8.4.2019 | 20:46
Páll Vilhjálmsson dregur orkupakkamálið upp með skýrum hætti
þegar hann segir að það snúist um að færa umráð yfir orku okkar Íslendinga yfir til ESB.
Þessu er ekki hægt að mótmæla.
Segir svo að sæstrengurinn komi á eftir og þá sé verkið fullkomnað.
Allt vísast rétt og satt hjá Páli.
En hvað ætli mönnum gangi til að að´vilja að Íslendingar afsali sér svona umráðum yfir sinni orku?
Telja menn að við verðum að gera það vegna annarar samvinnu við ESB?
Telja menn að við Íslendingar séum óhæfir að stjórna þessu sjálfir?
Eru undir væntingar um að ferlið leið af sér einkavæðingu með tilheyrandi gróðamöguleikum íslenskra spekulanta og þá væntanlega sem eru að toga í spotta hjá pólitíkusum?
Telja menn að raforkuverð hér muni lækka við þetta?
Er undirliggjandi andúð á þjóðarhugtakinu, þjóðarrétti og þjóðareign? (eru þeir sem svo hugsa þá einnig á móti takmörkun á eign fiskimiðanna við Íslendinga)
Er þarna um að ræða einhverskonar alheims skyldurækni, að við Íslendingar verðum að taka á okkur byrðar í jú, hækkuðu raforkuverði en til að orkuhagkvæmnin aukist í ESB og þar með minki álagið á náttúruna?
Einhver hlýtur ástæðan að vera fyrir öllum hamaganginum að koma þessu í gegn?
Einhvern veginn fer lítið fyrir umræðunni á þessum nótum, aðalega fer hún í að fullyrða að þetta afsal þjóðarinnar á orkuauðlindinni standist víst stjórnarskrá að mati einhverra sérfræðinga og svo hitt að þetta sé nú ekki svo slæmt að gera þetta.
Ávinningurinn er semsagt óljós og umræðan vanþroskuð ekki síst af hálfu þeirra sem þykjast tala fyrir málinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2019 | 14:05
Deja Wow
Ólíklegt að almennir hluthafar fái nokkuð fyrir bréf sín.
Skúli Mogensen tapar sem eigandi mikils hlutar í félaginu.
Skúli Mogensen segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði "Ég er hinsvegar þannig gerður að ég lít ekki á þetta sem endi" segir Skúli.
Hvað fór úrskeiðis? "....Við getum verið mjög ánægðir með margt......ef litið er um öxl má segja að helsti galli en jafnframt kostur ....... var hversu stórhuga við vorum" Segir Skúli Mogensen.
Hér er reyndar ekki verið að tala um WOW Air heldur OZ fyrir 16 árum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2019 | 20:05
Seðlabankastjóri settur í bóndabeygu verkalýðshreyfingar.
Sjálfur gaf hann þau skilaboð inn í kjarasamningana að ef þeir yrðu honum ekki að skapi þá kynni hann að hækka vexti.
Fyrir nú utan það hve vaxtastefna Seðlabankans hefur verið út úr korti frá Hruni þá var þessi yfirlýsing Seðlabankastjóra vanhugsuð.
Nú fær hann búmmerangið aftur í höfuðið þar sem samningsaðilar skilyrða hófsemi í kjarasamningum við hófsemi í vaxtaákvörðunum.
Hitt er annað að vaxtarugl seðlabanka er enn eitt dæmið um hversu vafasamt getur verið að útvista valdi kjörinna fulltrúa til misviturra og þrásætinna embættismanna.
Vera Má þó að ef á annað borð er verið að gera Seðlabanka ábyrgann fyrir efnahagslegum stöðugleika þá þurfi hann að hafa einhver fleiri tæki í sínu vopnabúri en það eitt að hækka vexti í tíma og ótíma. En slíkt er auðvitað gagnslaust ef þau eru ekki notuð.
Það er vel hægt að hemja verðbólgu með öðrum aðferðum en að hækka vexti t.d. að draga úr framboði fjármagns með aukinni bindiskyldu (sú aðferð er í vopnabúri S.B.) og ekki síður það sem þurfti að gera síðustu árin að prenta fleiri krónur til að gengið færi ekki upp vegna aukinnar eftirspurnar eftir útsýni hér á landi. Ég veit ekki betur en slíkt sé líka í vopnabúri bankans.
Dollarana eða evrurnar sem keyptar yrðu fyrir þær nýkrónur ættu svo að nýtast ríkissjóði t.d. til að kaupa almennilegt malbik og vélar til að leggja almennilega vegi, svona til að byrja með og hlúa að ferðamannastöðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2019 | 09:08
Af Kölska WOW og Sæmundi (Skúla?) fróða!
Til er þjóðsaga um samskipti Kölska og Sæmundar fróða en hún byrjar í einni útgáfunni svona:
"Sá skóli var í fyrndinni til út í heimi, sem hét Svartiskóli. Þar lærðu menn galdur og ýmsan fornan fróðleik. Svo var til háttað í skóla þessum, að hann var í jarðhúsi rammgjörvu mjög; á því var enginn gluggi, og var þar því alltaf niðamyrkur inni. Enginn var þar kennari, og námu menn allt af bókum, sem voru skrifaðar með eldrauðu letri, sem lesa mátti í myrkrinu. Aldrei máttu þeir, sem þar lærðu, koma undir bert loft eða sjá dagsljósið, á meðan þeir voru þar, en það voru þrír eða sjö vetur, sem þeir urðu að vera í skólanum til að verða fullnuma. Hönd ein grá og loðin kom á hverjum degi inn um vegginn og rétti skólapitunum mat. En það áskildi sá sér, sem skólann hélt, að hann skyldi eiga þann, sem síðastur gekk út af þeim, sem burtu fóru úr skólanum á ári hverju. En af því að allir vissu, að Köski hélt skólann, vildi hver, sem gat, forða sér frá því að ganga seinastur út úr honum." https://www.snerpa.is/net/thjod/saemi.htm
Fyrir nú utan merkilega líkingu við kortalestur í myrkum flugstjórnarklefa þá er þessi saga eins og þjóðsögur eru furðu oft, merkilega góð forskrift að því sem verið er að baksa í dag.
Kölski þetta fyrirbæri sem er stöðugt að lofa einhverjum gæðum gegn veði sem gengið skal eftir þegar annað bregst. Skúli, nei Sæmundur, hetjan klóka sem er svona á mörkum þess að snuða kölska eða í það minnsta að snúa á þessa hörðu veðkröfu.
Ef marka má fréttir þá virðist svo að ISAVIA hafi krafist þess veðs í vélum WOW Air fyrir greiðslu lendingargjalda að alltaf yrði a.m.k. ein að vera kyrr (a.m.k. undir það síðasta) í landinu og þar með sú síðasta sem yrði til að fara væri sú er kölski afsakið ríkisfyrirtækið ISAVIA tæki upp í skuldir.
Vissulega algjörlega absúrd krafa þar sem WOW Air átti ekki baun í flugvélunum heldur voru þetta leiguvélar.
Eins má af fréttum dæma að einmitt þessi regla hafi hleypt svo illu blóði í leigusala vélanna að þeir hafi rétt þegar félagið var að ná að forðast brotlendingu, kyrrsett vélar sínar í útlöndum og félagið féll!
Nú má vel vera að WOW hafi verið svo illa rekið að það hafi átt að fara á hausinn löngu fyrr t.d. þegar ISAVIA byrjaði að gefa eftir rukkanir um lendingargjöld, nú eða að það myndi fara á hausinn fljótlega af öðrum ástæðum en þessum.
En horft frá sjónarhóli ríkisins og ríkisstjórnarinnar sem var ljós hættan bæði hætta á efnahagslegu áfalli af falli WOW sem og að þessi rúmi milljarður í lendingarskuldir tapaðist þá var þetta líklega versta mögulega niðurstaðan og sennilega þeim alveg óvænt.
Enda ef marka má fréttir ISAVIA búið að semja eitthvað við WOW um greiðslu þessarar skuldar í framtíðinni.
Þarna kom þessi furðuregla í stíl þjóðsögunnar um Kölska semsagt í bakið á þeim sem settu hana og héldu við. Reyndar er líklegt að ESB muni eitthvað taka í taumana varðandi þessa "síðustu vél" svipað og gert var vegna kyrrsetningar Air Berlin vélar í Frakklandi á sínum tíma.
Hvað kom svo út úr þessu umstangi öllu, fyrir utan það að Skúli tapaði aleigunni (að eigin sögn),fjárfestar töpuðu fjárfestingunni og Kölski afsakið ríkið var af lendingagjaldaskuldinni?
Nú væntanlega hafa menn tekið eftir gríðarlega auknum ferðamannastraumi í tíð WOW air en þar sem fyrirtækið hafði það að verkefni að flytja ferðamenn þá má ætla að eitthvert samband sé þar á milli.
Í kjölfarið (svona síðla árs 2015) rauk gengið upp eða var látið rjúka upp án afskipta, og upphófst eitt gríðarlegt neyslufyllerí þjóðarinnar að vísu í bland við alvarleg ruðningsáhrif svo sem húsnæðisbólu hverju skaffaranum Skúla verður þó seint kennt um fremur en verðbólguskotinu nú, þegar allt snýr við vegna falls WOW. Þar eru aðrir sökudólgar á ferð.
Þeim sem enn eiga erfitt með að sjá orsakasamhengið má benda á að við fall
WOW kemur upp atvinnuleysi í áður óþekktri stærð hér lendis. WOW hefur þar með verið eitthvað aðeins meira en froða. Það má segja að í falli Skúla sé fremd hans falin! A.m.k hvað hag þjóðfélagsins af þessu brölti varðar, fjárfestar verða að tala fyrir sig í þeim efnum.
En er eitthvað hægt að læra af þessu annað en að stundum sé armslengdin full löng hjá hinu opinbera en þá meina ég að jafnvel þó stjórnvöld hefðu áttað sig á hættunni vegna Kölskareglunnar þá er óvíst að þau hefðu getað sagt ISAVIA að nú skyldu þeir hætta að
fylgja þeirri lagareglu að taka síðustu vél að veði! Já og umfram allt láta það orð berast með tryggum hætti til leigusala vélanna.
Átti kannski að hlaupa til og breyta WOW air í ríkisflugfélag eða a.m.k. ríkið að kaupa hlut, svona eins og það gerði varðandi föllnu bankanna vansællar minningar?
Ekki skal því svarað hér, en eitt er augljóst, það yrði besti stuðningurinn við flug til landsins (og innan þess líka) að taka af lendingargjöld.
Þannig myndi ríkið styðja best og með sem almennustum hætti við þessa mikilvægu starfsgrein.
Látum svo bisnismennina vinna verkin og fjárfestana um áhættuna en samfélagið fá gróðann.
Síðan getum við setið og velt fyrir okkur hver er nú Sæmundur og hver er Kölski í öllu því dæmi!
Hér er svo lokayfirlýsing Skúla varðandi félagið:
Farin vélin fjólublá
fæstir halda kúli
Eignir finnast ekki í WOW
allt er tapað - Skúli!
Bloggar | Breytt 2.4.2019 kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2019 | 14:39
Hvenær skyldi RÚV
hætta að búa til fréttir og fara að segja fréttir?
Þarna er fréttin einmitt öfug við fyrirsögnina, þingmenn Miðflokksins telja augljóst að myndskeiðin sýni að Bára hefði óhreint mjöl í pokahorninu.
En af því að RÚV er í liði með öðrum málsaðilanum þá býr það til fyrirsögn með öfugum formerkjum með því að fá umsögn varnaraðila Báru um fréttina.
Er ekki langbest að leggja þetta batterý niður?
http://www.ruv.is/frett/upptokurnar-fra-klaustri-stydja-frasogn-baru
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2019 | 18:32
Að hægt sé að taka veð í leiguvélum WOW
virðist fljótt á litið vera þúfan sem velti hlassinu að lokum. Eigendur vélanna þorðu ekki að senda þær til Íslands.
Einkennileg regla vissulega en líklega vegur á móti undanlátsemin vegna lendingargjaldanna sem hefðu nú líklega sett félagið í þrot fyrr ef gengið hefði verið eftir þeim, svona svipað og hjá öðrum flugfélögum.
Það hefði líklega verið einfaldasta og skilvirkasta aðstoð ríkisins við WOW Air að gefa skýrt og skorinort út þá tilkynningu að leiguvélar þess yrðu ekki teknar upp í skuldir WOW Air við ríkið. Síðan hefði mátt semja um að greiða niður lendingargjöldin. Nú þarf að greiða 1000 manns 270þúsund á mánuði eða sem nemur lendingargjalda skuldinni á rúmu hálfu ári.
Eftir stendur áhugaverð spurning, var þessi feikna innspýting ferðamanna sem lággjaldaflugfélagið kom með til landsins til þess að bæta hag Íslendinga umtalsvert?
Var tap Skúla hagur þjóðarinnar?
Hækkun gengisins og þar með snaraukin neysla þjóðarinnar er a.m.k. fyrst og fremst rakin til ferðamannastraumsins og þá miklu nær (ef svarið við spurningunni er já) að þakka Skúla slíkt en að kenna honum verðbólguskot þegar pendúllinn snýr svona til baka.
(Hitt er svo annað mál að gengið átti aldrei að fara svona upp þrátt fyrir ferðamannastrauminn. Þá hefði arðurinn komið fram í fleiri krónum en ekki verðmætari krónum)
![]() |
Þúsundir farþega bíða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2019 | 11:47
Ruðningsáhrif ferðamanna og raforku
Bjarni Jónson bloggar um það í gær hvernig samþykkt orkulagabálks ESB muni hækka hér raforkuverð knýja okkur til útflutnings raforku sem ekki er til og þar með í auknar virkjanir. Vitnar í norskan hagfræðing sem segir hagnað Norðmanna af lagningu sæstrengs frá þeim byggi eingöngu á hækkuðu raforkuverði í Noregi og svo muni enn frekar eiga við hér ef við göngum að þessu reglugerðarverki ESB.
Þarna er augljóst að um gríðarleg ruðningsáhrif verður að ræða hvar lífskjör almennings munu snarversna vegna hækkaðs orkuverðs.
Ef við Íslendingar vildum nú einu sinni læra aðeins af reynslunni þá er ágætt að skoða hvað hefur gerst í ferðaþjónustunni sem um margt er svipað.
Munurinn er þó sá að af ferðaþjónustunni virðist raunverulegur arður, viðbrögðin hafa á hinn bóginn verið svo kolröng að ruðningsáhrifin í formi hækkaðs gengis og hækkaðs húsnæðisverðs eru hér allt að drepa og við það að keyra þjóðfélagið út í stórskaðandi verkföll á tímum sögulega hæsta kaupmáttar sem hér hefur verið.
Til að vinna með ruðningsáhrif ferðamannastraumsins sem eru þó vel höndlanleg ef menn færu rétt í málið sem snýr að lagfæringu gengis og mjög ákveðinnar stjórnunar aðalega á höfuðborgarsvæðinu varðandi útleigu íbúða og sölu þeirra til útlendinga. Í kjölfar þess aukning á framboði íbúða til almennings.
Fyrir nú utan það að bretta upp ermar og taka á móti enn fleiri ferðamönnum en íslendingar virðast reyndar löngu hættir að nenna að vaka fram eftir í aflahrotum.
Ekki í sjálfu sér flókið en einhverjir græða ekki eins mikið og annars ef þetta er gert og róa því vitanlega á móti. Þegar áhrifamenn í stjórnmálaflokkum standa í húsnæðisbraski þá er auðvitað ekki von á góðu úr þeirri átt með að hamla slíku.
Varðandi ruðningsáhrif orkupakkans er verkefnið enn einfaldara en það er að hafna honum með öllu. Enda hefur ekki nokkrum manni tekist að sýna fram á hag okkar Íslendinga af þessu regluverki þó eins og í tilfelli ferðamennskunar hér að ofan megi vera að einhverjir aðilar sjái sér fært að græða á kostnað heildarinnar.
En auðvitað lítur heldur illa út með þetta og annað þegar pólitíkusar þora ekki að taka skynsamlegar ákvarðanir en svigna og vingsast í allar áttir eins og "vindhanaasnagrey" ýmist vegna skamtímagróðasjónarmiða þrýstihópa, krafna frá ESB, eigin einkabraski nú eða einfaldlega af heimsku og eða hugsannaleti.
Svona ef maður gefur þeim það að þeir séu yfir höfuð við stjórnvölinn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2019 | 17:04
Mannréttindadómstóll
Evrópu segir handhafa lögjafarvalds (alþingi) framkvæmdarvalds (ráðherrann) og dómsvald (hæstarétt)að ógleymdum öryggisventli lýðveldisins forseta, alla hafa brotið lög með því að staðfesta tillögu Sigríðar Andersen varðandi dómara í Landsdóm.
Í ljósi þess sé það mannréttindabrot að dæma í Landsdómi meintan ökufant fyrir brot sitt!
Hafi ég nú skilið þetta rétt!
Fyrirgefið, eru þetta ekki þeir sem setja lögin og dæma hér á landi?
Ef þessir aðilar staðfesta þennan gjörning þ.e. skipan dómaranna þá er það sjálfkrafa löglegt - endanlegt.
Mannréttindadómstóll út í Evrópu hefur bara ekkert með það að gera að véfengja slíkt.
Það er því óhjákvæmilegt að umræddur dómur verði dreginn til baka þ.e. ef einhver skynsemi á að vera í málinu.
En það er nú ekki víst!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2019 | 16:24
Vigdís Hauksdóttir var harðlega gagnrýnd
af fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og núverandi embættismanni hjá Reykjavíkurborg, fyrir að ráðast gegn embættismönnum borgarinnar.
Eitthvað vafðist þó fyir honum að nefna ákveðin dæmi.
Spurning hvort hann þurfi ekki að taka upp penna nú til varnar fyrrum samstarfsmönnum sínum sem sitja undir ámæli tveggja þingmanna fyrir störf sín?
![]() |
Lögreglan stóð sig vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2019 | 22:23
Á ríkið að koma að kjarasamningum?
Svarið er bæði nei og já!
Það eru þrjú meginvandamál í íslensku hagkerfi sem þarf að laga.
1. Gengið er of hátt (sjá viðhengda frétt frá 2017)
2. Vextir eru of háir
3. Húsnæðisverð er of hátt.
Helsta hlutverk hagstjórnar sem er á ábygð kjörinna stjórnvalda (eða ætti að vera það) , er að skapa eðlilegt umhverfi fyrir atvinnulíf og einstaklinga.
Þessu hlutverki hafa stjórnvöld brugðist sérstaklega hvað varðar gengi krónunnar og of háa vexti. En það getur einnig komið að vandanum sem stafar af of háu húsnæðisverði þó þar séu sveitarfélög einnig með aðkomu. Hvað þetta varðar er svarið já, þarna er aðkoma ríkis að því að bæta kjör lágtekju hópa, hinir hafa það fínt, það sýnir neyslan.
Engin verkföll hversu hatröm sem þau eru munu lagfæra kjör þeirra sem ekki geta lifað af sínum lágu launum nema þessi atriði verði löguð.
Það að við séum með krónu en ekki evru eða eitthvað annað er aum afsökun fyrir því að taka ekki á vandanum.
Hitt er annað mál hvort rétt sé að gefa kjörnum fulltrúum okkar kost á að víkja sér undan ábyrgð með því að leggja vandann í hendur embættismanna t.d. í Seðlabanka.
http://www.ruv.is/frett/raungengi-kronu-ekki-sterkara-i-37-ar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)