2.12.2024 | 18:13
Samkeppniseftirlitið á ruglunni (ens og venjulega)
Eftir fréttum að dæma þá fannst héraðsdómara nokkrum að Alþingi hefði ekki rætt nóg þau lög sem það setti að undanskilja kjötafurðastöðvar búvörulögum.
Þriðji aðili, Samkeppniseftirlitið var kært fyrir að ætla að fara eftir þessum lögum og gera ekki neitt í málinu.
Það hefur nú áfrýjað beint til Hæstaréttar af því að málið sé svo mikilvægt og ber við þrem atriðum.
1. "Að mati Samkeppniseftirlitsins hefur niðurstaða málsins augljóst fordæmisgildi um heimild til þess til að beita samkeppnislögum vegna samruna kjötafurðastöðva og annarrar háttsemi slíkra félaga sem kann að fara gegn ákvæðum samkeppnislaga."
2. "Þá hefur niðurstaða málsins að mati eftirlitsins almenna þýðingu um stjórnskipulegt gildi laga nr. 30/2024 um breytingu á búvörulögum og þann áskilnað sem felst í 44. gr. stjórnarskrárinnar um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi."
3. "Jafnframt hefur niðurstaða málsins verulega samfélagslega þýðingu þegar litið er til þeirra áhrifa sem undanþáguheimildir búvörulaga hafa á starfsskilyrði bænda og samkeppni á kjötmarkaði."
Semsagt liður 2 sá eini sem lýtur að dómi hæstaréttar en 1 og 3 allt annað en dómurin sem á að áfrýja fjallaði um. (Skv. fréttum).
Alveg væri Hæstarétti trúandi til að gleypa við atriðum 1 og 3 sem eru þó ekki undir í þessu máli.
Rangur aðili er semsagt dæmdur fyrir lagatæknilegt atriði og áfýjar atriðum er sum koma dómnum ekki við.
Er hægt að hafa þetta vitlausara?
Hitt er svo allt annað mál hvort þessi lög hafi verið sérstaklega skynsamleg. Það má eflaust ræða betur.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-02-samkeppniseftirlitid-afryjar-domi-heradsdoms-429970
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.12.2024 | 14:18
Óumbeðin ráð til Sjálfstæðis og Miðflokks varðandi stjórnarmyndun.
Leikurinn er nú líklegast tapaður nú þegar, Inga mun að öllum líkindum fara í stjórn með Viðreisn og Samfylkingu.
En þið getið a.m.k. reynt og mögulega forðað þjóðinni frá einhverjum vitleysisleiðangri í ESB.
1. Gangið að hugmyndinni um launaleiðréttingu lægstu launa og örorkutekna.Afnemið eða dragið mjög úr skerðingum í lífeyrisgreiðslum. Sbr. kröfur Gráa hersins. (Helgi P. og félagar)
2. Friðið Ragnar Þór með því að ganga að hugmyndinni um húsnæðiskerfi þar sem lánveitandi og lántaki geta báðir tapað á verðbólgu. En ekki fara Framsóknarleiðina að láta ríkið borga mismuninn ef af verður.
3 Friðið Ásthildi Lóu með því að fara í uppgjör fortíðar og m.a. opna Lindarhvolsskýrslu. Þorsteinn Sæmundsson styður það ábyggilega.
4. Komið ykkur saman um áætlun um mannfjöldaþróun Íslendinga næstu áratugina og setjið þannig hemil á eftirspurn eftir húsnæði, annars verður aldrei nóg byggt. Nýtið þar fullveldi landsins og hafið hemil á framkvæmdum. Ölfusárbrúin verður t.d. að bíða eða endurhannast niður í eirrhvert vit.
Annað er spurning um heilbrigða skynsemi.
Aðeins með þessu móti eigið þið einhvern séns á borgaralega ríkisstjórn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2024 | 23:35
Ingu Sælands ríma
Inga þú syngjandi sæla
setja ég mun við þig kross
við almúgann aldrei með stæla
elskar hin þrautpíndu hross
stundum þó virðistu væla
sá væll er til frelsunar oss
Þú villt ekki´að vanti neinn fæði
en víða menn tæmt hafa búr
og veturinn kallar á klæði
í kulda er fátæktin súr
ef menn-ekki hafa húsnæði
af heilindum bæta vill úr!
Alls ekki ertu neitt banginn
þá ætlarðu skoðun að tjá
Þó dóma ei dragir á langinn
dugar oft réttsýnin þá
og wokista vitleysisganginn
villt hvorki heyra né sjá
Ísland muntu áfram keyra
svo efnahagur landsins rís
en ef þú nærð mín orð að heyra
aðeins þessa bið þig, plís:
Vertu ekki að virkja meira
og vindmillurnar settu´á ís!
Enginn því áður fyrr spáði
þú yrðir slíkt pólitískt gull
alltaf með réttasta ráði
rífur þinn kjaftinn - ófull
En Sigmundur sem að ég dáði
ja sá má nú eiga sitt bull
Elsk muntu ekki að stagli
aldrei þú talar í hring
sem skjótirðu harðasta hagli
á heimskunnar vitleysing
þú ert þessi andskotans nagli
sem okkur mun vanta á þing.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2024 | 14:22
Hvar er Miðflokkurinn?
Nú þegar ríður á að hér komi öflugur þjóðsinnaður miðjuflokkur þar sem tekið er til varna gegn óæskilegum áhrifum EES samningsins og snúið af braut íslensks Blairisma, þá er Miðflokkurinn horfinn.
Jú nafnið stendur enn, en ekki er lengur um að ræða skynsama og prinsippíska útgáfu af Framsókn, heldur kominn einhverskonar safnkassi fyrir ósátta ultrahægri Sjálfstæðismenn.
Það verður þá bara að halla sér að Ingu Sæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.11.2024 | 11:29
Innflutningsfyrirtæki kærir Samkeppniseftirlitið
Alþingi er dæmt sekt en er þó ekki aðili máls og því ekki leitað upplýsinga hjá því.
Sökin felst svo ekki í aðalatriði málsins þ.e. að gera búvörulög óháð samkeppnislögum, heldur í lagatæknilegu atriði varðandi hvernig málið var meðhöndlað í umræðum á Alþingi!
Algjör sápuópera og íslenskt réttarkerfi í hnotskurn.
Fylgist með næsta þætti þegar Landsdómur snýr dómnum við út af ??????????
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-11-18-ovissa-med-sameiningar-kjotafurdastodva-eftir-dom-heradsdoms-427820
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2024 | 03:28
Allir sem að sverði bregða
munu fyrir sverði falla, sagði vitur maður.
Á ekki síst við um þá er daðra við slaufunarmenninguna.
En hvað eru menn annars að draga upp hálfgerð unglingsskrif fyrir 20 árum?
Þar að auki mál sem var búið að afgreiða á sínum tíma að því er virðist!
Þórður má og á að skammast sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2024 | 18:56
Ögn af kaldhæðni!
Etið hef ég ögn af hakki
afar gott og vert að þakka.
Óvíst þó hvort iðrin þakki
sé ecolíið með í pakka!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2024 | 18:09
Trúir einhver því í alvöru
að íslenskur grunnskólakennari þurfi tvær klukkustundir í "annað" á móti hverri einni sem hann kennir börnum?
Hvernig ætli þetta sé í öðrum löndum, t.d. Finnlandi?
Er þetta kannski dæmi um hátt flækjustig í kjaraviðræðum þar sem í gegnum tíðina hefur alltaf verið reynt að forðast að kalla launahækkun sínu rétta nafni svo hinir fari ekki af stað líka?
Það hlýtur að vera hægt að auka skilvirkni kennslunar betur en þetta.
Ef kennsluskyldan eða öllu fremur kennslugetan færi úr þetta 35% yfir í 80% þá er það tvöföldun á þeim kennslutímum sem börnin fá, án fjölgunar kennara.
Það munar um minna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2024 | 22:28
Stærsta vandamál þjóðarinnar ekki rætt.
í aðdraganda kosninga.
Varla að einu sinni sé minnst á það, ekki nema í samhengislausum brotum.
Það hefur þó helst verið Kristrún Frosta sem hefur benta á þetta svo til stjórnlausa aðstreymi vinnuafls til landsins.
Sigurður Ingi örmynntist á það í umræðuþætti formannanna áðann, í formi minna álags á húsnæðiskerfið af því að það virtist vera að draga úr aðstreymi verkafólks frá útlöndum.
Svona eins og sé verið að ræða um kvikusöfnun í nágrenni Grindavíkur. Eitthvað sem við höfum enga stjórn á. Nú eða fjárfestingar útlendinga í íslenskum bújörðum, þar sem ráðaleysi stjórnvalda þar með tali Sigurðar, er algert.
Sigmundur Davíð ræðir þetta loðið og talar um "útlendingamál" en sveigir umræðuna alltaf yfir á hælisleitendamál.Enda næsti maður á lista í N-A ferðamálabóndi og sá þriðji verktaki (ef ég man rétt)
Þórhildur Sunna er eitthvað að átta sig að því marki að hún sér þann rana af fílnum er ferðamannaiðnaðurinn er.
En af því að vandamálið er ekki rætt þá verður heldur aldrei fundin nein lausn.
Það ættu að vera heitar umræður í gangi um gagn eða ógagn EES samningsins.
Hvort við höfum fengið það sem við ætluðum út úr honum.
Hvort ásættanleg sé þessi útsala á landsins gæðum.
Óviðráðanlegar starfsmannaleigur og mannsal.
Innflutningur á glæpagengjum í krafti frjálsa flæðisins er samningurinn býður upp á.
Einhverra hluta vegna virðist henta betur að segja glæpagengin koma úr röðum hælisleitenda (sjálfsagt fljóta einhver ómenni þar með líka) en að viðurkenna að þau eru að nýta sér opnu landamærin sem EES samningurinn býður upp á.
Hvað er að gerast á Spáni eða Tene og víðar þar sem fólk er að mótmæla húsnæðisskorti innfæddra vegna uppkaupa ferðamanna? Eru einhverjar lausnir sem við getum nýtt okkur?
Nei þetta er ekki rætt, áfram byggð hús eins og enginn sé morgunndagurinn og að aukið framboð leysi allt, en engin viðleitni að stjórna eftirspurninni.
Tja nema hjá grey seðlabankastjóranum sem setur aukaskatt á alla í formi hávaxta til að kæla efnahagskerfið svo dragi úr aðstreymi verkafólksins.
Ekki er von á góðu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2024 | 00:37
Samfylkingin stefnir að ESB aðild.
Í umræðum á Samstöðinni nýverið sagði einn Samfylkingarfótgönguliðinn Viðar Eggertsson, að þó aðildarumsóknin væri komin ofan í skúffu hjá Samfylkingu þá væri það efsta skúffan og mjög auðvelt að opna hana aftur.
Líklega er það rétt hjá honum samanber eftirfarandi tilvitnun í vef Samfylkingarinnar (XS.is) undir liðnum málefnin/hagstjórn:
"Samfylkingin stefnir að fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu með upptöku evru að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."
Maður veltir fyrir sér hversu djúpristar breytingar formannsins séu eftir allt saman.
Nei takk, ekki fyrir mig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)