Hvernig dettur Katrínu Jakobs

í hug að hún sé rétta manneskjan að nýta málskotsréttinn myndist gjá milli þings og þjóðar, þegar hún sjálf hefur ekki bara einu sinni heldur tvisvar staðið röngu meginn við þær aðstæður?

Hvar er dómgreindin?

 

Þetta á næstum eins við um Baldur Þórhallsson sem blés á málskotsréttinn á sínum tíma og var varaþingmaður flokks sem myndaði gjána frægu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er alltaf treyst á gullfiskaminnið hjá þjóðinni. 

Sigurður I B Guðmundsson, 25.4.2024 kl. 17:06

2 identicon

Nákvæmlega. Það er alveg rétt. Ég segi það sama og Sigurður. Gullfiskaminni þjóðarinnar er algjört, virðist mér, því að fólk virðist líka vera búið að steingleyma, hvernig Jóhönnu Sigurðardóttur og Jónínu hennar var tekið á erlendri grundu í forsætisráðherratíð hinnar fyrrnefndu. Samtökin78 og þeir Baldur og Felix myndu nú ekki beinlínis hrópa húrra yfir þeim viðtökum. Ætlar þjóðin virkilega láta þá hörmung endurtaka sig og það, þar sem sjálfur forseti landsins á í hlut, ef Baldur yrði nú kosinn, sem ég bið Guð að forða þjóðinni frá í lengstu lög. Það er sífellt verið að hamra á því, að þjóðin sé höfð að háði og spotti erlendis. Ekki mundi það nú batna, ef Baldur yrði nú kosinn. Nóg er það nú samt, sem hægt er að hæðast að í sambandi við þessar kosningar, - annars vegar Baldur og hins vegar forsætisráðherra, sem er svo metnaðargjörn, að hún stekkur til að fer í forsetaframboð sísona án þess að segja af sér ráðherradómi fyrst, sem ég hef lesið í blöðum á Norðurlöndum að veki mikla furðu, svo ekki sé meira sagt, og grín að auki. Svo virðist vera, sem sumu fólki þyki það allt í lagi, að þjóðin sé höfð að háði og spotti. Hvar er þjóðerniskenndin eiginlega? Spyr sá, sem skilur ekki, hvað fólk er að hugsa.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2024 kl. 16:28

3 identicon

Ég þakka athugasemdirnar. 

Varðandi Baldur og Felix þá sé ég ekki nema að það væri gott mál að þeir kæmust að á Bessastöðum og yrði þar um álíka nýmæli að ræða eins og þegar við vorum einna fyrst til að kjósa konu í slíkt embætti. 

Vandinn er bara sá að Baldur er ekki nógu sannfærandi vegna fyrri yfirlýsinga um málsskotsréttinn, en miðað við mjög ákveðnar yfirlýsingar hans um að nýta téðan rétt þurfi þess, þá hefur hann vonandi breytt um kúrs í þessu. Persónulega er ég þó ekki sannfærður vegna fyrri yfirlýsinga sem og afleitrar framkomu Samfylkingar gagnvart þjóðinni eftir Hrun. 

Ég sakna þess að frambjóðendur séu spurðir hvort þeir hafi séð tilefni til á tíma Guðna forseta að nýta málskotsréttinn eða í það minnsta að tukta ríkisstjórn til þegar hún hleypur út undan sér. 

Sbr. ef rétt er að frumvarp sé í smíðum sem veiti fiskeldisfyrirtækjum ótímabundinn afnotarétt af íslenskum fjörðum!

Arnar er líklega eini frambjóðandinn sem hefur talað skýrt hvað þetta varðar. 

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 26.4.2024 kl. 18:53

4 identicon

Ég treysti líka Arnari Þór einum til þess að sinna þessu embætti með sóma, og styp hann, og vonast til þess að hann komist ofar á listann heldur en hann er í dag, enda trúi ég, að skoðanakannanirnar eigi eftir að breytast, þegar kosningabaráttan hefst fyrir alvöru, þótt þessi skoðanafyrirtæki séu alltof hlutdræg. Það er aldrei að vita, hvernig þetta á eftir að breytast, og vioð skulum spyrja að leikslokum.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2024 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband