Sigurður Ingi og ummælin!

Alþingismenn hafa margir farið hamförum í dag yfir ummælum Sigurðar Inga á Búnaðarþingi. 

 

Þó virðist enginn þeirra vita hvað hann sagði!

 

Týpiskt!


Bannfærð vísa á Boðnarmiði

Hér er ósköp saklaus vísa, eignlega hugleiðing við frétt af óheppnum tónlistamanni.

 

Það virðist ekki meiga mikið

meeto refsar enn á ný

Auður hann fór yfir strikið

án þess þó að vita af því!

 

Fór svona voðalega fyrir brjóstið á vestlenskri fjósakonu að stjórnandi mjaðarins tók vísuna út. Eða hvað veit maður?

 

Hér er svo vísan endurunninn fyrir nýtt tilefni.

Það skal ekki míga of mikið

þó meeto blandist varla í

Eiður hann fór yfir strikið

án þes þó að vita af því!

 

 


Hvernig á nokkur heilvita maður að geta tekið mark á þessu liði?

Sbr. síðasta blogg síðuhafa um þann ómöguleika sem felst í að gera að lögum að Íslendingar noti eingöngu endurnýjanlega orku. 

Innantómt orðasnakk, öðru nafni,lýðskrum!


mbl.is Fyrsta skrefið í átt að „draumnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítug orka hrein orka orkuskipti og ríkisstjórn

Ríkisstjórninni er mjög í mun að við Íslendingar göngum fremstir meðal þjóða í notkun endurnýjanlegrar orku.

Það hlýtur þá mest að stafa af gleymsku eða athugunarleysi að ekki skuli nú þegar búið að setja þau lög í landið að ekki skuli önnur orka fara inn á dreifikerfið en svo kölluð hrein orka.

Vatnsafl vindur og jarðvarmi (sjávarföll og sól?). 

Blátt bann verði lagt hér við notkun raforku (í stórum stíl) framleiddri með t.d. kolum, gasi,olíu eða kjarnorku. 

Undantekningar ef raflínur bresta og grípa þarf til varaaflstöðva.

Þetta er eiginlega svo sjálfsagt að það hlýtur að vera hreint formsatriði fyrir t.d. umhverfisráðherra að renna þessu í gegnum þingið. 

 

Þar sem upprunavottorð þurfa orðið að fylgja þeirri orku sem seld er þá liggur það í hlutarins eðli að íslensk orkufyrirtæki verða að bera ábyrgð á að hafa slík vottorð fyrir framleiðslu sinni. 

Það getur nú ekki verið mikið mál eða hvað?


Fjórfrelsi eða fimmfrelsi?

EES samningurinn snýst um fjórfrelsi, frjálsa för fjármagns,vöru, fólks og þjónustu.

Augljóslega er fimmti þátturinn þarna líka, þ.e. frelsi til glæpa!

 

 


Af siðlausum sjóræningjum,rökstuddum grun og einhverju fleiru.

Ég ætlaði nú eiginlega ekki að nenna að skrifa þennan pistil, enda gerði ég það ekki. 

Hugleiðingarnar enduðu sem athugasemd við pistil eldpennanns Ómars Geirssonar hvar hann leiddi að því nokkrum líkum að píratar væru mögulega að ganga erinda erlendra afla í fylgispekt sinni við orkupakka 3.  Þannig skildi ég hann a.m.k. En ég skil hann nú ekki alltaf. 

Leti mín að skrifa pistilinn stafaði af lágmarksáhuga á Pírötum svona yfirleitt enda held ég að þeir eins og púkinn frægi, fitni bara af formælingunum. 

Annars er fróðlegt að skoða vef Alþingis hvar laun þingmanna eru útlistuð sem og fastar kostnaðargreiðslur og aðrar greiðslur. Sérstaklega er þetta fróðlegt í ljósi þarfar þeirra Björns Leví og Þóhildar Ævarsdóttur að tala illa í pontu Alþingis um Ásmund ökugarp Friðriksson.

Við skattgreiðendur erum jú að greiða fyrir uppihald þingmanna sem búa í Reykjavík eins og ferðakostnað annarra sem búa eitthvað frá. 

Vekja má athygli á samanlögðum uppihalds og ferðakostnaði tveggja þingmanna úr Suðurkjördæmi árið 2018.

Þetta eru Ásmundur Friðriksson og píratinn Smári Mccarthy.

Ásmundur kostar okkur í uppihald og akstur (fastar kostnaðargreiðslur og aðrar greiðslur)  4.855.373 krónur en félagi Þórhildar og Björns Leví, Smári, kostar okkur kr. 4.563.130 í sama. 

Bitamunur en ekki fjár, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að Smári býr steinsnar frá vinnustaðnum ólíkt Ásmundi. 

Annar skal þó kallaður þjófur af þeim Þórhildi og Birni en hinn ekki nefndur. 

Sjálf eru þau skötuhjú vel drjúg á skattpyngunni líka, enda sjálfsagt að reyna að bjarga heiminum (á okkar kostnað).

En að fiskur lægi undir steini hafði mér ekki dottið í hug (fyrr en ég las pistil Ómars). Var enda búinn að hálf gleyma tengingunni við glæpamanninn Sigga hakkara og njósnatölvuna í Alþingishúsinu. 

Það skyldi þó aldrei vera að þau væru ekki bara siðviltir dónar heldur eitthvað meira líka, eins og skv. þínum (þe. Ómars Geirssonar eldpenna að austan) athugasemdum gæti verið rökstuddur grunur um?

 


Hvar eruð þið orkupakkaandstæðingar?

Hagsmunasamtök sem hafa lýst andstöðu við innleiðingu orkupakka 3 svo sem eins og ASÍ nú eða hagsmunaaðilar í grænmetisrækt, mættu alveg láta frá sér heyra og lýsa yfir mórölskum stuðningi við Miðflokkinn. 

Látið ekki aðra þingmenn komast upp með að hleypa málinu í gegn í rolulegri þögn sinni!

Málþóf eru grábölvuð en að svo komnu er þá ekki bara réttast að fylgja dugnaði Miðflokksmanna eftir og rugga bátnum almennilega?

Þeir geta þetta ekki einir!

Hvar eruð þið, látið í ykkur heyra t.d. með auglýsingum í fjölmiðlum!

Áfram Miðflokkur!


Vísa

Alls kyns hegðan eru menn að kanna

eina að velli siðanefndin lagði

Sú er æðst var „siðapostulanna“

Sjálf var dæmd og féll á eigin bragði


Er auðlindagjald nokkuð annað en skattur?

Eins má snúa spurningunni við, er skattur nokkuð annað en auðlindagjald?

 

Þjóð hefur venjulega virkt ríkisvald sem byggir á skatttöku af þegnum sínum og þeirra brasi. 

Í raun er engin leið að skilja að tekjuskatt útgerðarfyrirtækis og auðlindagjald. 

Hvoru tveggja er skattur aðeins með ólík nöfn. 

 

Í ljósi ófarasögu kommúnisma síðustu 100 ára eða svo þá er svona heldur farsælla að hafa eignarhald einstaklinga að meginreglu fremur en ríkisins.  

Á móti kemur að ríkið eins og áður segir hefur skatttekjur af einstaklinganna og fyrirtækja þeirra. 

 

Hvað varðar  t.d. Landsvirkjun þá erum við í þeirri stöðu að þjóðin á hana gullgæsina að tarna.   Í ljósi einkavæðingarsögu síðustu 15 ára eða svo þá liggur ekki á að einkavæða hana ef þá að þörf sé á slíku. En yrði hún einkavædd þá skiftir öllu máli að skatttekjurnar renni til ríkisins. 

Sjávarauðlindin er í eigu Íslendinga en ekki íslenska ríkisins.  Það eykur aðeins flækjustigið að láta útgerðarfyrirtæki greiða auðlindagjald til ríkisins, einfaldast er að þau greiði almenna skatta. 

 

Lýðskrumarar og poppúlistar aðlalega frá vinstri reyna að telja fólki trú um að nauðsynlegt sé að greiddur sé sérstakur auðlindaskattur. 

 

Ef á hinn bóginn mörgu af þessu fólki yrði að ósk sinni og landið gengi í ESB þá færi arðurinn af auðlindinni til þeirrar þjóðar hvar sjávarútvegsfyrirtæki væri gert út.

Í slíku tilfelli þyrfti að setja sérstakan nýtingarskatt á sjávarútveginn til að hamla slíku. 

Þannig er auðlindagjaldstal hin hliðin á ESB aðildapeningnum. 

Hvort að það gengi síðan eftir ef við gengjum endanlega í ESB að hér mætti setja sérstakt gjald á útgerðina hvar útlendingar fengju ekkert fyrir (lesist mismunun). 

Miðað við þróun ESB til miðjunnar er slíkt ótrúlegt. 

 

En það væri eftir öðru að berjast fyrir auðlindagjaldi sem væri óþarft af því við værum ekki í ESB rétt eins og að taka hér upp löggjöf um sameiginlegan orkumarkað sem ekki skifti máli af því við séum ekki tengd ESB. Nú eða að heimila fósturdráp löngu eftir 12 viku meðgöngu af því að enginn muni nýta sér það. 

 

Jú það má vissulega taka undir það að umhverfið er orðið nokkuð poppúlískt!


Af orkupakki

Gamlir höfðingjar að yfirgefa Sjálfstæðisflokkin vegna orkupakkamálsins og fylgið að minka.
 
Hugsanlega endar flokkurinn í einhverju þriggja prósenta fylgi örfárra sérvitringa og furðufugla innan um lobbíista og almannatengla þeirra stórríku.
 
Þó ekki sé þetta hraustleikamerki á Sjálfstæðisflokknum þá er þetta heilbrigðismerki á sjálfstæðisfólki og sýnir að það hefur siðlega hugsun og neitar að fylgja foringjanum út í foraðið.
 
Öllu alvarlegra er ástandið hjá VG hvar þó áttu að vera eftir einhverjir markátakandi einstaklingar.
Þar heyrist ekki múkk þrátt fyrir að stórmarkaðsvæðing orkunnar standi fyrir dyrum.
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband