Færsluflokkur: Bloggar

Allt er jú bannað

Allt er jú bannað sem ekki er leyft
á enn einu kerfið þó lumar
Nú áttu að sanna að út hafir hleypt
aumingja kúnum í sumar!


Þensla,ríkisfjármál og verðbólga.

Allir segjast þeir ætla að berjast við verðbólguna, stjórnmálamennirnir okkar. 

Enginn veit þó hvernig, nema jú það eigi að draga úr ríkisútgjöldum. 

Sem þó er ekki gert. 

 

En orsök verðbólgunnar er þenslan. 

 

Til að nýta öll dámsamlegu fjárfestingatækifærin þá er hér flutt inn fólk í tugþúsundatali sem veldur húsnæðiseklu sem veldur verðbólgu. 

 

Samt ætla allir þessir frábæru pólitíkusar sem vilja draga úr verðbólgu, að auka í í fjárfestingum. T.d.að virkja eins og hægt er. Við þurfum jú svo mikið að bjarga heiminum með því að aka um á rafmagnsbílum. 

 

Hver græðir svo á öllum þessum fjárfestingum sem eru í gangi eða eiga að fara í gang?

Varla ríkið sem virðist lepja dauðan úr skel og ekki geta rekið heilbrigðiskerfið almennilega eða sinnt öðrum verkefnun svo vel sé, hvað þá þegar verður farið að skera niður eins og þeir segja að þurfi að gera?

 

Ekki góður hluti þjóðarinnar, ungt fólk,margir eldriborgarar,flestir öryrkjar og svona almennt tekjuminni hluti þjóðarinnar.  Þetta fólk hefur það með versta móti vegna húsnæðisverðsins og vaxtaokursins. 

 

Ef gróðinn ratar ekki til almennings nema síður sé, er þá ekki verr af stað farið en heima setið með allar fjárfestingarnar? 

Er ekki bara rétt að setja öll delluverkin á "hold" já og mest af þessum frábæru fjárfestingum sem þarf allt til frá útlöndum og ekki síst vinnuaflið, til að framkvæma?

Nú þarf pólitíkusa með raunverulega yfirsýn og skilning á hvar hvenær og hvernig þurfi og skuli hemja gróðaöflin þegar þau eru farin að skaða meir en skapa. 

Ætli Kristrún átti sig á þessu?


Svandís og Sjálfstæðisflokkurinn

Það er skiljanlegt að sjálfstæðismenn fari ekki að lýsa yfir vantrausti á manneskju sem þeir eru ný búnir að semja við um stjórnarsamstarf. 

En það er undarlegt að þeir skuli semja um stjórnarsamstarf við manneskju sem þeir ætluðu að lýsi yfir vantrausti á. 

 

Er þá bara allt í lagi að vera í ríkisstjórn með lögbrjóti, já og undir forsæti manns sem hrökklaðist nýverið úr fjármálaráðherrastólnum?

 

Þér eruð ekki matvandir Sjálfstæðismenn, það má nú segja og ekki heldur vandir að virðingu yðvar. 


Það er svo einkennilegt

að alltaf skulu það vera klóför Sjálfstæðisflokksins sem sjást helst á hinu Stalíniska fyrirbæri sem þjóðlendufurðuverkið er. 

 

Heggur þar sá er hlífa skyldi!


Skilgreina íslenskir hægrimenn sig út frá meðvirkni með Ísrael?

Markaðsbúskapur hefur fyrir löngu sannað gildi sitt víða um heim en kemur ekki án fylgikvilla.

Marga þeirra er raunar hægt að laga eða jafnvel koma í veg fyrir, en til þess verður að vera áhugi. 

Eitt versta markaðsástand á Íslandi er nú staða húsnæðismála. 

Ein orsökin er gríðarlegur innflutningur á verkafólki til að fóðra ferðamannaiðnaðinn, önnur er mikil útleiga á íbúðum til ferðamanna í mörgum tilfellum á húsum sem var hreinlega stolið af eigindum sínum í Hruninu og síðar útbýtt eftir óljósum reglum aftur til hinna og þessa.Mál sem greinilega má ekki rannsaka. 

Enn ein orsök húsnæðisvandans er gjörsamlega óregúlerað braskkerfi með íbúðarlóðir a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu og verður hægrimönnum ekki einum kennt þar um. Talað er um að 25 milljónir af íbúðarverði liggi orðið í lóðinni. 

Ekki bætir svo úr skák næstum botnlaus innflutningur á flóttamönnum undanfarin ár, í boði Sjálfstæðisflokksins en ef marka má fésbókarfærslur formannsins þá virðist einhver undarlega þversagnarkendur geðklofi hrjá hægrimenn í þeim málum. En það er önnur saga og hefur ekkert með fylgikvilla markaðsbúskapar að gera.

Helstu meginvandamál húsnæðismarkaðarins sem aftur er meginvandamál hagkerfisins, stafa semsagt af klúðurslegri umgjörð um markaðinn. Sumir græða vissulega og fjármunir gossast inn í hagkerfið en fylgikvillarnir að verða óbærilegir og við það að allt stöðvist hér í verkföllum. 

 

Hvað gera svo hægrimennirnir íslensku?

Ekki neitt, tja nema tryggja áframhaldandi vandræðaástand svona rétt eins og í flóttamannamálunum. Jarma allir sömu möntruna um að launþegum sé um að kenna, verðbólgan sem kom til af engu öðru en þeirra eigin klúðri.

Nú tala þeir meira að segja um "gullhúðun" á Evrópureglum á sama tíma og ljóst er yfir vofir að hér verði byggð hús eftir evrópureglum sem ekki standast íslenskar aðstæður. Í stað þess að fara í grunnvandann skal leggjast í að leyfa framtakssömum bisnismönnum að byggja hér og selja ónýt hús. 

Ef markaðurinn væri vel ættaður graðhestur, þá eru íslenskir hægrimenn eins og auðmjúkir farþegar sem leyfa illa tömdum klárnum að fara þangað sem hann vill og taka þær merar sem honum sýnist.  

Þá er nú gott að finna einhvern sameiginlegan óvin í þeim sem blöskrar framferði Ísraelsríkis gagnvart Palestínumönnum.  "góða fólkið", "vinstrimenn", "stuðningsmenn Hamas" og hvað þetta er nú allt kallað. 

Frekar skal þar samsama sig þjóðernissinnuðum morðvörgum en bera það við að líta í eigin barm. 

Eins og það hafi eitthvað hið minnsta að gera með afstöðu til markaðsbúskapar hvort menn aðhyllast slíkan nazisma eða ekki. 

 

Vandfundinn er a.m.k. sá Sjálfstæðismaður í dag sem ber það við að gagnrýna morðæði Ísraelsmanna. 

Formaðurinn ætlar að verða jafn óheppinn í nýja starfinu og því gamla og fylgið fer lóðbeint niður.

Er ekki kominn tími til að breyta til?


Vilhjálmur, Ragnar, Sólveig og kaupmátturinn.

Svo lengi sem ýmsir muna hafa dunið á verkalýðsforkólfum kröfur um að valda nú ekki höfrungahlaupi og verðbólgu með launakröfum sem ekki sé innistæða fyrir. 

Betra sé að semja um minni kjarabætur sem standist. 

Atvinnurekendur og ríkisvald sem hafa haft mjög uppi þennan málflutning hafa þó þegar á reyndi ekki getað staðið sjálf við sinn hluta af "allir verða að taka þátt" þjóðarsáttinni. 

 

Gott og vel.  Reyndar var allan tímann það lík í lest núverandi samningalotu að verðbólgan sem hefur herjað á okkur síðustu tvö ár eða svo, er ekki vegna óhóflegra launahækanna. 

Það eru eiginlega allar ástæður aðrar að verki.  En verðbólgan sú hefur rýrt almenn laun að raungildi og því snýst málið nú um að bæta launþegum upp LAUNALÆKKUN verðbólgunnar. 

Enda ekki sú kreppa í landinu að nauðsyn sé á að lækka almennt laun, þvert á móti. 

 

Þess vegna væri líklega best fyrir þau Viljhálm, Ragnar, Sólveigu og alla hina að krefjast raunlaunahækkunnar, að kaupmátturinn verði bættur um það sem verðbólgan hefur skert hann. 

Þar er ágætt að muna að verðbólga skerðir laun í prósentvís og því þarf að hækka þau í prósentvís á móti. 

Einföld krafa og skýr!

 

Aðrir verða svo að taka til hjá sér í framhaldinu en hætta að blaðra um höfrungahlaup sem ekkert er. Sérstaklega má þar benda á húsnæðisvandann sem er bein afleiðing af uppgangi ferðaþjónustu og þess gullgrafaraæðis sem henni hefur fylgt, sem og brjálæðislegu vaxtastigi. 

 

 


Spilar Katrín Ólsen Ólsen?

Einkennilegt var þegar Sjálfstæðismenn höfnuðu reynsluboltanum og mannasættinum Haraldi Benediktssyni fyrir nýliða á þingi. Það var þó gert í prófkjöri og þar með á lýðræðislegan hátt. 

Enn undarlegra er nú þegar Svandís Svavars stígur til hliðar, að ganga  freklega fram hjá einum reynslumesta þingmanni V.G. og harðduglegri í þokkabót, Bjarkeyju Ólsen!

Katrín Jakobs telur sig betur til þess fallna að bæta matvælaráðuneytinu á sig en að spila þann einfalda Ólsen Ólsen að láta Ólsen taka við!

 

Þar er hún farin að minna á fyrirrennara sinn og stofnanda V.G. hinn "ómissandi" Steingrím J. sem nú er reyndar blessunarlega horfin úr öllum ráðuneytum.  (Að ég held).


Líklega segir hann það satt

Nú verð ég að verða ósammála Jóni Magnússyni, einhum helsta bloggaranum hér á blogginu.

En hann segir í öðru tilfelli:   "Af hverju á að taka það trúanlegt sem barnamorðingjarnir segja, hafa þeir sýnt það að þeir séu áreiðanleg heimild?"

Líklega segir Netanyahú satt þarna þó hann hafi logið bæði að Jóni þeim góða manni og svo Biden enn þá betri manni að börn hafi verið afhöfðuð af Hamas.

 https://theintercept.com/2023/12/14/israel-biden-beheaded-babies-false/

 


mbl.is Netanyahu lofar frekari árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísralel/Gaza Hiroshima/Nagasaki

Ísrael er búið að sprengja 25 þúsund tonn á Gaza, hátt í jafngildi beggja kjarnorkusprengjanna sem varpað var á Japan!  sbr. ræðu Pakistanska sendiherrans á þingi Sameinuðu Þjóðanna. (Þær voru jafngildar um  15þ. og 20þ. tonnum af TNT)

 

Skv. New York Times hafa Ísraelar ítrekað notað sínar stærstu sprengjur á Gaza, 2000 punda flykki í suðurhlutanum þangað sem þeir sögðu fólki að flýja. 

 

Bandarísk stjórnvöld telja þetta nú ekki nógu gott og  hafa fjölgað minni og "heppilegri" sprengjum sem þeir senda til Ísrael. 

En að vísu hafa þeir líka sent Ísrael um 5000 sprengjur sem eru ígildi 2000 punda sprengja.

 

Þurfum við Íslendingar ekki að láta heyra aðeins betur í okkur varðandi þetta brjálæði?

 

Skref eitt gæti verið að veita Julian Assange hæli til að undirstrika að við tökum ekki lengur þátt í þöggunini og lygunum sem umleika bandarísk utanríkismál. 

Vinur er sá er til vamms segir!

 

https://www.nytimes.com/2023/12/21/world/middleeast/israel-gaza-bomb-investigation.html

 


Hvað þarf til að verða sendiherra?

Sennilega vita fæstir hver núverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum er, ég mundi það a.m.k. ekki.
 
Ætli það sé ekki bara nokkuð gott að önnur sjónarmið ráði en flennugangur í fjölmiðlum?
 
Hvað sem því líður þá er hér samanburður á menntun og reynslu fráfarandi sendiherra Bergdísar Ellertsdóttur og þeirrar sem tekur við af henni, Svanhildar Hólm.
 
Bergdís Ellertsdóttir
 
Menntun.
 
Háskólinn í Freiburg í Þýskalandi
Þýska
Stjórnmálafræði
Enska, útskrifast svo í Háskóla Íslands
Sagnfræði, útskrifast svo í Háskóla Íslands
 
Háskólinn i Essex
Meistaragráða í Evrópufræðum
 
 
Reynsla
 
Starfaði frá 1991 við utanríkisráðuneytið og svo við sendiráð Íslands
í Bonn í Þýskalandi varð varaformaður sendinefndarinnar?
2000 til 2003 Varð aðstoðar framkvæmdarstjóri stjórnmáladeildar sem sá um öryggismál, málefni Atlandshafsbandalagsins og Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu og tvíhliða samskipti við Bandaríkin, Kanada og Rússland.
 
2003 varð hún aðstoðarframkvæmdastjóri verslunardeildar utanríkisráðuneytisins og síðan framkvæmdastjóri alþjóðaöryggis- og þróunarmála árið 2007
 
2007-2012 jafnframt útnefnd aðstoðaraðalritari EFTA í Brussel
 
2012 Helsti samningamaður Íslendinga í fríverslunarviðræðum við Kína í september 2012.
 
2014 Útnefnd formaður sendinefndar Íslands til Evrópusambandsins og sendiherra Íslands í Belgíu,Hollandi, Lúxemborg og San Marínó.
 
2018 Útnefnd fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.
 
2019 Sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.
 
 
Svanhildur Hólm
 
Menntun.
 
2019 Lögfræðingur frá Háskóla Íslands
Hefur lokið MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík
 
 
Reynsla
 
1995 blaðamaður á dagblaðinu Degi á Akureyri.
Svæðisútvarp RÚV á Akureyri og umsjónarmaður Morgunnútvarps Rásar 2 um tveggja ára skeið.
 
2003 Stigavörður í Gettu betur.
 
Einn umsjónarmanna Kastljóss um tíma og svo Ísland í dag á Stöð 2.
 
2009-2012 Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins
 
2012 Aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og aðstoðarmaður hanns sem ráðherra í fjármálaráðuneytinu og um tíma i forsætisráðuneytinu.
 
2020 Ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
 
Hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og kom fram einu sinni í spjallþætti Oprah Winfrey árið 2005 sem fulltrúi íslenskra kvenna.
 
Heimild Wikipedia.
 
 
Einhverra hluta vegna dettur manni í hug þegar Gunnar Bragi
þáverandi utanríkisráðherra réði sér aðstoðarmann.
 
Menntun: Í skóla
 
Reynsla: Hafði farið einu sinni til útlanda.
(Spurning hvort þar sé ekki rakið sendiherraefni á ferð?)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband