upp á.
Einhverra hluta vegna virðist henta betur að segja glæpagengin koma úr röðum hælisleitenda (sjálfsagt fljóta einhver ómenni þar með líka) en að viðurkenna að þau eru að nýta sér opnu landamærin sem EES samningurinn býður upp á.
Hvað er að gerast á Spáni eða Tene og víðar þar sem fólk er að mótmæla húsnæðisskorti innfæddra vegna uppkaupa ferðamanna? Eru einhverjar lausnir sem við getum nýtt okkur?
Nei þetta er ekki rætt, áfram byggð hús eins og enginn sé morgunndagurinn og að aukið framboð leysi allt, en engin viðleitni að stjórna eftirspurninni.
Tja nema hjá grey seðlabankastjóranum sem setur aukaskatt á alla í formi hávaxta til að kæla efnahagskerfið svo dragi úr aðstreymi verkafólksins.
Ekki er von á góðu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2024 | 00:37
Samfylkingin stefnir að ESB aðild.
Í umræðum á Samstöðinni nýverið sagði einn Samfylkingarfótgönguliðinn Viðar Eggertsson, að þó aðildarumsóknin væri komin ofan í skúffu hjá Samfylkingu þá væri það efsta skúffan og mjög auðvelt að opna hana aftur.
Líklega er það rétt hjá honum samanber eftirfarandi tilvitnun í vef Samfylkingarinnar (XS.is) undir liðnum málefnin/hagstjórn:
"Samfylkingin stefnir að fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu með upptöku evru að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."
Maður veltir fyrir sér hversu djúpristar breytingar formannsins séu eftir allt saman.
Nei takk, ekki fyrir mig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2024 | 16:43
Sjálfstæðismenn kjósa lögfræðinga
og þétta einnig raðirnar í varðstöðunni fyrir hina ofurríku.
Mennirnir úr atvinnulífinu og fulltrúar hinna borgaralegu gilda er látnir taka pokann sinn.
En nú verða engir Vinstri Grænir til að sveipa yfir sig sauðargæru sósíaldemokratsins og plat miðjunnar. Áfram verður þó sjálfsagt hægt að nota Framsóknarhækjuna.
Þetta fólk mun ekki ganga nærri þensluvaldandi einkaframtaki til að draga úr ruðningsáhrifum í formi húsnæðisverðbólu, verðbólgu og vaxtaokurs.
Þvert á móti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2024 | 17:54
Hrunflokkarnir kvaddir
Nú gafst hún upp gamla merin og drapst endanlega undan klyfjunum.
Ríkisstjórnin loks fallin!
Þrír af fjórflokknum gamla, eru nú við það að geispa endanlega golunni.
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur búnir að sanna endanlega að þeir lærðu ekkert af hruninu og búnir að koma á sama munstrinu gagnvart almenningi í húsnæðismálum og eftir Hrun.
Olígarkaflokkar án tilgangs.
V.G. búnir að sanna endanlega algjört tilgangsleysi sitt í Íslenskri pólitík og reyndar skaðsemi.
Það verður verkefni framtíðarsagnfræðinga að finna út hvort Svandís Svavars er verri andstæðingum sínum eða samherjum í pólitík.
Samfylking reis aftur úr öskustó, vonandi búin að læra af mistökum og í það minnsta búin að setja ESB umsóknarkredduna til hliðar, þó sú hin sama kreddi lifi enn allt of góðu lífi í þeim anga Sjálfstæðisflokksins er Viðreisn kallast.
Auðvitað fer eitthvað af þessu gamla víni á nýja belgi en vonandi förum við að sjá nýja tíma þar sem fólk (og þá Íslendingar) verður sett í fyrirrúm og lítil og meðalstór fyrirtæki fá andrými en ólígarkar stórfyrirtækja og banka settir í tilheyrandi aðhald.
Bloggar | Breytt 14.10.2024 kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2024 | 11:37
Er þetta allt að koma?
Skv. Seðlabanka og reyndar líka orðum fjármálaráðherra þá stafar meginhluti verðbólgunnar af háu húsnæðisverði enda eftirspurn eftir húsnæði mun meiri en framboð.
Til að hemja húsnæðisverðbóluna hefur Seðlabanki ákveðið að reyna að draga úr eftirspurninni með því að hafa háa vexti. Þar sem þetta er um leið almennt viðurkend leið til að draga úr þenslu og þar með verðbólgu telja seðlabankinn, fjármálaráðherra og fleiri að þetta sé allt að koma, verðbólgan lækki og fórnarkostnaðurinn sé réttlætanlegur.
En fólk þarf vitanlega að búa í húsum hvort sem það hefur efni á því eða ekki. Háu vextirnir gera ekki annað en að fresta húsnæðiskaupum sem fara svo á fullt ef vextirnir eru lækkaðir því skorturinn er mikill.
Þannig rýkur verðbólgan aftur í gang strax og vextir eru lækkaðir og allur fórnarkostnaðurinn verður til einskins a.m.k. fyrir þá sem þurfa að fórna, en að sjálfsögðu gleðjast aðrir, þeir sem græða á háu vöxtunum og eignatilfærslunni sem þeim fylgja.
Þannig að með núverandi stefnu er þetta einmitt ekki að koma heldur að fara og það jafnvel til andskotans.
En hugmynd Seðlabanka að draga úr eftirspurninni er þó eftir allt saman góðra gjalda verð og líklega sú besta sem í boði er, sé hún rétt framkvæmd.
Fjölgun fólks á Íslandi hefur verið með ólíkindum síðustu 2 áratugina og er að sjálfsögðu megin orsök húsnæðisskortsins.
Mest hafa þetta verið vinnandi hendur að koma í landið, einnig munar um fjölda flóttamanna sem hafa fengið hér hæli, fjárfestar kaupa upp húsnæði til að græða á bólunni, útleiga til ferðamanna, kaup erlendra aðila á íslensku húsnæði (lítt rannsakað rétt eins og kaupin á auðlindunum) og svo nú síðast vandamál vegna Grindavíkur.
Þarna virðist muna mest um gífurlegar framkvæmdir tengdar auðlindanýtingu og ferðamennsku.
Einhverjum virðist henta að benda alltaf á hið opinbera sem sökudólginn en þensluvaldurinn er þó líklega mun frekar vegna fjárfestinga einkaaðila.
Lausnin: Líklega væri hin endanlega laust að við segðum okkur úr EES samstarfinu enda upphaflega markmiðinu enn ekki náð er varðar tollfrelsi á sjávarafurðir.
Flest öll okkar vandræði í dag má rekja til þessa samnings.Allt frá húsnæðisskorti yfir í ólæsi og hnífaburð unglinga. En umræðan er líklega allt of vanþróuð til að taka á því máli.
Þangað til getum við tekið Færeyinga okkur til fyrirmyndar og sett á myndarlegan túristaskatt og svo hamið verulega útleigu húsnæðis til ferðamanna, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að setja skatt á fjárfestingar einkaaðila.
Já og lækka vexti.
Þá fer þetta kannski að koma!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2024 | 12:50
Fyrir hverja er fjárfest?
Hótel,gagnaver,fiskeldi á landi,efnissala,það gengur mikið á í Ölfusi og víðar.
Vindmillugarðar fyrirhugaðir við Búrfell og víðar t.d. á Laxárdalsheiði.
Hætt er við að háu vextirnir hans Jóns míns dugi lítt á þessar framkvæmdir.
Gróðinn af verkefnunum fer til erlendu fjárfestanna, nema kanski af Landsvirkjunar vindmillunum, en ekki mun Landsvirkjun skila arði til eigenda á meðan. Talandi um vindmillur þá verða vitanlega allar kennitölurnar horfnar (undanskil Landsvirkjun) þegar draslið úreldist og þarf að hreinsa það upp og vitanlega spáir enginn í örplastið sem þetta dreifir frá sér út í umhverfið þegar spaðarnir slitna. Eða hvernig er með allar illa byggðu blokkirnar eftir erlenda verktaka sem eru horfnir út í buskann frá innantómum kennitölum þegar fólk leitar réttar síns?
Hliðaráhrifin af öllum þessum framkvæmdum verða á hinn bóginn áframhaldandi þensla og hátt húsnæðisverð með tilheyrandi hörmungum fyrir almenna landsmenn, sérstaklega þá sem lægra standa í þjóðfélgaströppunni.
Næg er atvinnan nú þegar þannig að flytja þarf inn strarfskraft við þessi verkefni og einhversstaðar þarf það fólk að búa á meðan. Gott ef það fer svo ekki bara á atvinnuleysisbætur að verki loknu? Í það minnsta þarf það samfélagslega þjónustu eins og aðrir þannig að sveitarfélögin kikna. A.m.k. virðist ekki vera samræmi milli vaxtar sveitarfélaga og jákvæðrar afkomu t.d. ef litið er á Selfoss.
100 þúsund manna fjölgun á síðustu 20 árum veldur að mestu þeim vandræðum sem Íslenskt efnahagskerfi er i nú og bókstaflega ekkert gert til að leysa þann vanda heldur er bætt endalaust í.
Nákvæmlega enginn pólitíkus virðist gera sér grein fyrir þessu svo lítil von er úr þeirri áttinni. Þar er einungis fitlað við smáskamtalækningar sem jafnvel gera illt verra.
Fyrir nú utan eyðsluæðið sem hið opinbera er haldið og knýr verðbólguna líka þó allt of margir bendi á það eitt en gleymi alveg einkaframkvæmdunum sem hafa nákvæmlega jafn slæm áhrif.
Seðlabankastjóri bætir vart úr þegar hann/þeir stuðlar svo að stórkostlegri eignaupptöku frá almenningi með sinni fáránlegu vaxtaokursstefnu eða hvernig ætlast hann til að framboð á húsnæði aukist við að gera verktökum ókleyft að byggja hús? Bara svo eitt dæmi sé tekið.
Útlit virðist ekki gott
allt er hér í voða
þá gríðarmikil gróðaplott
gangsterarnir boða
Nokkur hótel á teikniborðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)