Ruðningsáhrif ferðamanna og raforku

Bjarni Jónson bloggar um það í gær hvernig samþykkt orkulagabálks ESB muni hækka hér raforkuverð knýja okkur til útflutnings raforku sem ekki er til og þar með í auknar virkjanir. Vitnar í norskan hagfræðing sem segir hagnað Norðmanna af lagningu sæstrengs frá þeim byggi eingöngu á hækkuðu raforkuverði í Noregi og svo muni enn frekar eiga við hér ef við göngum að þessu reglugerðarverki ESB. 

Þarna er augljóst að um gríðarleg ruðningsáhrif verður að ræða hvar lífskjör almennings munu snarversna vegna hækkaðs orkuverðs. 

 

Ef við Íslendingar vildum nú einu sinni læra aðeins af reynslunni þá er ágætt að skoða hvað hefur gerst í ferðaþjónustunni sem um margt er svipað. 

Munurinn er þó sá að af ferðaþjónustunni virðist raunverulegur arður, viðbrögðin hafa á hinn bóginn verið svo kolröng að ruðningsáhrifin í formi hækkaðs gengis og hækkaðs húsnæðisverðs eru hér allt að drepa og við það að keyra þjóðfélagið út í stórskaðandi verkföll á tímum sögulega hæsta kaupmáttar sem hér hefur verið. 

 

Til að vinna með ruðningsáhrif ferðamannastraumsins sem eru þó vel höndlanleg ef menn færu rétt í málið sem snýr að lagfæringu gengis og mjög ákveðinnar stjórnunar aðalega á höfuðborgarsvæðinu varðandi útleigu íbúða og sölu þeirra til útlendinga. Í kjölfar þess aukning á framboði íbúða til almennings. 

Fyrir nú utan það að bretta upp ermar og taka á móti enn fleiri ferðamönnum en íslendingar virðast reyndar löngu hættir að nenna að vaka fram eftir í aflahrotum. 

Ekki í sjálfu sér flókið en einhverjir græða ekki eins mikið og annars ef þetta er gert og róa því vitanlega á móti. Þegar áhrifamenn í stjórnmálaflokkum standa í húsnæðisbraski þá er auðvitað ekki von á góðu úr þeirri átt með að hamla slíku. 

 

Varðandi ruðningsáhrif orkupakkans er verkefnið enn einfaldara en það er að hafna honum með öllu. Enda hefur ekki nokkrum manni tekist að sýna fram á hag okkar Íslendinga af þessu regluverki þó eins og í tilfelli ferðamennskunar hér að ofan megi vera að einhverjir aðilar sjái sér fært að græða á kostnað heildarinnar. 

 

En auðvitað lítur heldur illa út með þetta og annað þegar pólitíkusar þora ekki að taka skynsamlegar ákvarðanir en svigna og vingsast í allar áttir eins og "vindhanaasnagrey" ýmist vegna skamtímagróðasjónarmiða þrýstihópa, krafna frá ESB, eigin einkabraski nú eða einfaldlega af heimsku og eða hugsannaleti. 

Svona ef maður gefur þeim það að þeir séu yfir höfuð við stjórnvölinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband