Enn af ómöguleika framboðs Katrínar.

Ekki ætlaði ég nú í eitthvert heilagst stríð gegn framboði Katrínar Jakobs en get þó ekki orða bundist.

Í morgunn í Bítinu kom Jóhanna Vilhjálms með ágæta spurningu til eins forsetaframbjóandans. 

Sá svaraði núr reyndar nokkuð loðmullulega en látum vera.

Spurningin var sú hvað viðkomandi myndi sem forseti, gera varðandi væntanleg lög um lagareldi þar sem til stóð að veita fiskeldisfyrirtækjum ótímabundið rekstrarleyfi eins og það er kallað.  Semsagt gefa frá sér auðlindina. 

Fróðlegt er að velta fyrir sér hver staða Katrínar Jakobs yrði gagnvart þessum lögum. 

Þar sem þau koma nokkurn vegin beint frá henni sjálfri sem ráðherra matvælaráðuneytis til skamst tíma. 

 

Fróðlegt væri einnig að vita hvort okkar helstu stjórnmálaskýrendur þeir Björn Ingi og Ólafur Þ. Harðar, miklir meðmælendur Katrínar í forsætisembættið,  átti sig nú á þessum ómöguleika þó ekki sé annað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Bjarni Gunnlaugur; æfinlega !

Vel sagt; og algjörlega í takti við

raunveruleikann:: sem við okkur blasir.

Með beztu kevðjum; upp á Skeið /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.4.2024 kl. 10:19

2 identicon

. . . . kveðjum; átti að standa þar,

að sjálfsögðu.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.4.2024 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband