Athugasemd við grein Bjarna Jónssonar um fjármál Kristrúnar Frostadóttur

Af því að ég tel að þessi athugasemd eigi erindi til Sjálfstæðismanna og er ekki alveg viss um að hún verði birt þar sem hún var send, þá birti ég hana hér. 

En höfundur pistilsin sem hún var sett við hafði miklar áhyggjur af fjármálagjörningi Kristrúnar Frostadóttur!

"Ég hefði í þínum sporum mun meiri áhyggjur af Bjarna Ben og Sjálfstæðisflokknum en Kristrúnu og Samfylkingu. 

Sjálfstæðisflokkurinn er/var miklu merkilegri flokkur en Samfylking en er að hverfa í blámóðu hagsmunatengsla auðmannadekurs og svindlgjörninga.

Umsjón formannsins með sölu á eignum ríkisins hefur verið ansi langt frá því að vera til fyrirmyndar. 

En þögn almennra Sjálfstæðismanna er ærandi miðað við gasprið út í Kristrúnu greyið.   Nema jú þeirra sem eru að drepast úr meðvirkni og verja alla Lindarhvolsvitleysuna og hvað þetta allt heitir,  út í rauðan dauðann!    Þar gildir væntanlega hið forkveðna eins og þú segir: "æ sér gjöf til gjalda"!

 

Sókn Sjálfstæðisflokksins til fyrra mikilvægis í Íslenskri pólitík getur ekki falist í að ásaka aðra um það sama og menn réttlæta í eigin flokki, heldur miklu frekar að hreinsa almennilega til í eigin ranni og fara í alvöru eftir eigin hugsjónum!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nafni minn birtir athugasemdina hjá sér og er maður að meiri fyrir vikið, því ekki er hún neitt mjúkmælgisskjall!

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 10.7.2023 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband