13.5.2019 | 19:17
Æi já dapurlegt er það
Hvað næst?
Ellilífeyrisþegar?
Líknarlífsrof?
Forsætisráðherrann vildi a.m.k. ganga lengra.
Einkennilegt hve sum mál virðast falla eftir manngildi þingmanna.
Þá tala ég auðvitað út frá persónulegu mati byggðu á fréttaflutningi síðustu mánaða og ára.
Ruslflokkurinn fer stækkandi!
![]() |
Frumvarp um þungunarrof samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2019 | 11:15
Úngur ég var
og ætlaði´að sigra heiminn
en ég hef þó lengst af með strauminum látið berast
og nú er ég orðinn svo utan við mig og gleyminn
að alveg hef gleymt því hvernig það skyldi nú gerast
Það er ekki frétt að ungur sé drengurinn dreyminn
dugnaður æskunnar þarf líka´eitthvað að gera
en undarlegt má það samt teljast að ásælast heiminn
með aldrinum meturðu frekar að láti´hann þig vera
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2019 | 10:14
Fækkun bensínstöðva hlýtur að auka CO2 útblástur.
Það verður að meðaltali lengra sem þarf að fara eftir bensíni.
Einfalt en greinilega ekki öllum ljóst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2019 | 23:35
Bankarnir blóðmjólka almenning
Samt er arðsemin svo lág að þeir gætu bersýnilega ekki rekið sig á lánum með þeim kjörum er þeir bjóða.
Er ekki einhver að reikna eitthvað skakkt einhversstaðar?
https://www.ruv.is/frett/segir-ardsemi-bankanna-ekki-vidunandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2019 | 11:59
Heimsendaspár,co2 og trúarbrögð
Það eru óþægileg líkindi og gamalkunn milli fornra heimsendaspáa og hnattrænna ofhitunnarspáa nútímans.
Óþægileg vegna þess að gömlu heimsendaspárnar voru til þess eins að ná tökum á fólki enda rættust þær sem betur fer ekki. Þess vegna er ekki óvarlegt að ætla að sama sé upp á teningnum nú að talsverðu eða miklu leiti.
Ef á hinn bóginn trúa skal því að hlýnun loftslags síðustu 100 árin eða svo stafi af mokstri mankyns á jarðefnaeldsneyti og bruna þess út í andrúmsloft þá væri lágmarkskrafa að þeir sem slíka kenningu boða færu eftir henni sjálfir og réðust að rótum vandans fremur en að gera svo til allt annað en það.
Lausnin væri auðvitað sú að draga stórlega úr þessum útblæstri og jafnvel að snúa dæminu við.
Íslendingar bjarga seint heiminum og verða reyndar líklega líka seint til þess að hann farist.
Það munar sem sé ósköp lítið um okkur til eða frá.
En við eigum mikið rafmagn a.m.k. enn þá og gætum helst lagt okkar litla lóð á vogarskálar með að taka þátt í að þróa leiðir til að breyta Co2 í nothæft eldsneyti t.d. ethanol sem rennur beint og ljúflega niður í bulluvélar dagsins í dag þó stundum með smá breytingum.
Hér er frétt af smá framþróun í þeim ranni,https://www.technologyreview.com/s/526456/a-less-resource-intensive-way-to-make-ethanol/
Væri ekki nær að veita fjármunum til háskóla landsins til að vinna að tæknilegum lausnum á þessu sviði fremur en að hlaupa svona út og suður með sjálfstyptingarsvipuna á lofti (enn eitt trúarbragðaeinkennið) og vaða í hverja vitleysuna á fætur annarri?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2019 | 08:02
Það má margt og flest gott segja um Sigmund Davíð
Þó eintstaka sinnum misstígi hann sig aðeins (enda stundum í ósamstæðum skóm)
Líklega voru það mistök að bjóða ekki Ingu Sæland líka í spjallið á klaustursbarnum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2019 | 20:25
EES samningnum má "þakka":
Smálánafyrirtæki með aðsetur erlendis hvar ekki virðist hægt að ná böndum yfir þau, hinir fátæku og aumu eru skotmarkið.
Að Ísland er orðið þekkt að því að hér er talsvert um mansal en slíkt hafði varla þekkst síðan á landnámsöld tja nema í Tyrkjaráninu svo nefnda en þar voru Íslendingar að vísu þolendur.
Vændi hefur sótt í sig veðrið en margir munu líta svo á að slíkt sé hinn mesti galli.
Aukið aðgengi erlendra skipulagðra glæpagengja að eignum Íslendinga.
Gott aðgengi íslenskra fjárglæframanna að skattaskjólum erlendis.
Varnir þjóðarinnar gagnvart lyfjaónæmum sýklum í kjöti halda ekki.
Að hér varð fjármálahrun á heimsögulegum skala fyrir tæpum 10 árum og þjóðin slapp með skrekkinn þrátt fyrir að allt of margir gerðu allt of lítið til að verja hag Íslendinga.
Þetta eru svona nokkur atriði sem koma upp í hugann þó fleira meigi telja til.
Þegar við bætist að hagsérfræðingar hafa reiknað út að ávinningur þjóðarinnar varðandi fiskútflutning (sem var ein aðal ástæða fyrir samningnum) er óverulegur umfram þá alþjóðasamninga er hún naut fyrir eða um 4 milljarðar á ári þá spyr maður sig hvort allt umstangið, allur þessi undirlægjuháttur og jafnvel lygar varðandi nauðsyn þess að samþykkja orkupakka ESB sé ekki ja, tímaeyðsla?
Vægt til orða tekið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2019 | 11:43
Ekki em ek sjálfstæðismaður
Þó ég skuli játa að hafa í eitt sinn kosið þann flokk (kominn á sextugsaldurinn) en langar samt að ráðleggja sjálfstæðismönnum í besta bróðerni að huga nú alvarlega að því að hreinsa til í flokksforustu sinni.
Taka sér formann utan að, það eru til ágætir formannskandidatar utan þessarar valdakreðsu sem nú telur sig eiga flokkinn og geta gert hvað sem þeim hentar og þess vegna í blóra við megin hugmyndir sjálfstæðismanna.
Hér talar t.d. einn, ágætt formannsefni sem hefur bæði reynslu og það sem ekki er minna virði, skynsemi en á henni virðist nokkur hörgull nú um stundir.
https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/#entry-2234119
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2019 | 22:18
Er náttúran æðri manninum?
Vangaveltur sem komu upp í kunningjaspjalli.
Getur verið að til sé eitthvað sem kallist siðrænt gagnvart náttúrunni, eða er náttúran nokkuð annað en tilviljanakenndur atómmassi, melar og grjót, gras og gróður,dýr og menn?
Nú mætti setja fram þá hugmynd að náttúran hefði eingöngu eitthvert gildi gagnvart manninum. Okkur fólkinu sé ómögulegt að meta hana út frá öðrum forsendum.
Þannig gæti t.d. stór loftsteinn valdið dauða 90% lífs og það væri í sjálfu sér ekki merkilegra fyrir utan magnið en þegar lítill loftsteinn lendir á apa í afríku og drepur hann. Svona frá "sjónarmiði" náttúrunnar, henni væri sem slíkri nokk sama hvort sem væri enda hafi hún ekkert sjálf.
Þegar maðurinn talar um að vernda náttúruna þá sé hann jafn mikið að tala út frá sjálfum sér eins og þegar hann talar um að vernda hana ekki þ.e. að láta svokölluð nýtingarsjónarmið ráða gagnvart friðunarsjónarmiðum.
T.d. sé fjölbreytni náttúrunnar mikilvæg af því að maðurinn sé hluti af henni og það geti orðið vistkerfinu ógn (og þar með manninum) ef hann fjarlægist það um of og hirðir ekki um fækkun tegunda af brasi sínu. Þar megi nefna dæmi af fækkun býflugna líklega vegna notkunar á eitri en fækkunin sú ógni svo aftur manninum sjálfum með því að minna sé hægt að framleiða af ávöxtum.
Aðrir tala um að náttúran sé mikilvæg óháð manninum og að manninum beri skylda til að vernda hana a.m.k. forðast eins og hægt er að eyðileggja hana.
Þá er auðvitað spurning hvað er að vernda og hvað er að eyðileggja.
Einhver sagði að foss væri ekki annað en vatn sem félli fram af háum stalli.
Er það eyðilegging að setja þetta vatn í rör? Vissulega hverfur fossinn en er vatninu ekki sama? Eða fjallinu?
Velta má fyrir sér hvað Sigríði í Brattholti gekk til https://www.mbl.is/greinasafn/grein/169636/ að hóta að henda sér í Gullfoss þegar fyrsta skóflustungan yrði tekin að virkjun hanns. Reyndar er fróðlegt að skoða sögu Sigríðar og máta við ýmislegt í nútíma t.d. streð á móti sjálfsagðri afréttargirðingu (Erum við sem erum á mót orkupakka 3 í sömu stöðu?)nú eða hvernig Þorleifur ríki á Háeyri keypti Gullfoss af föður Sigríðar til þess eins að selja Einari Ben og félögum hann aftur með hagnaði (Guðlaugur Þór og vatnsréttindi eiginkonunnar, frændur Bjarna Ben og kaupin af Ratcliffe, Björn Bjarna og tengdasonurinn sem vill fjárfesta í sæstreng, í sambandi við orkupakka 3?)
En þetta að líta á fossin sem eitthvað stærra sér sjálfum og hafa engin not fyrir hann dauður?
Það er eitt að vilja friða náttúru fyrir einum ágangi manna þegar markmiðið með friðuninni er að nota hana á annan hátt t.d. til að selja hana túristum til áhorfs. Slíku má þó ekki rugla saman við þá skoðun eða trú að náttúran sé sjálfstætt fyrirbæri ofar manninum.
Í þessu samhengi er mér ekki ljós afstaða t.d. Ómars Ragnarssonar sem benti á það þegar Kárahnjúkavirkjun var í pípunum að hægt væri að "græða" á annan hátt á náttúrunni en að virkja hana, t.d. með túrisma. Þetta var auðvitað rétt hjá Ómari og merkileg framsýni (m.a.v. hve túrisminn hefur vaxið síðan) en hvort hann benti meintum gróðapungum á þetta af því að þannig hugsuðu þeir en á sama tíma væri hann sjálfur að hugsa um náttúruna á öðrum forsendum, er mér ekki ljóst.
Svipað gildir um þá sem eru á móti hvalveiðum, eru þeir það af því að þeir eru tilfinningalega (af sinni hálfu ekki hvalsins) tengdir hvalnum en eru að reyna að nota rök náttúrunýtingarsinna að meiri pening sé hægt að hafa út úr því að selja ferðamönnum það að skoða hvalina fremur en að drepa þá (þ.e. hvalina)af því að slík rök gangi betur í þá sem vilji aðeins græða á náttúrunni?
Það er í raun þetta sjónarmið hvort eitthvað sé til æðra manninum eða ekki sem er áhugavert í þessu. Venjulega hafa þeir sem slíku halda fram verið kallaðir trúmenn og margt í ranni náttúruverndarsinna minnir talsvert á slíka afstöðu.
Vestræn einstaklingshyggja á erfitt með að fara mikið út fyrir einstaklinginn þó vel geti rúmast innan Darvínískra sjónarmiða að einstaklingar fórni sér fyrir heildina til að tryggja genum sínum eitthvert framhald.
En að einstaklingur fórni sér eða öðrum einstaklingum fyrir náttúruna er oss vestrænum aðeins tormeltara a.m.k. þeim sem líta á trú meira sem táknræna siðfræði en einhvern sannleik á bak við slæðuna.
Fróðlegt væri að gera skoðannakönnun hvort menn telji réttlætanlegt að skjóta veiðiþjófa sem eru að reyna að drepa dýr í útrýmingarhættu t.d. fíla.
Þar takast þessi sjónarmið á þó menn hafi nú trúlega lítið pælt í því. En auðvitað má segja að fleiri menn hafi meiri hag af því að halda dýrunum lifandi (túrismi) en dauðum (ósjálfbærar veiðar). Svo ekkert er einfalt þar frekar en annars staðar.
Hafi einhver lesið svona langt niður er honum væntanlega orðið ljóst að niðurstaðan er engin.
Ætli það megi ekki bara kalla þetta opnar pælingar eða hugsað upp hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2019 | 23:51
Bíddu
Sagðist Skúli ekki hafa tapað öllu sínu?
Hann hlýtur þá að selja þessa lóð og láta þá sem gáfu eftir laun sem hlut í WOW hafa!
![]() |
Lóð í Kársnesi ekki hluti af þrotabúinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)