Rökvilla bankasýslunnar!

Bankasýslumenn tveir, voru til svara hjá þingmönnum í dag.
 
Þar kom fram að áliti bankasýslunar hafi margumrætt útboð á hlut ríkisisns í Íslandsbanka verið best hepnaða útboð Íslandssögunnar.
 
Spurðir hvort þeir myndu nota sömu aðferð aftur þá virtust þeir á því, sögðu að í ljósi þess hve útboðið hefði verið vel heppnað þá hlytu þeir að mæla með aðferðinni.
 
A. Hversu vel útboðið var heppnað rökstuddu þeir með því að önnur útboð í öðrum löndum þar sem hlutar ríkisins í bönkum voru seldir, hefðu leitt til mun lakari niðurstöðu. (Bindi lagað)
 
B. Einnig kom fram hjá þeim að aðferðin sem notuð var hér væri sambærileg við þá sem menn notuðu í sölu á hlut ríkisins í bönkum erlendis. (Bindi lagað aftur)
 
 
Rökvillan er þá þessi: Aðferðin er sögð góð af því að hún skilar betri niðurstöðu en annarsstaðar, en annarsstaðar er notuð sama aðferð. (Er ekki slaufa bara betri?)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hann sagði nú líka að gott verð hefði fengist fyrir hlutabréfin og  hlutabréfaverðið í Íslandsbanka hefði haldist stöðugt eftir sölu

Í dag er staðan allt önnur og hlutabréfin hríðfalla

Aðgerðin heppnaðist vel en síðar veiktist sjúklingurinn af öðrum kvilla

Grímur Kjartansson, 28.6.2023 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband