Færsluflokkur: Bloggar

Lilja Alfreðs úti að aka

Nú skal enn einu sinni ausa fé úr ríkissjóði til að styðja þá sem mest græða. 

100 milljónir vill Lilja Alfreðs setja í kynningu á Íslandi sem áfangastað vegna þess að hér sé farið að fækka ferðamönnum. 

Á sama tíma segja talsmenn hjálparstofnanna að neyðin hafi aldrei verið meiri. 

 

Hvert skyldi nú samhengið vera?

 

Jú ferðaþjónustan skapar vissulega mikin auð og skattalegt fótspor jafnvel talið allt að 145 milljarðar.  En um leið veldur hún alvarlegum hliðaráhrifum á kjör fólks sem kemur sérstaklega illa niður á þeim verr stæðu. 

Fólki í landinu hefur fjölgað um 100 þúsund á rúmum áratug, einkum vegna mikils innfluttnings fólks til starfa við ferðaþjónustu og tilheyrandi uppbyggingu. Þetta hefur valdið alvarlegri húsnæðiskreppu og verðbólgu í kjölfarið. 

Viðbrögð stjórnvalda hafa verið mest í þá átt að auka vandann sbr. aðgerðir seðlabanka (sem vinnur eða ætti að vinna í ábyrgð stjórnvalda) en honum hefur tekist að stöðva næstum framboð á húsnæði í viðleitni sinni að hemja eftirspurnina. Í leiðinni að fóðra hér verðbólgu sem vel að merkja stafar ekki af launahækkunum, hvað sem verður. 

 

Ef þessu liði sem hér þykist stýra málum tekst ekki að vinna að einhverju viti með neikvæðar hliðarverkanir ferðamannasprengjunnar heldur halda áfram að ausa fjármunum þangað sem þeir eru fyrir, þá er hitt mun skárri kostur að draga hér rösklega úr komu ferðamanna. 

Miklu betra væri að setja þessar 100 milljónir og þó margfalt meira væri í að létta kjör aldraðra og öryrkja.  


Vel gert Bjarni Ben........

Vel gert Bjarni Ben, Katrín og Sigurður I. 

Ekki við ykkur að sakast þó Bandaríkin og Bretland verndi þennan uppvakning sinn Ísrael við að fremja stríðsglæpi og aðra glæpi gagnvart Palestínumönnum. 

 

 

 

 

 

 

 

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-12-08-nordurlondin-lysa-sameiginlega-yfir-studningi-vid-akvordun-guterres-399232


Ísrael eða Ísland úr Evrovision

Evrovision er svo sem ekki merkilegt fyrirbæri en það er Íslensk utanríkispólitík ekki heldur.

 

Það væri því við hæfi að Ísland hóti að draga  sig úr þessari keppni nema Ísrael sé rekið úr henni. Ágætt væri að fá aðrar þjóðir með í þann slag. 

 

Þetta ætti nú varla að verða of stór biti fyrir Íslensk stjórnvöld að kyngja þó þau þori ekki að taka á skefjalausri kúgun Ísraels á Palestínumönnum á öðrum vettvangi og kannski meira við eigandi.  

 

Meira að segja Bandaríkin aðal stuðningsríki Ísrael eru langtum gagnrýnni á framferði Ísraels en "friðarríkið" Ísland. 

 

 


mbl.is „Hvert förum við nú, út í sjó?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæma Gyðingar á Íslandi Ísraelsríki?

Það er alltaf fróðlegt að snúa rökunum við í umræðum um voðaverk Hamas í Ísrael. 

Gyðingar á Íslandi segjast óttaslegnir vegna aukinnar andúðar gegn sér á Íslandi sem þeir merkja m.a. af því að ekki sé nóg gert af því að fordæma Hamas samtökin. 

 

En hvað með voðaverk Ísraelsmanna, hers og landökumanna gagnvart Palestínuaröbum. Bæði nú á Gaza og fyrr þar og annarsstaðar?

Ef Gyðingar á Íslandi fordæma ekki Ísraelsríki fyrir þau ætti þá Palestínsku fólki á Íslandi ekki að fara að líða illa á sama hátt og óttast um sitt öryggi?

 

Hefðu mögulega eitthvað til síns máls þar sem nú þegar berast fréttir af hatursmorði á palestínskum dreng í Ameríku. En þar er hin opinbera afstaða sú að bera blak af glæpum Ísraels og jafnvel styðja það en fordæma sjálfsvarnartilburði Palestínumanna. 

 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/10/16/gydingaandud_vandamal_a_islandi/


Athugasemd við grein Bjarna Jónssonar um fjármál Kristrúnar Frostadóttur

Af því að ég tel að þessi athugasemd eigi erindi til Sjálfstæðismanna og er ekki alveg viss um að hún verði birt þar sem hún var send, þá birti ég hana hér. 

En höfundur pistilsin sem hún var sett við hafði miklar áhyggjur af fjármálagjörningi Kristrúnar Frostadóttur!

"Ég hefði í þínum sporum mun meiri áhyggjur af Bjarna Ben og Sjálfstæðisflokknum en Kristrúnu og Samfylkingu. 

Sjálfstæðisflokkurinn er/var miklu merkilegri flokkur en Samfylking en er að hverfa í blámóðu hagsmunatengsla auðmannadekurs og svindlgjörninga.

Umsjón formannsins með sölu á eignum ríkisins hefur verið ansi langt frá því að vera til fyrirmyndar. 

En þögn almennra Sjálfstæðismanna er ærandi miðað við gasprið út í Kristrúnu greyið.   Nema jú þeirra sem eru að drepast úr meðvirkni og verja alla Lindarhvolsvitleysuna og hvað þetta allt heitir,  út í rauðan dauðann!    Þar gildir væntanlega hið forkveðna eins og þú segir: "æ sér gjöf til gjalda"!

 

Sókn Sjálfstæðisflokksins til fyrra mikilvægis í Íslenskri pólitík getur ekki falist í að ásaka aðra um það sama og menn réttlæta í eigin flokki, heldur miklu frekar að hreinsa almennilega til í eigin ranni og fara í alvöru eftir eigin hugsjónum!"


Ekki byrjar hún vel!

Það er galli á umræðunni um mál Jakubs Polkowsky, öryrkjans sem tapaði húsi sínu á uppboði, að þar er ruglað saman tveim grundvallaratriðum í málinu.
 
A. Þau vandamál sem urðu til að húsið var sett á uppboð og af hverju var ekki hægt að grípa fyrr inn í og hvað Jakubs gerði og gerði ekki sem varð til að svo fór.
 
B. Að framkvæmd uppboðsins skyldi verða svo misheppnuð að húsið fór langt langt undir markaðsvirði.
 
Umræðan virðist öll snúast um A á meðan B verður að aukaatriði.
 
Ekki byrjar nýji dómsmálaráðherrann að hafa sig ekki í gegnum þennan mismun.
 
Ábyrðin á því hve illa tókst til með uppboðið (B) liggur ekki hjá gerðarbeiðanda  heldur hjá Sýslumanni.
 
Vissulega kenndi Hrunið manni að hvoru tveggja er til að lög nái ekki yfir siðlaust athæfi borgaranna og svo hitt að ekki er farið eftir þeim lögum sem þó eru til. Síðustu vendingar í Íslandsbankamálum hafa svo sem einnig minnt mann á það!
 
En hefði nú blessaður sýslumaðurinn ekki mátt skoða lögin aðeins betur og í það minnsta áttað sig á anda þeirra sbr 37. gr. laga um nauðungarsölu frá 1991 nr. 90 hvort sem hún á nákvæmlega við eða ekki:
 
"Nú hefur verið leitað boða í eignina skv. 4. mgr. 36. gr. og sýslumaður telur þau sem koma til álita svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar þótt tekið yrði tillit til ákvæða 57. gr. Ef sýslumaður telur mega rekja þetta til sérstakra aðstæðna og hann hefur rökstudda ástæðu til að ætla að mun hærri boð geti enn fengist í eignina, getur hann ákveðið að uppboðinu verði fram haldið eitt skipti enn......"
 
Sá sem hefur ekki rökstudda ástæðu til að ætla að einbýlishús sé meira en þriggja milljóna virði á Íslandi í dag, er allverulega úti að aka og raunverulega ekki boðleg skýring að Sýslumaður hafi ekki vitað hvað hann var að gera og verið jafn mikið úti að aka í málinu og greyið hann Jakubs!
 
En hvað var Sýslumaðurinn þá að hugsa?
 
Það er alveg sama hvernig maður lítur á þetta, það er sýslumaðurinn sem er stóri klúðrarinn í uppboðsmálinu og nýji dómsmálaráðherrann virðist ætla að fylgja honum fast eftir í því klúðri með því að benda annað!
 
Hvað er hann/hún að hugsa?
 
 
 
 
 May be an image of 1 person
 
 
 

Rökvilla bankasýslunnar!

Bankasýslumenn tveir, voru til svara hjá þingmönnum í dag.
 
Þar kom fram að áliti bankasýslunar hafi margumrætt útboð á hlut ríkisisns í Íslandsbanka verið best hepnaða útboð Íslandssögunnar.
 
Spurðir hvort þeir myndu nota sömu aðferð aftur þá virtust þeir á því, sögðu að í ljósi þess hve útboðið hefði verið vel heppnað þá hlytu þeir að mæla með aðferðinni.
 
A. Hversu vel útboðið var heppnað rökstuddu þeir með því að önnur útboð í öðrum löndum þar sem hlutar ríkisins í bönkum voru seldir, hefðu leitt til mun lakari niðurstöðu. (Bindi lagað)
 
B. Einnig kom fram hjá þeim að aðferðin sem notuð var hér væri sambærileg við þá sem menn notuðu í sölu á hlut ríkisins í bönkum erlendis. (Bindi lagað aftur)
 
 
Rökvillan er þá þessi: Aðferðin er sögð góð af því að hún skilar betri niðurstöðu en annarsstaðar, en annarsstaðar er notuð sama aðferð. (Er ekki slaufa bara betri?)

Einleikur á ráðherrastól

Vér kjósendur höfum svo kallað gullfiskaminni og þar að auki valkvætt.
Munum fátt og enn síður sumt en annað.
 
Mér datt í hug að gúgla aðeins hverjir hefðu gagnrýnt vinnubrögð Jóns Gunnarssonar að leyfa notkun rafbyssa hjá lögreglunni.
 
Sú sem kom fyrst upp var að sjálfsögðu Svandís Svavarsdóttir sem var verulega ósátt við ákvörðun Jóns og að hún skyldi ekki vera rædd í ríkisstjórn áður en hún var kynnt opinberlega.
 
Eins gagnrýndi Svandís hvernig málið var unnið. Væntanlega þá að kynna það ekki betur fyrir ríkisstjórn áður en ákvörðun var tekin. A.m.k. tók Katrín Jakobs floksssystir hennar af allan vafa um þá skoðun en hún var ósátt við Jón að kynna ákvörðunina ekki fyrir ríkisstjórn áður en hann skrifaði undir reglugerð um að heimila notkun rafbyssa.
 
Þetta var í fréttum núna í febrúar, sem er auðvitað afar langur tími, sérstaklega í pólitík.
 
Núna einhverjum fjórum mánuðum seinna tekur Svandís einhliða ávörðun um að stöðva hvalveiðar. (Kallar það þó eitthvað annað)
 
Svandís kynnti svo veiðibannið á fundi hjá ríkisstjórn daginn eftir að þaö var sett: "En eins og ég segi, þá var þetta ekki til ákvörðunar í ríkisstjórn, heldur til upplýsinga, enda lá ákvörðunin fyrir,“ segir matvælaráðherra." Hljómar nú ekki beint eins og að "ræða ákvörðunina áður en hún er kynnt opinberlega"
 
Í millitíðninni þ.e. milli einhliða ákvörðunar Jóns ráðherra um rafbyssurnar og einhliða ákvörðunar Svandísar um hvalveiðarnar, tók Þ.K.R. Gylfadóttir einhliða ákvörðun um að Ísland eitt norðurlanda sliti í raun stjórnmálasambandi við Rússland. Þó hún kalli það eitthvað annað.
 
Fátt kemur  upp í gúgli um afstöðu Svandísar og Katrínar til þess einleiks.
 
Hvaða skoðun ég eða aðrir hafa á því að veiða sakamenn eða hvali með rafskutlum, nú eða hvaða mann Pútín hefur að geyma, kemur þessu máli ekki við. Hér er verið að velta upp missögnum ráðamanna sjálfra um afstöðu þeirra til lýðræðislegrar ákvarðanatöku og meðhöndlunar á valdi.
 
 
ps. Jón Gunnarsson, Þ.K.R.G. og Svandís Svavars nota öll "Ég get ég má ég ræð" rökin, en Bjarni Ben fer hina leiðina varðandi Íslandsbankasöluna, "ég gat ekki að gert, réði engu, er eignilega bara fórnarlamb aðstæðna!"
 
Hafði hann þó að allra samþykki, yfir umsjón með sölunni!

Góðmennska alþingismanna

Það er ekki á þá logið með góðmennskuna á alþingi, sérstaklega og reyndar alltaf, án undantekninga þegar aðrir eiga að borga brúsann.
 
Nú skal sótt að kjörum bænda með ódýrum innflutningi kjúklinga frá Úkraínu. Allt til að hjálpa Úkraínumönnum að sjálfsögðu.
 
Um það hvort téðir kjúklingar eru í lífi og dauða látnir fylgja þeim ströngu kröfum um aðbúnað og gæði, sem hér gilda er ekki látið fylgja sögunni. En auðvitað er ekki svo!
 
Jarma svo hver upp í annars eyra í vitleysunni:  heyr, heyr!
 
Meðallaun í Úkraínu eru um 66.000 krónur á mánuði. Við ættum skv. þessari hugmyndafræði, að sjálfsögðu að bjóða hingað Úkraínskum vinnuleigum með starfsfólk á þessum launum, gerum það trúlega nú þegar. Skítt með áhrifin á laun íslenskra launþega, nú eða áhrifin af enn meiri húsnæðisskorti.
 
Úkraínskir ráðherrar fá um 560.000 krónur í laun á mánuði á meðan starfsbræður þeirra hér á landi fá 2.231.000 á mánuði (júlí 2022).
Litlu minna en þýskir ráðherrar og talsvert meira en franskir sem fá 1.514.000.
 
(Meðal launahækkun var 41% á árunum 2016 til 2022 en hjá þingmönnunum okkar hækkuðu þau á sama tíma um 89%.
Ef þeir hefðu nú "einungis" hækkað til jafns við meðallaun þá væru þeir samt með talsvert hærri mánaðarlaun en franskir þingmenn og ráðherrar. En það er nú önnur saga.)
 
Þarna munar rúmlega 1.500.000 sem íslenskir ráðherrar fá meira en úkraínskir. Sjálfsagt að nota tækifærið þegar renna á í gegnum þingið sérstökum lögum um launahækkun þingmanna að ráðstafa þessum mismun til Úkraínu, við verðum jú að hjálpa, heyr, heyr!
 
Svo mætti spara hér í berklavörnum og almennri heilsugæslu til að falla niður í úkraínska standardinn á þeim málum og nota það sem sparast til að senda nokkrar rakettur til Úkraínu. Heyr, heyr!
 
Hér er að sjálfsögðu talað í háði, en svo ég segi það bara hreint út, það er ekki eingöngu Seðlabankastjóri sem hefur sýnt sig að vera kjáni sem er ekki starfi sínu vaxinn. Stór hluti þingmanna eru það líka.
 
Það læðist að manni sá grunur að þetta séu barasta:
 
VITLEYSINGAR!
 
Heyr, heyr!
 
 
 
 

Landsvirkjun og nærsamfélagið!

Landsvirkjun sér öll tormerki á því að koma meira fé til nærsamfélagsins í gegnum fasteignagjöld, en er þó full vilja til að greiða meira. Sbr. t.d. Kastljós Rúv í kvöld, 22.3 2023.

Þó er og hefur alltaf verið a.m.k. ein leið opin til þessa en hún er að greiða landeigendum við árnar, leigu fyrir vatnsréttinn. 

Það hefur Landsvirkjun þó ekki viljað gera hingað til en nú er lag!

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband