Færsluflokkur: Bloggar
13.12.2023 | 22:39
Lilja Alfreðs úti að aka
Nú skal enn einu sinni ausa fé úr ríkissjóði til að styðja þá sem mest græða.
100 milljónir vill Lilja Alfreðs setja í kynningu á Íslandi sem áfangastað vegna þess að hér sé farið að fækka ferðamönnum.
Á sama tíma segja talsmenn hjálparstofnanna að neyðin hafi aldrei verið meiri.
Hvert skyldi nú samhengið vera?
Jú ferðaþjónustan skapar vissulega mikin auð og skattalegt fótspor jafnvel talið allt að 145 milljarðar. En um leið veldur hún alvarlegum hliðaráhrifum á kjör fólks sem kemur sérstaklega illa niður á þeim verr stæðu.
Fólki í landinu hefur fjölgað um 100 þúsund á rúmum áratug, einkum vegna mikils innfluttnings fólks til starfa við ferðaþjónustu og tilheyrandi uppbyggingu. Þetta hefur valdið alvarlegri húsnæðiskreppu og verðbólgu í kjölfarið.
Viðbrögð stjórnvalda hafa verið mest í þá átt að auka vandann sbr. aðgerðir seðlabanka (sem vinnur eða ætti að vinna í ábyrgð stjórnvalda) en honum hefur tekist að stöðva næstum framboð á húsnæði í viðleitni sinni að hemja eftirspurnina. Í leiðinni að fóðra hér verðbólgu sem vel að merkja stafar ekki af launahækkunum, hvað sem verður.
Ef þessu liði sem hér þykist stýra málum tekst ekki að vinna að einhverju viti með neikvæðar hliðarverkanir ferðamannasprengjunnar heldur halda áfram að ausa fjármunum þangað sem þeir eru fyrir, þá er hitt mun skárri kostur að draga hér rösklega úr komu ferðamanna.
Miklu betra væri að setja þessar 100 milljónir og þó margfalt meira væri í að létta kjör aldraðra og öryrkja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2023 | 09:45
Vel gert Bjarni Ben........
Vel gert Bjarni Ben, Katrín og Sigurður I.
Ekki við ykkur að sakast þó Bandaríkin og Bretland verndi þennan uppvakning sinn Ísrael við að fremja stríðsglæpi og aðra glæpi gagnvart Palestínumönnum.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-12-08-nordurlondin-lysa-sameiginlega-yfir-studningi-vid-akvordun-guterres-399232
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2023 | 18:57
Ísrael eða Ísland úr Evrovision
Evrovision er svo sem ekki merkilegt fyrirbæri en það er Íslensk utanríkispólitík ekki heldur.
Það væri því við hæfi að Ísland hóti að draga sig úr þessari keppni nema Ísrael sé rekið úr henni. Ágætt væri að fá aðrar þjóðir með í þann slag.
Þetta ætti nú varla að verða of stór biti fyrir Íslensk stjórnvöld að kyngja þó þau þori ekki að taka á skefjalausri kúgun Ísraels á Palestínumönnum á öðrum vettvangi og kannski meira við eigandi.
Meira að segja Bandaríkin aðal stuðningsríki Ísrael eru langtum gagnrýnni á framferði Ísraels en "friðarríkið" Ísland.
Hvert förum við nú, út í sjó? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2023 | 10:54
Fordæma Gyðingar á Íslandi Ísraelsríki?
Það er alltaf fróðlegt að snúa rökunum við í umræðum um voðaverk Hamas í Ísrael.
Gyðingar á Íslandi segjast óttaslegnir vegna aukinnar andúðar gegn sér á Íslandi sem þeir merkja m.a. af því að ekki sé nóg gert af því að fordæma Hamas samtökin.
En hvað með voðaverk Ísraelsmanna, hers og landökumanna gagnvart Palestínuaröbum. Bæði nú á Gaza og fyrr þar og annarsstaðar?
Ef Gyðingar á Íslandi fordæma ekki Ísraelsríki fyrir þau ætti þá Palestínsku fólki á Íslandi ekki að fara að líða illa á sama hátt og óttast um sitt öryggi?
Hefðu mögulega eitthvað til síns máls þar sem nú þegar berast fréttir af hatursmorði á palestínskum dreng í Ameríku. En þar er hin opinbera afstaða sú að bera blak af glæpum Ísraels og jafnvel styðja það en fordæma sjálfsvarnartilburði Palestínumanna.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/10/16/gydingaandud_vandamal_a_islandi/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2023 | 10:42
Athugasemd við grein Bjarna Jónssonar um fjármál Kristrúnar Frostadóttur
Af því að ég tel að þessi athugasemd eigi erindi til Sjálfstæðismanna og er ekki alveg viss um að hún verði birt þar sem hún var send, þá birti ég hana hér.
En höfundur pistilsin sem hún var sett við hafði miklar áhyggjur af fjármálagjörningi Kristrúnar Frostadóttur!
"Ég hefði í þínum sporum mun meiri áhyggjur af Bjarna Ben og Sjálfstæðisflokknum en Kristrúnu og Samfylkingu.
Sjálfstæðisflokkurinn er/var miklu merkilegri flokkur en Samfylking en er að hverfa í blámóðu hagsmunatengsla auðmannadekurs og svindlgjörninga.
Umsjón formannsins með sölu á eignum ríkisins hefur verið ansi langt frá því að vera til fyrirmyndar.
En þögn almennra Sjálfstæðismanna er ærandi miðað við gasprið út í Kristrúnu greyið. Nema jú þeirra sem eru að drepast úr meðvirkni og verja alla Lindarhvolsvitleysuna og hvað þetta allt heitir, út í rauðan dauðann! Þar gildir væntanlega hið forkveðna eins og þú segir: "æ sér gjöf til gjalda"!
Sókn Sjálfstæðisflokksins til fyrra mikilvægis í Íslenskri pólitík getur ekki falist í að ásaka aðra um það sama og menn réttlæta í eigin flokki, heldur miklu frekar að hreinsa almennilega til í eigin ranni og fara í alvöru eftir eigin hugsjónum!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2023 | 22:24
Ekki byrjar hún vel!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2023 | 17:16
Rökvilla bankasýslunnar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2023 | 07:19
Einleikur á ráðherrastól
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2023 | 23:51
Góðmennska alþingismanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2023 | 20:16
Landsvirkjun og nærsamfélagið!
Landsvirkjun sér öll tormerki á því að koma meira fé til nærsamfélagsins í gegnum fasteignagjöld, en er þó full vilja til að greiða meira. Sbr. t.d. Kastljós Rúv í kvöld, 22.3 2023.
Þó er og hefur alltaf verið a.m.k. ein leið opin til þessa en hún er að greiða landeigendum við árnar, leigu fyrir vatnsréttinn.
Það hefur Landsvirkjun þó ekki viljað gera hingað til en nú er lag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)