Enn af ómöguleika framboðs Katrínar.

Ekki ætlaði ég nú í eitthvert heilagst stríð gegn framboði Katrínar Jakobs en get þó ekki orða bundist.

Í morgunn í Bítinu kom Jóhanna Vilhjálms með ágæta spurningu til eins forsetaframbjóandans. 

Sá svaraði núr reyndar nokkuð loðmullulega en látum vera.

Spurningin var sú hvað viðkomandi myndi sem forseti, gera varðandi væntanleg lög um lagareldi þar sem til stóð að veita fiskeldisfyrirtækjum ótímabundið rekstrarleyfi eins og það er kallað.  Semsagt gefa frá sér auðlindina. 

Fróðlegt er að velta fyrir sér hver staða Katrínar Jakobs yrði gagnvart þessum lögum. 

Þar sem þau koma nokkurn vegin beint frá henni sjálfri sem ráðherra matvælaráðuneytis til skamst tíma. 

 

Fróðlegt væri einnig að vita hvort okkar helstu stjórnmálaskýrendur þeir Björn Ingi og Ólafur Þ. Harðar, miklir meðmælendur Katrínar í forsætisembættið,  átti sig nú á þessum ómöguleika þó ekki sé annað!


Hvernig dettur Katrínu Jakobs

í hug að hún sé rétta manneskjan að nýta málskotsréttinn myndist gjá milli þings og þjóðar, þegar hún sjálf hefur ekki bara einu sinni heldur tvisvar staðið röngu meginn við þær aðstæður?

Hvar er dómgreindin?

 

Þetta á næstum eins við um Baldur Þórhallsson sem blés á málskotsréttinn á sínum tíma og var varaþingmaður flokks sem myndaði gjána frægu. 


Er ástandið á Kanarí endurspeglun á stöðunni á Íslandi?

Mögulega. 

Þar er ferðamennskan að kaffæra allt annað og veldur svipuðum ruðningsáhrifum og eru í gangi hér. 

Hér höfum við að auki miklar fjárfestingar einstaklinga, t.d. í fiskeldi og öðrum stórgróðafyrirtækjum.   

Nálega allir pólitíkusar og nú síðast Kristrún Frosta líka (sbr. spurningu í síðasta pistli), tala fyrir auknum fjárfestingum t.d. í virkjunum. 

 

Til hvers að fjárfesta ef við þurfum að flytja allt vinnuaflið að, höfum ekki pláss fyrir það og gróðinn virðist ekki rata til samfélagslegra verkefna svona rétt eins og á Kanarí?

 

Svo pönkast Seðlabankinn á almenningi með vaxtaokri sem eykur vandann en hefur lítil áhrif á Norska auðjöfra nú eða Íslenska sem ýmist moða úr erlendum lánum eða síbatnandi eiginfjárstöðu enda vextirnir að stuðla að stórfeldum eignabruna frá almenningi til auðfélaga. 

 

Burt séð frá afstöðu manna til náttúruverndar þá er glapræði að virkja meir að sinni, þó einungs sé útfrá þensluáhrifum. 

 

Stöku menn boða aðahald rikisins en vilja um leið sem mestar fjárfestingar einkaaðila. 

 

Þetta er svona eins og ef okkar blandaða hagkerfi væri bátur sem berst að brimóttri strönd, þá eru einkaaðilar að róa á fullu áfram á annað borð en ríkið skal róa afturábak á hitt. 

 

Er nema von að við snúumst í vonlausa hringi og reki brátt í strand?

https://www.visir.is/g/20242559769d/tugir-thusunda-motmaeltu-fjolda-ferdamanna-a-kanarieyjum


Allt er jú bannað

Allt er jú bannað sem ekki er leyft
á enn einu kerfið þó lumar
Nú áttu að sanna að út hafir hleypt
aumingja kúnum í sumar!


Þensla,ríkisfjármál og verðbólga.

Allir segjast þeir ætla að berjast við verðbólguna, stjórnmálamennirnir okkar. 

Enginn veit þó hvernig, nema jú það eigi að draga úr ríkisútgjöldum. 

Sem þó er ekki gert. 

 

En orsök verðbólgunnar er þenslan. 

 

Til að nýta öll dámsamlegu fjárfestingatækifærin þá er hér flutt inn fólk í tugþúsundatali sem veldur húsnæðiseklu sem veldur verðbólgu. 

 

Samt ætla allir þessir frábæru pólitíkusar sem vilja draga úr verðbólgu, að auka í í fjárfestingum. T.d.að virkja eins og hægt er. Við þurfum jú svo mikið að bjarga heiminum með því að aka um á rafmagnsbílum. 

 

Hver græðir svo á öllum þessum fjárfestingum sem eru í gangi eða eiga að fara í gang?

Varla ríkið sem virðist lepja dauðan úr skel og ekki geta rekið heilbrigðiskerfið almennilega eða sinnt öðrum verkefnun svo vel sé, hvað þá þegar verður farið að skera niður eins og þeir segja að þurfi að gera?

 

Ekki góður hluti þjóðarinnar, ungt fólk,margir eldriborgarar,flestir öryrkjar og svona almennt tekjuminni hluti þjóðarinnar.  Þetta fólk hefur það með versta móti vegna húsnæðisverðsins og vaxtaokursins. 

 

Ef gróðinn ratar ekki til almennings nema síður sé, er þá ekki verr af stað farið en heima setið með allar fjárfestingarnar? 

Er ekki bara rétt að setja öll delluverkin á "hold" já og mest af þessum frábæru fjárfestingum sem þarf allt til frá útlöndum og ekki síst vinnuaflið, til að framkvæma?

Nú þarf pólitíkusa með raunverulega yfirsýn og skilning á hvar hvenær og hvernig þurfi og skuli hemja gróðaöflin þegar þau eru farin að skaða meir en skapa. 

Ætli Kristrún átti sig á þessu?


Svandís og Sjálfstæðisflokkurinn

Það er skiljanlegt að sjálfstæðismenn fari ekki að lýsa yfir vantrausti á manneskju sem þeir eru ný búnir að semja við um stjórnarsamstarf. 

En það er undarlegt að þeir skuli semja um stjórnarsamstarf við manneskju sem þeir ætluðu að lýsi yfir vantrausti á. 

 

Er þá bara allt í lagi að vera í ríkisstjórn með lögbrjóti, já og undir forsæti manns sem hrökklaðist nýverið úr fjármálaráðherrastólnum?

 

Þér eruð ekki matvandir Sjálfstæðismenn, það má nú segja og ekki heldur vandir að virðingu yðvar. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband